Flott hjá Bjarna Ben að rífa kjaft í Stokkhólmi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á hrós skilið fyrir ádrepu sína til Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í dag. Tímabært var að íslenskir stjórnmálamenn töluðu hreint út um gildi norræns samstarfs og hvort það sé einhvers virði eftir að Norðurlöndin horfðu þegjandi og hljóðalaust á aðförina að Ísland eftir efnahagshrunið.

Algjör óþarfi er að Ísland láti þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga endalaust og eigi svo að mæta brosandi og þegjandi á fund með þessum sömu stjórnvöldum á Norðurlöndum og hafa ekkert fyrir okkur gert og verið með haltu kjafti mola uppí sér mánuðum saman.

Þetta er flott hjá Bjarna - mikið var að einhver þorfði að rífa kjaft á þessari heilögu samkundu sem er ekkert nema húmbúkk.

mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tek undir þetta hjá þér Stefán, Bjarni á hrós skilið - ekki er hægt að búast við neinu frá ráðherrum þessarar tæru vinstri stjórnar -

Óðinn Þórisson, 27.10.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

En hlustar einhver?

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.10.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála

Jón Snæbjörnsson, 27.10.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Ef nokkur maður ætti að halda ser saman þá er það þessi Bjarni.

Árni Björn Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 07:53

5 identicon

Alveg sammála þér hann var að rífa kjaft, aldrei mikil reisn yfir slíku.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:25

6 identicon

Gat ekki betur séð en að maðurinn hafi verið þjóðinni til skammar.

Myndir þú vilja að Ísland lánaði Litháen 2000 milljarða Íslenskra króna,  því að við erum svo miklir vinir?

 Þessir menn hafa fylgst með þróun mála síðastliðin ár  og vita sem er að heiðarleiki er ekki okkar sterkasta hlið.

tverhaus (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:31

7 identicon

Það var ótrúlega sorglegt að hlusta á Bjarna (fyrir utan þetta með að halda niðri í sér andanum, það var frekar fyndið). Þetta hljómaði allt eins og gjamm í frekum krakka sem allir eru búnir að fá nóg af, dæsa mæðulega, ranghvolfa augunum og hugsa með sér hvenær ætlar hann að vaxa upp úr þessari frekju og læra að taka ábygrð?

Pétur Maack (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:48

8 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

þessi Bjarni Ben ætti að hafa vit á þvi að halda ser saman.

Árni Björn Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 10:19

9 identicon

Ég hefði líklega endað þessa drepu með að gefa liðinu fingurinn, strunsað út og skellt á eftir mér hurðinni !!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 10:23

10 Smámynd: Jóhannes Freyr Stefánsson

Hvað meinarðu með "aðförinni að ísland[i]"?
Erlendir fjárfestar töpuðu á bilinu 9-14 þúsund miljörðum á gjaldþroti bankanna.
Erlendir innistæðutryggingasjóðir greiddu innistæðueigendum í Kaupþingi sitt tjón að hluta.
Siðlausi hluti íslenskra stjórnmálamanna segir að við eigum ekki að gera upp við erlenda innistæðueigendur í Landsbankanum.
ÞAð eina sem norðurlandaþjóðirnar hafa gert er að segjast ætla lána okkur í gegn um prógram IMF.
Og Bjarni skammar Norðurlandaþjóðirnar!!! 
Hann er greinilega maður sem ekki getur skilið aðalatriði frá smátriðum!
Svoleiðis fólk vil ég ekki hafa í vinnu hjá mér, þið hrunmeistarar megið eiga hann.

Jóhannes Freyr Stefánsson, 28.10.2009 kl. 11:37

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta var gott hjá Bjarna, en því miður virðist þessi samkunda ekki vera upp á marga fiskana, frekar en ríkisstjórn Íslands.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2009 kl. 15:02

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Við erum sum ósammála og allt í góðu með það. Þetta er sá vettvangur þar sem menn eiga að tala hreint út, alveg óþarfi að vera með þéringar. Bjarni talaði hreint út og hann á hrós skilið fyrir það, annað en lyddurnar í ríkisstjórninni sem eru tilbúnir til að éta hvað sem er fyrir ESB-blaðrið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.10.2009 kl. 16:17

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bjarni sýndi af sér óafsakanlega fráfræði í byrjun ræðunnar: Jeg vil snakke gammelnorsk, nemlig islandsk!!!!!

!9. aldar Íslendingum þótti þetta vera fyrir neðan allar hellur þegar Norðmenn tóku upp hjá sér að nefna íslenskuna „gammel norsk“. Mín vegna mætti Bjarni fremur fá sér „gammel dansk“ en sjálfsagt ræður hann því sjálfur hversu mikið hann drekkur af þeim miði. En hann ætti ekki að tala meira um „gammel norsk“ nema hann vilji tala íslenska hagsmuni niður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2009 kl. 16:24

14 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Það er þeirra mál að lána okkur ekki pening,enn vinátta hélt maður að þessir svokölluðu vinaþjóðir hefðu fram að bera.Enn þú veist hver er vinur þinn þegar eitthvað bjátar á.Þessar þjóðir kallast tæpast vinaþjóðir er England og Holland traðka á okkur og þeir horfa  bara á.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 16:57

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

En náði Bjarni árangri?  Hlustuðu nágrannar okkar? Er nóg að rífa bara kjaft og taka sig flott út ef maður vinnur ekki umræðuna og nær trausti viðmælanda?

Er sterkasta tromp Bjarna að leggjast á sveif með Geir og Davíð?  Hefði ekki verið betra að sýna að hér færi nýr maður sem hugsar sjálfstætt og kemur inn með nýja áherslur og nýtt fólk?

Er virkilega okkar besta aðferð að rífa kjaft og strunsa út en ekki hlusta og spyrja spurninga?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.10.2009 kl. 07:34

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst allt í góðu að menn tali hreint út og hafi skoðanir í norrænu samstarfi, bæði á því sem jákvætt er og eins neikvætt. Hví að vefja því inn í sellófan? Um að gera að tala hreint út og svo hlusta menn. En þegar menn hafa skoðanir og liggur eitthvað á hjarta á að tala. Norræni hópurinn er ekki heilagur, allra síst eftir að hann horfði þegjandi á aðförina að Íslandi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband