Er hægt að treysta stjórnarparinu?

Góðs viti ef satt er að stjórnarparið Jóhanna og Steingrímur ætli að endurskoða áform um orkuskattinn. Vonandi er hægt að treysta þeim fyrir því að halda lífinu í stöðugleikasáttmálanum og standa við gefin orð. Það er til marks um sáttahug að aðilar vinnumarkaðarins hafi tekið orð þeirra trúanleg öðru sinni og reynt að byggja upp á rústum samningsins, sem stjórnvöld hafa ekki unnið heilshugar að.

En nú verða verkin að tala - ekki dugar að blaðra endalaust en sýna ekki fram á nein verk eða trausta forystu þegar hana vantar sárlega. Eins og allir muna ætlaði ríkisstjórnin í sáttmálanum að lækka vexti og styðja við bakið á atvinnulífinu. Ekki hefur það gerst að neinu marki. Þrátt fyrir marga mánuði hefur ekkert gerst - stjórnin hefur ekki staðið við sinn hluta dílsins.

En nú reynir á hvort eitthvað var að marka þessi orð og heitstrengingar nú, þegar samningurinn hékk á bláþræði. Fyrr en verkin tala er ekki hægt að taka mark á stjórnarparinu.


mbl.is Áform um orkuskatt endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Atvinnulífið er fólkið í landinu sem vinnur hörðum höndum fyrir lágum launum oft á tíðum. Atvinnulífið í landinu verður að ákveða hvort það vill þræla frá vanþróuðum löndum eða Íslendinga sem sætta sig einungis við laun sem standa undir þjóðfélagskröfum landsins.

Er ekki tímabært að ákveða hvar fátækrahverfin eiga að vera ef svo verður? Er Ísland fyrir Íslendinga eða ódýra þræla frá vanþróuðum löndum? Er atvinnulífið tilbúið að taka við öllum vandamálunum sem þrælahaldi fylgir?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 20:55

2 identicon

Hvernig er það með þig og þína flokksmenn, ekkert annað en neikvæðni, hortugheit og skítkast í garð þeirra sem virðast hafa náð að  losa þjóðarskútuna af skerinu og eru nú að hefja siglingu í rétta átt. Þetta hlýtur að vera erfitt líf fyrir ykkur og góðar fréttir virðast koma einna verst við kaunin á ykkur þannig að ekki er sérlega bjart framundan fyrir ykkur sjallana. 

Þó virðist sem málefnalegt innlegg formans ykkar í Stokkhólmi hafi náð að gleðja ykkar geð eins og þú segir sjálfur "Flott hjá Bjarna Ben að rífa kjaft í Stokkhólmi".

Þorleifur Ananíasson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:34

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Traustið sem þau höfðu í febrúar s.l. - er búið.

Birgir Viðar Halldórsson, 29.10.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband