Davíð best treyst fyrir uppbyggingarstarfinu

Mér kemur ekki að óvörum að þjóðin treysti best Davíð Oddssyni fyrir uppbyggingarstarfinu, skv. skoðanakönnun. Þjóðin vill leiðtoga til að taka ákvarðanir og gera eitthvað í staðinn fyrir fólk sem gerir ekkert nema blaðra endalaust. Davíð var umdeildur, en hann þorði að taka ákvarðanir og gera eitthvað. Hann var líka alveg ófeiminn við að stuða og keyra hlutina áfram. Þannig fólk þurfum við til að byggja upp, þessa týpu af fólki, hvort sem það er Davíð eða einhver annar.

Ég sé að sumir undrast þessa útkomu og efast um hana. Varla þarf að efast um að niðurstaðan er traust, miðað við hversu mjög sumir hafa reynt að magna upp ófriðarbál haturs og illinda gegn Davíð Oddssyni og kennt honum einum um hvernig fór á síðasta ári. Ég tel að sagan meti að stjórnmálamennirnir á vaktinni við hrunið hafi borið miklu meiri ábyrgð. Þeir flutu sofandi að feigðarósi, hvorki þorðu að taka ákvarðanir né leiða þjóðina áfram.

En sagan hefur líka sýnt okkur að þeim farnast best sem þora að leiða, taka ákvarðanir og keyra hlutina áfram í staðinn fyrir að tala endalaust.... það er eftirspurn eftir þannig fólki nú í uppbyggingarstarfið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

SÆLL STEFÁN

EINS OG ALÞJÓÐ VEIT  VAR BARA AÐ REKA DAVÍÐ ÞÁ VÆRI BÚIÐ AÐ REDDA ÞJÓÐINNI UPPÚR SKÍTNUM, EN EKKERT HEFUR SKEÐ ANNAÐ EN SVIK OG SVIK OFAN,ÞAÐ ÞARF MANN EINS OG DAVÍÐ SEM ÞORIR AÐ TAKA Á HLUTUNUM HINGAÐ OG EKKI LENGRA,      ÁFRAM DAVÍÐ ODDSSON

Jón Sveinsson, 29.10.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Davíð er maður í hópi ráðvilltra drengja.

Kolbeinn Pálsson, 29.10.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Það er greinilegt, og það hef ég séð að samfylkingarmenn eru að fara á límingunum yfir þessari könnun. Þeir eru komnir í skotgrafirnar og farnir að hnoða drullukökurnar.....

Bergur Þorri Benjamínsson, 30.10.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband