Veikburða ríkisstjórn í pólitísku stórmáli

Ágætt er að norska pressan fjalli um hversu veikburða ríkisstjórnin hefur verið í Icesave-málinu frá upphafi til enda. Þessi stjórn gerði afleitan samning við Breta og Hollendinga í júní undir verkstjórn Svavars Gestssonar án þess að hafa þingmeirihluta. Sumarið fór svo í að endurvinna samninginn til að geta komið honum gegnum þingið.

Óánægjuarmurinn í VG og þingmenn Sjálfstæðisflokksins leiddu þá vinnu nær algjörlega og léku lykilhlutverk í að breyta samningnum til að hann endurspeglaði þingvilja, samningi sem hafði ekki stuðning meirihluta Alþingis. Samningurinn var þó er á reyndi aðeins á ábyrgð ríkisstjórnarinnar - ekki náðist stuðningur út fyrir S + VG.

Enn hefur verið samið, nú með því að útvatna fyrirvara Alþingis. Enn er óljóst um hvort málið fari í gegn, þó flest bendi reyndar til að snuddu hafi verið stungið upp í Ögmund og Liljurnar. Altént er spuni Ögmundar stórmerkilegur fyrir breyttri afstöðu þegar ljóst er að fyrirvararnir hafa verið veiktir. Björn Bjarnason rekur það í góðri bloggfærslu í dag. 

Mér finnst reyndar merkilegt hvað erlenda pressan hefur verið sofandi fyrir þeirri staðreynd að vinstristjórnin hefur verið að semja við sjálfa sig mánuðum saman hvað varðar Icesave. Hefur ekki haft meirihluta til að gera neitt. Fyrst var samið við Breta og Hollendinga, svo samið við Ögmundararminn og svo unnið á því - fyrirvararnir veiktir og sett snudda upp í Ögmundarliðið. Frekar fyndið en samt absúrd.

En svona er víst pólitíski veruleikinn í sundurleitri vinstriveröldinni hér heima - þar sem pólitíski stöðugleikinn er enginn.


mbl.is „Hneyksli á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband