Geta auðkýfingar keypt sig inn á skipulag?

Gunnar I. Birgisson Það er mjög athyglisvert að heyra fréttir af skipulagsmálum í Kópavogi þessa dagana. Orðrómur er þar uppi um að auðkýfingar geti keypt sig inn á skipulag með áberandi hætti. Það er enginn vafi á því að þessi umræða telst vart góð fyrir meirihlutann, en ég tel þó alveg ljóst að þrátt fyrir umdeild atriði hafi ekki verið staðið óeðlilega að málum, enda liggur engin ákvörðun fyrir um viðkomandi lóð. Held annars að allir séu sammála um að peningar eigi ekki að ráða stjórn á deiliskipulagi.

Athygli vekur að sú sem kvartar mest í þessu máli er Linda Bentsdóttir. Man ekki betur en að hún hafi verið ofarlega á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í síðustu kosningum og t.d. sóst eftir leiðtogasæti flokksins í prófkjöri fyrir ári. Ég skil gremju Lindu í þessu máli. Það er alltaf svo að endalóð er verðmætari og á þessu svæði munar nokkru þar um. Varla er við því að búast að hún gúdderi svona niðurstöðu þó hún gegni trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í bænum.

Vissulega er ekki búið að afgreiða endanlega þessa stöðu mála, en þessi orðrómur er vondur og ég geti ekki ímyndað mér að þetta sé eðlilegur framgangsmáti sé rétt að viðkomandi maður sem ekki fékk lóð geti þá í kjölfarið sagt: "Ég vil fá þessa lóð í staðinn". En ég get ekki ímyndað mér annað en að verði ákveðin skipulagsbreyting og þessari aukalóð bætt við en að hún verði þá sett undir með sama hætti og aðrar lóðir en ekki útdeilt með öðrum hætti. Ég sé því ekkert óeðlilegt hafa gerst þarna.

Ef marka má umræðuna hefur viðkomandi maður sótt tvisvar um lóð en ekki fengið enn. Í ljósi þess verður seint sagt að hann hafi notið einhvers forgangs. En þetta er ekki góð umræða fyrir meirihlutann í Kópavogi og forsvarsmenn sveitarfélagsins hljóta að binda enda fljótt og vel á þessa óvissu um vinnuferli og þessa umræðu með afgerandi hætti að mínu mati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur vel verið að einhverjir reyni svona brögð og halda að þeir fái einhverja umbun fyrir það. En ég veit fyrir víst að úthlutunarkerfið leyfir ekki að einhver sem allt í einu styrkir tvemur dögum fyrir úthlutun fái lóð. Reyndar verð ég að segja að þessi saga er aðeins frumlegri en sú síðasta af honum Gunnari. Síðasta sagan var að hann hefði verið tekinn drukkinn fyrir utan ónefndan siðlausan stað í Kópavogi og sviftur ökuréttindum.   Já oft flýgur fiskisagan.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband