Nancy Pelosi kemst í bandarískar sögubćkur

Nancy Pelosi Nancy Pelosi komst í sögubćkur bandarískra stjórnmála í kvöld er hún varđ fyrst kvenna forseti fulltrúadeildarinnar og verđur valdamesta konan í 220 ára sögu Bandaríkjanna. Pelosi, sem er 66 ára gömul, hefur veriđ leiđtogi demókrata í deildinni frá ţví í janúar 2003 og ţingmađur demókrata ţar af hálfu Kaliforníu frá árinu 1987. Pelosi mun sem forseti verđa önnur í valdaröđinni á eftir Cheney varaforseta. Engin kona hefur áđur náđ ţeirri stöđu.

Fáum hefđi vćntanlega órađ fyrir ţví er Pelosi var kjörin ţingleiđtogi demókrata í fulltrúadeildinni fyrir fjórum árum, fyrst kvenna ţingleiđtogi í sögu Bandaríkjaţings, ađ henni tćkist ađ verđa forseti deildarinnar, sem er áhrifamikil en mun valdaminni en öldungadeildin. Pelosi hafđi ţurft ađ berjast alla tíđ fyrir framgangi sínum fram til sigursins í nóvember, hún vann Steny Hoyer í kosningu um hver ćtti ađ verđa nćstráđandi Dick Gephardt í deildinni áriđ 2001 og svo Harold Ford í leiđtogakjörinu áriđ 2003 og ţví ekki fengiđ neitt án baráttu.

Pelosi hefur alla tíđ veriđ umdeild, vegna skođana sinna og afgerandi tjáningarmáta, bćđi innan Demókrataflokksins og ekki síđur međal andstćđinganna, en hún hefur ekki duliđ andúđ sína á George W. Bush og neo-con ráđherrunum í stjórn hans. Ţađ varđ Pelosi áfall ađ ná ekki ađ tryggja John Murtha kosningu í nóvember sem eftirmanns síns sem ţingleiđtoga, nćstráđanda síns sem forseta. Í stađinn varđ Steny Hoyer, sem hún sigrađi í kosningunni umdeildu áriđ 2001, valinn í hennar stađ. Pelosi hefur alltaf veriđ harđjaxl í stjórnmálum og aldrei veriđ ófeimin viđ ađ tjá skođanir sínar. Hún kemur međ krafti nú inn í fremstu víglínu bandarískra stjórnmála.

Pelosi tekur viđ forsetaembćttinu í fulltrúadeildinni af Dennis Hastert, sem var orđinn einn af ţaulsetnustu forsetum í 220 ára sögu ţingdeildarinnar. Hastert, sem nálgast sjötugt, var forseti fulltrúadeildarinnar í nákvćmlega átta ár, sem ţykir mikiđ ţar, enda hafa ađeins fjórir setiđ lengur og Hastert veriđ lengst allra repúblikana ţar á forsetastóli. Hastert er svolítiđ merkilegur pólitíkus. Í ferđ minni til Washington í október 2004 keypti ég ćvisögu hans, Speaker: Lesson from 40 years in the coaching and politics, í Barnes and Noble í Georgetown, sem er mjög merkileg bók sem ég las af áhuga og á auđvitađ enn. Í ţeirri bók fór Hastert yfir verk sín og ţátttöku í stjórnmálum.

Hann var lengst af kennari, íţróttaţjálfari, fyrirtćkjaeigandi og ţátttakandi í viđskiptalífinu. Hann var kjörinn í fulltrúadeildina áriđ 1987, sama ár og eftirmađur hans, Nancy Pelosi. Hastert var lengi vel mjög lítt áberandi í stjórnmálastörfum sínum. Hann var ţó alltaf áhrifamikill en ţar í skugga Newt Gingrich, sem varđ tákngervingur sigurs repúblikana ţar áriđ 1994. Er Gingrich hrökklađist frá eftir fylgistap repúblikana í kosningunum 1998 varđ Hastert svo eftirmađur hans á forsetastóli. Hastert hefur lengi veriđ kallađur ţögli risinn innan flokksins, vegna stöđu sinnar og lágstemmdrar framkomu.

En ţađ eru nýir tímar í bandarískum stjórnmálum. Pelosi er orđin forseti fulltrúadeildarinnar og tekur viđ miklum pólitískum völdum og lykiláhrifum. Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ verkum hennar á ţeim vettvangi sem hún hefur nú veriđ kjörin til ađ leiđa nćstu tvö árin međ sögulegum hćtti.

mbl.is Kona í fyrsta skipti kjörin forseti Bandaríkjaţings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband