ESB-útreið Samfylkingar - Jóhanna niðurlægð

Ég er ekki undrandi á því að blautur ESB-draumur Samfylkingarinnar sé að renna í sandinn, eins og sést í könnun Stöðvar 2 í kvöld. Fólkið í landinu myndi kolfella ESB - hafnar með því verkstjórninni í ESB-verkferlinu og vill ekki láta teyma sig með þessum hætti Brusselvaldinu á hönd. Skilaboðin eru skýr. Ekkert hefur gerst síðan aðildarviðræður voru samþykktar á þingi í júlí sem gefur til kynna að þau hafi markað þáttaskil til góða fyrir Ísland - þvert á móti.

Vinstristjórnin hefur með verkum sínum og forystu síðustu mánuði sýnt svo ekki verður um villst að henni er ekki treystandi fyrir því að verja hagsmuni Íslands og berjast fyrir þeim í viðræðum við erlend ríki. Hún hefur runnið á rassinn í hverju málinu eftir öðru og hefur orðið sér að athlægi með sleifarlegum vinnubrögðum og almennu forystuleysi.

Jóhanna Sigurðardóttir, ósýnilegi forsætisráðherrann á vaktinni, hefur verið niðurlögð svo fá dæmi eru um af starfsbræðrum hennar í Bretlandi og Hollandi. Brown og Balkanende láta ekki einu sinni svo lítið að svara bréfum hennar, virða hana ekki viðlits frekar en hún væri ekki til. Þvílík lítilsvirðing, en þarf þetta nokkuð að koma á óvart?

Hélt Jóhanna að með bréfaskriftum yrði komið á viðræðum við þessa menn og stjórnir þessara ríkja sem hafa níðst á Íslandi æ ofan í æ undanfarna mánuði - og komist upp með það! Jóhanna hefur ekki einu sinni þorað að fara út - með túlk auðvitað - og taka slaginn við mennina, ræða allavega við þá augliti til auglitis. Alveg lágmark!

Jóhanna hefur verið algjört flopp sem forsætisráðherra. Erlendu starfsbræður hennar bera enga virðingu fyrir henni, enda komist upp með að valta yfir hana aftur og aftur - og ekki átt erfitt með það. Enginn hefur varið hagsmuni Íslands með kjafti og kló. Þessari ríkisstjórn er ekki treystandi fyrir því verkefni altént.

mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband