Vanhugsuð vitleysa

Mál Lindu Bjarkar Magnúsdóttur gefur til kynna hversu föstum tökum bandarísk yfirvöld taka, eðlilega, þegar ólöglega er farið inn í Bandaríkin. Enda ekki þekktir fyrir að taka fólk vettlingatökum. Kaninn hefur ekki þolinmæði fyrir svona brögðum og vinnulagi. Undarlegt að viðkomandi kona hafi ekki reynt að fara á túristapassa í þrjá mánuði frekar en leggja í þessa vitleysu.

Með því að strjúka gerir hún svo væntanlega út af við alla möguleika á að fá landvistarleyfi. Væntanlega hefur hún viljað reyna allt að koma til landsins, en ekki alveg reiknað dæmið til enda hvað þá hugleitt það rökrétt. Stundum er betra að pæla aðeins í málunum áður en farið er af stað.

mbl.is Linda Björk komin aftur í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún reyndi það fyrir nokkrum mánuðum en var send öfug heim þar sem allt gaf til kynn að hún væri að fara vinna í usa.... svo þá er bara að reyna eitthvað nýtt..... heimska og ekkert annað!

K (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 13:05

2 identicon

Þú veist ekkert um hvort hún hafi þegar verið búin að eyðileggja alla möguleika að ganga inn í landið!eða hvað?

Unnþór Torfason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:03

3 identicon

Því miður er ekki bjart útlit hjá henni fyrir að brjóta innflytendalögin og enn verra að strjúka úr varðhaldi því það er refsivert hjá þeim og gæti hún fengið allt að 20 ára fangelsi fyrir slíkt athæfi enda málið á könnu Alríkislögreglunnar.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband