Hvað varð um opnu og gegnsæju stjórnsýsluna?

Vinstrimenn hafa um árabil talað fjálglega um mikilvægi opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu. Eftir tæpt ár sést árangur vinstristjórnar í ráðningum í stjórnkerfinu án auglýsingar, þar sem búið er að raða 42 starfsmönnum á garðann, flokksgæðingum í flestum tilfellum. Vinstrimenn hafa fallið á prófinu, hafa ekki iðkað það sem þeir hafa talað um árum saman. Þeir hafa verið gripnir í bólinu, eru ekkert betri en þeir sem gagnrýndir voru áður.

Þarf þetta að koma einhverjum á óvart? En hvernig stendur á því að forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir sem margoft hefur flutt predikanir um opin og gegnsæ vinnubrögð, auk fleiri ráðherra vinstrimanna snýst í hring þegar komið er í valdastóla og byrjar að gera eitthvað allt annað en áður var sagt?

Er það kannski svo að valdið spillir og þetta fólk er ekki merkilegra en svo að það gleymir öllu sem áður var sagt?

mbl.is Gagnrýna ráðningar án auglýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki svipað og þegar allt átti að lagast þegar búið væri að semja um Icesave samningana.  En það ætti að vera einsýnt að ekkert er að marka það fólk sem í ríkistjórn er í dag.  kv V

Viðar (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 11:41

2 identicon

Er þetta ekki bara eins og þegar við Sjálfstæðismenn réðum ríkjum, vinir og ættingjar settir á jötuna til þess að mjólka hina andlitslausu aula, íslenska skattgreiðendur.

Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góður punktur Viðar.

Heimir: Sjálfstæðismenn hvað. Ætla vinstrimenn að verja sitt klúður með því að benda á aðra. Þetta lið hefur verið við völd í hálfan ellefta mánuð og ekki staðið sig betur en þetta.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.11.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband