Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri ákveður prófkjör

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri ákvað í kvöld að efna til prófkjörs til að velja á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí á næsta ári. Kjörnefnd flokksins lagði fram tillögu um uppstillingu á fundinum en hún hlaut ekki hljómgrunn. Sigurður J. Sigurðsson, fyrrum leiðtogi flokksins í bæjarmálunum, lagði fram tillögu um prófkjör sem mótvægi við hana og hlaut hún góðan stuðning á fundinum.

Ég fagna því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri ákveði prófkjör. Annað hefði verið ótækt með öllu - afleit skilaboð eftir gjörningaveður síðustu mánaða í landsmálum. Fólk kallar eftir uppstokkun og breytingum. Þeir sem fyrir eru á fleti verða að sækja sér endurnýjað umboð vilji þeir halda áfram. Reyndar var þessi tillaga kjörnefndar stórundarleg því leiðtogi kjörinn í prófkjöri 2006, Kristján Þór Júlíusson, ætlar að hætta og annar bæjarfulltrúi til, Hjalti Jón Sveinsson, lýst því einnig yfir.

Í einu orði sagt var ég undrandi á skilaboðum frá kjörnefnd og fannst tillagan í engu samræmi við tíðarandann og stöðuna. Enda var ekki hljómgrunnur fyrir henni - engin rök sem héldu henni á floti. Enda er nauðsynlegt að stokka upp hópinn, virkja nýtt fólk til starfa og taka til hendinni. Þeir sem vilja taka þátt fara þá bara í framboð og flokksmenn taka svo ákvörðunina um hvað gerist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband