DV lofar góðu

DV Ég fór áðan í Nettó til að versla í helgarmatinn. Í biðröðinni áleiðis að kassanum sá ég nýtt DV, undir ritstjórn Sigurjóns M. Egilssonar. Leit ég á blaðið og fór aðeins yfir. Leist mjög vel á útkomuna lauslega séð. Þarna voru ágætis fréttaskýringar og umfjallanir og viðtalið við ríkisröddina yndislegu, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur, lofar mjög góðu.

Ég hef heyrt að Sigurjón ætli sér að víkja af braut þeirrar "blaðamennsku" sem fékk náðarhöggið í uppreisn almennings gegn blaðinu fyrir nákvæmlega ári, sem var söguleg vika í huga allra þeirra sem með einum eða öðrum snerta dagblöð hérlendis, hvort sem það eru blaðamenn eða þeir sem lesa blöðin yfir heitum kaffibolla eða skál af mjólkurblautum kornflögum.

Er það gott að þetta blað verði endurreist sem DV fyrri tíma, eins og það var t.d. á tíunda áratugnum; heiðarleg en ábyrg pressa sem þorir að fara lengra, en ekki of langt. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi endurreisn þeirrar týpu af DV muni ganga næstu vikur og mánuði. En mér finnst þessi týpa lofa góðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Nýtt DV lofar góðu. Spurningin er sú, hvort þeir muni stunda "hina nýju blaðamennsku" eins og það heitir á tímaritinu Ísafold, þegar þeir sendu smástelpur í dulargervi til að fylgjast með pissukörlunum á Grund?

Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband