Að deyja einn og yfirgefinn

Kross Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera einn og yfirgefinn á dauðastundinni. Maður einhvern veginn fyllist dapurleika og máttleysi við að lesa fréttir af því að fólk finnist eftir að hafa verið látið í vikur jafnvel. Þetta er oftast nær fólk sem á enga að og lifir eitt sínu lifi, og deyr eitt skiljanlega. Mér finnst það einhvernveginn vera mikilvægt að fólk eigi einhverja að og geti lifað glatt við sitt og hafi notalegan félagsskap í gegnum lífið.

Það er skelfilegt að skynja það að til er fólk í samfélaginu okkar sem er eitt og yfirgefið og deyr án þess að eiga engan að. Sérstaklega finnst mér það dapurlegt að fólk sé látið í íbúð sinni nær alla jólahátíðina og enginn verði var við neitt. Er kærleikurinn og ástúðin í þessu samfélagi að gufa upp? Það er stórt spurt, en oft verður fátt um svör. Mér finnst þetta staðfesta breytingar á samfélaginu. Við erum orðin of upptekin af okkur sjálfum til að gefa okkur.

Ég upplifði það fyrir nokkru að maður sem var vinur fjölskyldunnar dó einn og yfirgefinn og hafði verið látinn í nokkra daga áður en hann fannst. Það er dapurlegra en orð fá lýst. En þegar að fólk býr eitt getur svona nokkuð virkilega gerst, það er það sorglega við það. En þegar að fólk hefur verið látið jafnvel í mánuð án þess að nokkur taki eftir því er ljóst að eitthvað er að. Það er svo sorglegt að maður á engin orð yfir það í raun.

Við verðum að hugsa um hvert samfélagið stefnir, enda er svona nokkuð varla eðlilegt í raun.

mbl.is Öldruð kona fannst látin í íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Vel mælt!
Það er ótrúlega mikið af einmana fólki í okkar þjóðfélagi, því miður.  Jafnvel fólk sem býr á stofnunum.  Við þurfum að leysa þetta vandamál alveg eins og önnur félagsleg vandamál svo sem fátækt, einelti, vímuefnavanda o.fl. Við höfum ekki staðið okkur nægjanlega vel í þessum efnum!

Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú ert greinilega fullur haturs og skítkasts í minn garð, eins og sést hefur á öllum þínum kommentum hér á þessum vef til þessa, svo að það kemur mér ekki að óvörum að þú notir þetta tækifæri til að vega að mér og minni persónu með þeim hætti sem sést í þessu kommenti. Mér finnst kjaftæðið í þér varla svaravert, það dæmir sig alveg sjálft.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.1.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Stjórnmálastefnur hafa ekkert með það að gera hvort við eigum ættingja eða ekki sem hugsa um okkur þegar að við verðum gömul. Við erum hér að tala um að fólk sem er orðið gamalt á ekki ættingja og enginn getur hugsað um það, sé það enn heima.

Hinsvegar er það svo að mér finnst samfélagið orðið hraðara, við erum orðin föst í okkar eigin metnaði og hugsum orðið of lítið um það sem ætti að vera metið mest. Ég get ekki sagt að það eigi við um mig, sem hugsa vel um forfeður mína og þá sem ég met mest.

Þetta veltur allt á persónunni og hvaða grunngildi hún metur mest. Þetta fer eftir hugarfari, engu öðru. Menn eða stjórnvöld geta ekki stjórnað hugarfari fólks hvernig það hugsar um ættingja sína. Nú ef við eigum enga að verðum við ein og stöndum ein, það er víst bara þannig.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.1.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband