Samfylkingin fer í hringi varðandi kostnað

Mér finnst spuni Samfylkingarinnar gegn Daniel Gros meira en lítið skondinn í ljósi þess að Samfylkingin ber ábyrgð á því fluttur var inn seðlabankastjóri frá Noregi fyrr á þessu ári. Ég veit ekki betur en greiddur hafi verið margvíslegur kostnaður vegna þess, uppihald hans og húsnæði hérlendis auk ýmissa hlunninda.

Vilji menn láta taka sig alvarlega og fara af stað með svona spuna er lágmark að þeir muni eftir norska seðlabankastjóranum og kostnaði vegna hans. Enda er augljóst að þetta er spuni gegn málflutningi Gros gegn Icesave en hann átti gott innlegg þar í vikunni.

mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband