Svafa Grönfeldt hættir og flytur til Bandaríkjanna

Fregnir herma að Svafa Grönfeldt, sem hefur ákveðið að hætta sem rektor Háskólans í Reykjavík, hafi í hyggju að flytja til Bandaríkjanna til að sinna viðskiptalegum verkefnum. Eftirmaður Svöfu, sem hefur verið rektor HR í þrjú ár, er ráðinn fljótt og vel, væntanlega talinn sjálfkjörinn til verkefnisins. Engin óvissa skapast því um forystu skólans, sem er gott á þessum tímum.

Í umróti efnahagshrunsins hefur Svafa orðið umdeild og tekist á um verk hennar. Hverju sem því líður verður varla deilt um að Svafa hefur verið mikill leiðtogi í sínum verkum og verið mikill dugnaðarforkur. Óska henni góðs í nýjum verkefnum.

mbl.is Rektorsskipti í HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband