Stjörnufall í englaborginni

Alltaf er sviplegt þegar ungstirni í blóma lífsins kveðja snögglega - stjörnufallið í englaborginni að þessu sinni vekur því heimsathygli. Oftast nær er slíkar andlátsfregnir tengdar óreglu eða sukklífi af einhverju tagi. Allir muna eftir fréttaflutningi af andláti Heath Ledger og Önnu Nicole - ekki var talað um annað vikum saman vestan hafs.

Fráfall leikkonunnar Brittany Murphy mun eflaust vekja slíka umræðu - enda var þess ekki langt að bíða eftir andlátsfregnina að farið væri að gaspra á blogginu og í spjallþáttum að pilluneysla hafi leitt til dauða hennar eða anorexía. Eflaust koma fleiri sögur.

Öðru hverju erum við minnt á hverfulleika frægðarinnar þegar að ungar stjörnur missa fótanna, sumar ná að byggja sig upp aftur en aðrar falla í valinn. Brittany Murphy var ein af ungstjörnum síðustu ára sem var mikið í sviðsljósinu og var umdeild.

Strax farið að gera um hana aðdáendaklippur til minningar á YouTube, myndneti nútímans og framtíðarinnar eflaust. Þarna eru líka klippur þar sem aðdáendur tala um hana, alltaf spes þessar klippur. En kannski er frægðin hverful og kómísk.

mbl.is Brittany Murphy látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband