Ölvun Ögmundar Jónassonar í þingsal

Mér finnst fréttaumfjöllun Kastljóss um ölvun Ögmundar Jónassonar í þingsal ná nýjum lægðum. Hún er harkaleg og óvægin, og sett fram í miklum árásarstíl á þingmanninn. Ekki ætla ég að verja að þingmenn mæti til vinnu eftir að hafa fengið sér í glas, en finnst merkilegt að bera saman þessa umfjöllun og þá sem var í máli Sigmundar Ernis Rúnarssonar fyrir nokkrum mánuðum.

Þá var þagað dögum saman þó þingmaðurinn hafi farið slompaður í pontu og flutt ræðu og andsvör augljóslega í annarlegu ástandi. Við öllum blasti hvað hið sanna var. Sigmundur Ernir vildi reyndar ekki viðurkenna að hafa fengið sér í glas og reyndi að afvegaleiða fjölmiðla þegar þeir fjölluðu um málin eftir myndklippu af YouTube.

Ögmundur lagði spilin á borðið strax við fréttamann og þær upplýsingar eru notaðar gegn honum. Þessi umfjöllun um Ögmund var harkaleg og vekur spurningar um vinnuferli í málum þessara tveggja þingmanna og upphafspunkt umfjöllunar. Þar verður hver og einn að meta fyrir sig hvort jafnt hafi verið á haldið.

Hitt er svo annað mál að mér finnst að setja verði reglur fyrir þingmenn til að vinna eftir - þær eiga meðal annars að taka á því að þingmenn mæti til vinnu eftir að hafa fengið sér í glas eða taka þátt í umræðum slompaðir. Slíkt er aldrei eðlilegt og full þörf á að ræða þá hlið í heild sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband