Dr. Hannibal Lecter snýr aftur

Dr. Hannibal Lecter Það leikur ekki nokkur vafi á því að ein eftirminnilegasta sögupersóna kvikmynda og bókmennta á síðari hluta 20. aldarinnar er mannætan og geðlæknirinn Dr. Hannibal Lecter, sögupersóna Thomasar Harris. Hann varð ódauðlegur í túlkun Anthony Hopkins í kvikmyndinni The Silence of the Lambs árið 1991 og hlaut Hopkins óskarinn fyrir þann meistaralega leik.

Hannibal er einhver óhugnanlegasta en um leið áhugaverðasta persóna spennubókmenntanna, þrátt fyrir sturlunina er hann enda fágaður fagurkeri. Nú er væntanleg ný kvikmynd byggð á skáldsögu eftir Harris vestanhafs, Hannibal Rising, sem á að gerast frá því að Hannibal er sex ára og enda er hann er um tvítugt. Í raun lýsir bókin þeim sálrænu breytingum sem urðu á honum sem mörkuðu ævi hans og örlög.

Ég á fyrri myndirnar um Hannibal; The Silence of the Lambs, Hannibal og Red Dragon. Allar þrjár hafa verið kvikmyndaðar. Fá orð þarf að hafa um fyrstnefndu myndina. Hún sló eftirminnilega í gegn árið 1991 og hlaut óskarinn sem besta mynd ársins, fyrir leik Hopkins og Jodie Foster í hlutverki alríkiskonunnar Clarice Starling, leikstjórn og handrit. Hún er aðeins þriðja myndin í sögu Óskarsverðlaunanna sem hlaut öll fimm aðalverðlaunin. Stórfengleg kvikmynd sem fangar áhorfandann algjörlega. Samleikur Hopkins og Foster var dýnamískur og myndin er fyrir margt löngu orðin klassík í kvikmyndasögunni.

Sálrænn þriller af bestu gerð og hann yfirtekur huga og hjarta áhorfandans alveg gjörsamlega. Stærsta afrek Hopkins sem leikara á löngum leikferli er að hafa tekist að færa okkur svo yngri Hannibal í myndinni Red Dragon árið 2002 (á að gerast mun fyrr) en þann sem hann túlkaði í Lömbunum með svo eftirminnilegum hætti. Auk þessara tveggja mynda er kvikmyndin Hannibal, sem var gerð ári á undan Red Dragon. Þar er sagan sögð eftir Lömbin. Sterk mynd að mörgu leyti en stendur hinum að mörgu leyti að baki. Hún er samt gríðarlega fáguð og færir okkur aðra sýn á karakterinn.

Hannibal er margflókinn karakter í lýsingu Thomas Harris, allt að því skelfilega brenglaður einstaklingur sem hefur á sér blæ fágaðs veraldarmanns. Fyndin blanda. Hopkins gerði honum alveg frábær skil í þessum myndum. Þetta er hlutverk leikferils Hopkins. Það voru merkileg örlög þessa gamalgróna Shakespeare-leikara að enda í hlutverki víðsjárverðrar mannætu. Ótrúlega sterkur karakter-leikari. Hlakkar til að sjá myndina og sjá meira af ævi Hannibals. Einn veigamesti þátturinn sem hefur vantað í þessa margflóknu sögu er kaflinn um uppvaxtarár Hannibals. Allir sem lesið hafa bækurnar hafa séð hversu miklu meira brútal Hannibal er í bókunum en í myndunum.

Ég eins og svo margir aðrir sá fyrst karakterinn í kvikmyndinni árið 1991 en las svo bókina. Það er gengið mun lengra þar og þær eru óvægnar lýsingar á sálarástandi Hannibals og hversu vægðarlaus hann var. Þessi mynd mun sýna okkur betur úr hverju hann er gerður sálarlega, hverjar voru aðstæður hans í æsku og hvernig hann varð þessi sálarháski sem hann að lokum varð. Þetta er enda svona svipað og að reka það hvernig að Svarthöfði varð að skepnu.

En þetta minnir mig á það að ég verð að fara að horfa aftur á The Silence of the Lambs. Mér finnst sú mynd alltaf stingandi skemmtileg.

mbl.is Ný mynd um Hannibal Lecter væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband