Afgerandi skilaboð til forseta Íslands

Því verður ekki neitað að íslenska þjóðin sendir Ólafi Ragnari Grímssyni skýr og afdráttarlaus skilaboð með því að hvetja til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Helmingi fleiri hafa nú undirritað áskorun til forsetans en í fjölmiðlamálinu fyrir tæpum sex árum. Þá var talað um gjá milli þings og þjóðar. Íslenska þjóðin hefur tekið málið í sínar hendur og tjáð sig hreint út. Þessi undirskriftasöfnun er merki þess að þjóðin vill beinna lýðræði, tjá sig milliliðalaust um lykilmál.

Ólafur Ragnar hefur valdið í sinni hendi. Hann talaði fjálglega um beint lýðræði í gær. Sé hann sjálfum sér samkvæmur og hugsar til eigin rökstuðnings í fjölmiðlamálinu verður valið honum varla erfitt. Nú reynir á hvort forsetinn styður milliliðalaust lýðræði í verki en ekki bara í orði eða í málum sem henta vinstrimönnum. Hann hefur sjálfur sett viðmiðin.

Ég vona að stundin á Bessastöðum nú á eftir, þar sem forsetinn fær afhendar 60.000 undirskriftir, verði bæði hátíðleg og hæfi tilefninu þegar söguleg þáttaskil hafa orðið - þjóðin hefur jú talað. Hún vill fá að taka þessa ákvörðun sjálf.

mbl.is Undirskriftir orðnar 60 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband