Vælutónn í stjórnarliðum vegna forsetans

Ansi skondið hefur verið að fylgjast með viðbrögðum stjórnarþingmanna og fræðimanna af vinstrivængnum eftir ákvörðun Ólafs Ragnars. Nú tala þeir sem vörðu að sami forseti virkjaði 26. greinina gegn beitingu hennar og telja hana freklegt inngrip í þingræðið og pólitíska forystu landsins. Það er af sem áður var.

Ég man vel hvernig sömu menn fögnuðu og tóku gleðiköst fyrir sex árum. Nú eru viðbrögðin önnur, enda erfitt fyrir sömu aðila að sætta sig við að forsetinn, sem þau töldu sig eiga algjörlega hvert bein í, vinni gegn þeim og grafi undan vinstristjórninni. Viðbrögðin eru fálmkennd og sumir farnir af límingunum. Frekar fyndið.

En þetta er stjórnarskrárbundinn réttur forsetans. Þeir sem fögnuðu að hann væri virkjaður eru ekki trúverðugir við að tala gegn honum núna. Sérstaklega er snúningur Samfylkingarinnar einkar athyglisverður og nægir að líta til Össurar sem lét stór orð falla um lýðræðisvæðingu þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum.

En þetta er veruleikinn. Stjórnin á að hætta þessu væli, búa sig undir þjóðaratkvæðagreiðslu, verja þennan samning ef hann er þeim svona kær. Þjóðin hefur valdið. Þeir sem væla yfir því að 26. greinin sé virkjuð og studdu sama forsetann í því verki árið 2004 eiga að standa í lappirnar og vera menn til að standa sig.

Og hætta þessu fjárans væli!

mbl.is Steingrímur til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband