Bjarni Ármannsson að hætta hjá Glitni

Bjarni ÁrmannssonÞað er nú ljóst að kjaftasögur um starfslok Bjarna Ármannssonar, forstjóra Glitnis, eru réttar og starfslokin verða kynnt í dag í kjölfar hluthafafundar. Það eru auðvitað stórtíðindi í íslensku viðskiptalífi að forstjóraskipti verði hjá Glitni. Þau koma þó svo sannarlega ekki að óvörum.

Gríðarlegar breytingar hafa orðið þar innanborðs á skömmum tíma. Lykileigendur hafa yfirgefið eigendahópinn og gríðarlega miklar breytingar verða á stjórn Glitnis í dag. Þá hættir Einar Sveinsson, fyrrum forstjóri Sjóvá, sem stjórnarformaður og Þorsteinn Jónsson í Kók tekur við.

Bjarni hefur verið spútnikk-maður í íslensku viðskiptalífi í áratug. Það vakti mikla athygli er hann varð forstjóri Kaupþings mjög ungur og hann varð forstjóri Fjárfestingabanka atvinnulífsins árið 1997.

Þegar að FBA og Íslandsbanki runnu saman með eftirminnilegum hætti árið 1999 varð Bjarni forstjóri Íslandsbanka með Vali Valssyni. Þeir voru saman forstjórar þar í nokkur ár en enginn var svo ráðinn forstjóri í stað Vals er hann lét af störfum.

Íslandsbanki varð svo Glitnir eins og flestir muna í mars 2006. Blái liturinn sem var svo afgerandi tákn Íslandsbanka hvarf af merkjum fyrirtækisins og af höfuðstöðvunum í gamla SÍS-musterinu við Kirkjusand og rauði liturinn varð allsráðandi.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Bjarni Ármannsson tekur sér fyrir hendur við starfslok hjá Glitni. Visir.is hefur reyndar nú í þessum skrifuðum orðum þegar flashað því að nýr forstjóri verði Lárus Welding, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum í Lundúnum í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband