Verður Jón H.B. Snorrason ríkissaksóknari?

Jón H.B. Snorrason Á næstu dögum verður nýr ríkissaksóknari skipaður í stað Boga Nilssonar. Orðrómur er nú um að Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og fyrrum saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, verði skipaður sem ríkissaksóknari. Hann hefur verið umdeildur hluti hins fræga Baugsmáls sem er eitt mest umtalaða sakamál seinni ára hérlendis.

Það er athyglisvert að lesa kjaftasögur á netinu um skipun í þessa stöðu. Einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka og ýmsar sögur ganga um það og eru áberandi í bloggsamfélaginu.

Það heyrist að fresta eigi að skipa í embættið fram í næstu viku. Það verður fróðlegt að sjá hver verða lok þessa máls og hver hljóti embættið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Eftir "frægðarför" Jóns HB í Baugsmálinu tel ég stöðunni betur borgið mannlausri. Þegar ferill Jóns HB í embætti saksóknara er skoðaður, þ.e. með tilliti til fjölda sakfellinga vs fjölda mála sem vísa hefur þurft frá vegna slælegra vinnubragða, er ég sannfærðari en nokkru sinni um að stóllinn á skrifstofunni myndi ekki standa sig mikið ver - og hann þiggur enginn laun.

Jón Agnar Ólason, 8.5.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Trúi því ekki....það væri botninn

Jón Ingi Cæsarsson, 8.5.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll allir og öll. Já Jón H.B. Snorrason verður settur í embætti ríkissaksóknara og Björn Bjarnason núverandi Dómsmálaráðherra þorir ekki að skipa hann vegna mótmæla frá almenningi... Fyrr en eftir kosningar.... Munið.... Allt er ákveðið fyrirframm....

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.5.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Stefán 

Er Björn Bjarnason að reyna að keyra niður fylgið svona á lokasprettinum? Þetta þættu allavega skrýtnar embættisfærslur með ráðningar vararíkislögreglustjóra og ríkissaksóknara ef Framsóknarmenn stæðu fyrir þessu. 

Kv.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 8.5.2007 kl. 17:30

5 identicon

„Það er athyglisvert að lesa kjaftasögur á netinu um skipun í þessa stöðu.“

Stefán! Hvað áttu við með þessu? Ég er nú búin að fara víða á blogginu í dag og þær kjaftasögur hafa þá algjörlega farið framhjá mér. Aftur á móti hef ég séð ýmislegt ritað og rætt um að þessi frestun á ráðningu sé ekki eðlileg miðað við það sem búið var að segja umsækjendum og hún hafi ekki verið útskýrð með fullnægjandi hætti. Ég held að það sé erfitt að fara að setja stimpilinn kjaftasaga á slíka umræðu. Nema það sé markmiðið að reyna með öllu að drepa niður allt sem kallast gagnrýnin hugsun.

Ég segi það sama hér og ég kommentaði annars staðar: Ef dómsmálaráðherra ætlar að ráða Jón H.B. no matter what þá ber honum að standa og falla með þeirri ákvörðun fyrir kosningar, kjósendur eiga rétt á því.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 17:41

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Áður en Jón HB Snorrason fær embættið,þarf að grandkoða verkleg hans í Baugsmálinu.Ýmsar alvarlegar brotalamir komu fram í rannsókn málins og meðferð þess á dómstigum sýndu fjölmargar frávísanir.Allavega verður valinkunnur Sjálfstæðismaður valinn í starfið eins og í öll önnur æðstu störf innan innan löggæslunnar.

Kristján Pétursson, 8.5.2007 kl. 17:52

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Jón Snorrason er mætur maður og mun örugglega standa sig vel í starfi hvar sem er.  Baugsmálið var rekið í fjölmiðlum og kom þar aðeins fram ein hlið málsins, menn hafa verið sakfelldir fyrir kredit reikninginn fræga sem enginn getur efast um að hafi verið saknæmur.  Það er flókið mál og gott til þess að vita að ekki er farið í manngreiningarálit þegar kemur að rannsókn stórmála.  Oft vill bregða við að þeir "stóru" sleppi alltaf fyrir horn en "litli maðurinn" leikinn óbíðum höndum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.5.2007 kl. 22:27

8 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Mér sýnist á viðbrögðum sumra hér að það sé alveg sama hvað dómsmálaráðherra hafið ákveðið að gera, það er alltaf rangt og hluti af samsæri og spillingu.  Ráðherra hefur ákveðið að frest skipuninni og það er um leið talið tortryggilegt og sumir búnir að ákveða að það merki bara eitt, hann mun skipa einhvern "vildarvin".  Hins vegar ef hann hefði skipað í embættið og það ekki verið "réttur" aðili, þá hefði ráðherra verið rakkaður niður fyirr spillingu og misnotkun á valdi.  Semsagt vonlaust að gera nokkuð rétt í stöðunni. 

Rúnar Þórarinsson, 8.5.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband