Suðvesturkjördæmi

Kosningar 2007 Það eru fjórir dagar til alþingiskosninga. Í kosningaumfjöllun dagsins á sus.is er haldið áfram að fjalla um kjördæmin. Í dag er fjallað um Suðvesturkjördæmi. Farið er yfir stöðu mála í kjördæminu; úrslit síðustu kosninga, sviptingar í stjórnmálum á kjörtímabilinu og í aðdraganda þessara þingkosninga. Ennfremur er fjallað um frambjóðendur, um mörk kjördæmisins og komið með fróðleiksmola.

Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmi landsins. Það nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Bessastaðahrepp, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Suðvesturkjördæmi er að upplagi myndað í kjördæmabreytingunni árið 2000 úr Reykjaneskjördæmi. Eina breytingin var þó sú að Reykjanesskaginn sjálfur sem tilheyrði Reykjaneskjördæmi færðist yfir í Suðurkjördæmi.

Á kjörtímabilinu hafa þingmenn kjördæmisins verið 11 talsins; níu kjördæmasæti og tvö jöfnunarsæti. Á því verður sú breyting að eitt kjördæmasæti færist frá Norðvesturkjördæmi í Suðvesturkjördæmi frá og með 12. maí. Á næsta kjörtímabili verða því 10 kjördæmasæti og 2 jöfnunarsæti í Kraganum.

Umfjöllun um Suðvesturkjördæmi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband