Skrifað gegn kvenréttindum á Moggablogginu

Ég verð að viðurkenna að ég kipptist við að líta á vef eftir miðnættið þar sem síðuritari hreykir sér mjög af því að vera á móti kvenréttindum og talar mjög niður til kvenna. Hann virðist telja það til vinsælda fallið. Þetta er víst sami maður og Elías Halldór á að hafa talað um í barnaklámsmálinu margfræga sem varð eitt helsta mál liðinnar viku. Ég veit svosem ekki hvað skal halda um það mál, en hitt veit ég að fyrrnefnd skrif viðkomandi manns eru ógeðsleg og með hreinum ólíkindum að nokkur einstaklingur skrifi með þeim hætti til kvenna. Svo eru konur bloggvinir hans, meira að segja stoltar konur. Þetta er allt mjög með ólíkindum.

Það er viðbúið að á opið bloggkerfi safnist saman fólk úr öllum áttum, sem vill tjá sig einhverra hluta vegna. Sumir eru málefnalegir og heiðarlegir í sínum skrifum. Þá er gaman að lesa. Það er hinsvegar ekki gaman að líta á vefi með skrifum af því tagi sem viðkomandi einstaklingur virðist hreykja sér mjög af að stunda. Ég hélt á þeim tímum sem við lifum á væri samstaða um það í samfélaginu að staða kvenna ætti að vera jöfn okkar karlanna. Það teljast mannréttindi að kynin standi jöfn. Það verður að standa vörð um það. Það er auðvitað ömurlegt að lesa skrif þar sem konur eru talaðar niður í duftið hér á þessu bloggkerfi.

Þegar að ég byrjaði á spjallvefunum var oft gaman að skrifa og ég naut þess tíma mjög. Það kom þó að því að lið sem var beinlínis að skemma vitræna umræðu lagði spjallvefina að mestu í rúst. Þetta var fólk sem gat með engu móti verið málefnalegt. Þetta fólk lagði Innherjavefinn á vísir.is í rúst og lagði síðar málefnin.com í rúst. Þar er nú steindatt samfélag að mestu sýnist mér. Ég leit í vikunni í fyrsta skipti á málefnin síðan í febrúar. Ég fékk mig fullsaddan af þeim vef þá er vefstjórinn þar bar út um mig ósanna kjaftasögu og braut eigin málverjaboðorð. Það var ekkert spennandi að líta þar aftur og ég er dauðfeginn að hafa hætt þar á þeim tíma.

Þar virðist hnefalögmálið og pólitískt fyrirframséð hatur ríkja á milli fólks. Óþolandi ómálefnalegt andrúmsloft semsagt. Það er eins og það er. Ég fer ekkert leynt með að ég sakna örlítið gömlu spjalldaganna þegar að málefnalegt spjall skipti máli milli fólks. Ég sakna þó alls ekki þess andrúmslofts sem var þar þó undir lokin í minni tíð. Það er leiðinlegt ef sömu leiðindi og ómerkilegheit berast hingað á Moggabloggið finnst mér. En það er þó valkostur okkar að sniðganga þau blogg sem okkur mislíkar og halda okkur við hin, enda eru margir frábærir pennar hér.

Ég þekki ekkert viðkomandi mann sem skrifar þessi ömurlegu orð á sinn vef. Þau verða þó til þess að ég tel ekki rétt að líta þar framar, þó umdeildur maður sé eftir uppljóstranir Elíasar Halldórs. Orðbragð hans í þeim væntingum að reyna að halda vinsældum sínum með því að ráðast að konum og sjálfsögðum mannréttindum þeirra hjálpa ekki málstað hans sem var þó orðinn frekar veikburða fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Maðurinn er náttúrulega algert svín, en skrýtnast þykir mér þó að mogginn hampi bloggi hans það mikið að það setji hann í gluggann vinsæl blogg og ýti þannig undir hann og hans svokölluðu "vinsældir!"

Eva Þorsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 04:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju segið þið ekki bara hver þetta er? Ef þetta er alveg á hreinu með þennan mann þá á hann ekkert erindi innan um heiðvirt fólk

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2007 kl. 04:39

3 Smámynd: halkatla

ég held að við höfum verið í svipuðum erindagjörðum í nótt en rosalega var ég hrædd er ég var að skoða bloggsíður Emils og félaga, og leið illa á sálinni.

annars langar mig að segja þér eitt, útfrá bloggpælingunum í seinasta pistli. Sko, ég þoli ekki hvað þú ert málefnanlegur Stefán, ég er bara öfundsjúk og finnst gæðum illilega misskipt! Ég held að við höfum oft rifist á visi.is, eða einhversstaðar, kannski strik.is. Ég skyldi þig bara ekki þá. Og hafði engan áhuga á að vera málefnanleg, hehe, svona er þetta bara. Maður fær ekki alla hæfileikana. Þú ert virkilega indæll maður og sannur.

halkatla, 24.6.2007 kl. 06:13

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

já Stefán, ég fór inná síðuna hjá Emil af slysni þar sem ég skoða oft vinsælustu bloggin og mér varð bókstaflega óglatt og er sammála Evu af hverju er mogginn að hampa þessu.

Huld S. Ringsted, 24.6.2007 kl. 10:33

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Mogginn er ekki að hampa neinum, þetta uppfærist sjálfkrafa eftir vinsældum. Ef enginn skoðar þetta þá dettur það út. Og þú ferð ekki inn á bloggsíður af slýsni, þú þarft að ýta á takkann sjálf.

Afhverju ekki bara leyfa honum að deyja vinsældardauða?

Þröstur Unnar, 24.6.2007 kl. 10:58

6 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Sæll Stefán.

Ég lagði það nú ekki á mig að skoða þessi skrif mannsins. Og það er akkkúrat málið. Ég þarf ekki að lesa þetta. Og stundum held ég að best sé að gera sem minnst úr svona skrifum og svona fólki. Ekki vekja athygli á því.

Hitt er ljóst að einhver hópur manna hefur frumstæðar skoðanir og ógeðfelldar á konum og kvennréttindum og hikar ekki við að úthrópa þær. Bæði hér og þar. Ég deili andúðinni á því með þér en veit ekki hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þessir aðilar hafi þessar skoðanir og komi þeim á framfæri.

Það nefnilega fegurðin við þennan miðil að ekki er hægt að ritskoða. Engin ein skoðun er rétt. Réttrúmaður ekki til. Og allir koma fram undir nafni. Allir eru jafnir fyrir Guði og verða dæmdir síðar en varla af þeim sem stjórna moggablogginu. Eða hvað.

Hvar viljum við byrja og hvar enda í því að banna mönnum að viðra skoðanir sínar? Það er vandasamt og tjáningarfrelsið okkar leyfir svona fólki að hafa þessar skoðanir opinberlega. Eins og ég sagði þá ætla ég ekki að lesa síðu þessa manns en geri mér grein fyrir því að stíll og framsetning skiptir miklu máli og mér sýnist á þínum skrifum að þar vanti verulega uppá. Ér það næg ástæða til þess að stoppa hann?

Kannski misbýður einhverjum afstaða mín til þessa máls og vill bara henda mér út líka. Vonandi ekki því ég er alls ekki að taka undir eitt eða neitt sem gæti flokkast undir kvenfyrirlitningu heldur einungis að ræða um tjáningarfrelsið. Mig minnir að ungur maður hafi fyrir nokkrum misserum verið ákærður fyrir rasisma. Man ekki hver niðurstaða þess máls varð en það er rétt aðferð að ákæra gangi menn of langt er það ekki? ´

Við getum ekki afnumið skoðanafrelsið jafnvel þó menn hafi ógeðfelldar skoðanir. Segi eins og Þröstur hér að ofan. Látum manninn í friði með þennan hugsunarhátt. Guð sér um sína og skrattinn líka.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 24.6.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Dunni

Ég hef ekki lesið umrædda færslu og geri eiginlega ekki ráð fyrir að ég elti hana uppi.  En eins og viðbrögð ykkar eru virðist mér eins og höfundurinn sé þjakaður af siðblindu. Hef reyndar kíkt á bloggið hans af og til mér til furðu.

En í dag, seinni hluta júnímánaðar árið 2007, ætti umræða um kvenréttindi að vera þögnuð fyrir löngu.  Það er svo sjálfsagt að orðið mannréttindi gildi jafnt fyrir alla sem ganga uppréttir á tveimur fótum.  Með ólíkindum hvað konur þurfa enn að líða fyrir að vera konur í samfélagi dagsins.  

En svona til að segja ykkur frá veruleikanum sem ég lifi í.  Þrettán ára stúlka frá Tyrklandi, fyrrum nemandi minn, var gefin manni sínum í sömu vikunni sem hún útskrifaðist úr 7. bekk grunnskóla í konungsríkinu Noregi.  Engin hugsaði um mannréttindi hennar.  Norska samfélagið hrofir bara á með hendur í vösum.

Dunni, 24.6.2007 kl. 12:06

8 Smámynd: TómasHa

Mæli með forvitnisjöfnun fyrir ykkur sem farið inn á síðuna, maðurinn þrýftst á vinsældum og óskammfelndin eykst bara með hverri heimsókn.  Ef þið kíkið til hans, skoið þá líka:

http://aslaugosk.blog.is/blog/aslaugosk/      

http://ellyarmanns.blog.is/blog/ellyarmanns/  

http://elias.blog.is/

http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/

http://jax.blog.is/blog/jax/

TómasHa, 24.6.2007 kl. 12:23

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Jú Þröstur það er hægt að fara inná síður af slysni, ef ég skoða forsíðuna á mbl, yfirlitið yfir vinsælustu bloggin og klikkar á nafnið sem ég að sjálfsögðu geri sjálf, því ég lét heilann vita af því að ég vildi klikka á þetta nafn, það bara stóð ekki við nafnið að þessi maður væri perri og sjúkur á sálinni, einhvern veginn í einfeldni minni datt mér ekki til hugar að svona maður gæti verið á toppi vinsældalistans

Huld S. Ringsted, 24.6.2007 kl. 12:29

10 Smámynd: Ragnheiður

þetta eru frekar skrýtnar vinsældir, hann er afar umdeildur m.a. vegna skrifa Elíasar og áður vegna umfjöllunar um ákæru gegn honum m.a. á barnalandi. Hann er ekki að skrifa neitt merkilegt en fólk er áreiðanlega að gá að því hvað gerist í kommentakerfinu hans.

Mogginn getur í sjálfu sér ekkert gert við því þó hann sé kominn í 3ja sætið, það eru blogglesendur sem skiluðu honum þangað með því að lesa hjá honum.

Hann var bloggvinur hjá mér þar til ég sá hvers kyns var og þá setti ég hann út.

Fólk þarf bara að sammælast um að fara ekki þarna inn og þá hrynur "vinsældin" af honum.

Ragnheiður , 24.6.2007 kl. 12:40

11 Smámynd: TómasHa

Áhugaverð samantekt á nokkrum athugasemdum hans á netinu, þar sem skoðanir hans á konum koma fram:

http://alltaf-a-toppnum.blog.is/blog/alltaf-a-toppnum/entry/246589/ 

Að sjálfsöguð eiga menn að líta fram hjá síðunni hans.

Ef menn líta inn mæli ég aftur með forvitninsjöfnuninni, þannig að það tryggi amk. ekki aukna vinsældir hans.   Það mun bara endurspeglast í meiri viðbjóði gegn konum.

TómasHa, 24.6.2007 kl. 12:53

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mun ekki lesa þessar síður, frekar en ég hef gert hingað til. Svona hlutir höfða ekki til mín og er ekki ástæða þess að ég er á blogginu. Eins verð ég að bæta við að sögur Ellýar eru að mínu mati asnalegar og skil þær hreinlega ekki. Nema þá hugsanlega sem innlegg í óhróður um kvenfólk. En kannski má segja að hafandi lesið aðeins örfá innlegg hennar þá sé ég ekki dómbær, en umræðan er þannig um þessi skrif að ég held ég sé ekki að fara með fleipur

Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 13:37

13 identicon

Fólk á náttlega ekkert að vera að sækja í ógeðið, munið að það erum við sem komum þessu á toppinn.... ég hef ekki farið nema í 1 skipti svona til þess að sjá um hvað dæmið snérist... langar ekkert aftur.

tata

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 13:57

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Þakka sérstaklega Önnu Karen kærlega fyrir góðu orðin. Það er gott að vita að við erum flest öll sammála um það ógeð sem skrif þessa manns eru.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.6.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband