Veikur grunnur - ýktar yfirlýsingar fjölmiðla

Kate og Gerry McCann Svo virðist vera sem að breskir fjölmiðlar hafi ýkt allverulega grunn sannana portúgölsku lögreglunnar, sem hafa gert það að verkum að Gerry og Kate McCann hafa stöðu sakbornings í máli dóttur þeirra, Madeleine. Það hefur verið svo mikil umfjöllun um þetta mál að hraðinn við að verða fyrstur með mögulega stórfrétt getur blindað menn og gert það að verkum að of mikið sé sagt án ábyrgðar. Það virðist sannarlega eiga við í þessu máli.

Eftir stendur að því er virðist frekar veikur grunnur á því hvað hefði getað gerst 3. maí sl. Það gæti líka verið hreinn uppspuni. Það veit enginn og því óvarlegt að segja of mikið. Það að blóðsýnin séu ekki afgerandi, eins og sagt var í gær, breytir miklu og vafinn verður meiri, svo mikill að ekki verður hægt að byggja mál á. Eflaust er þetta ástæðan fyrir því að McCann-hjónin gátu farið frá Portúgal og fengu leyfi lögregluyfirvalda til þess. Heilt yfir er aðeins um getgátur að ræða og ef blóðsýnin sýna ekki afgerandi tengsl er hætt við að málið falli hjá portúgölsku lögreglunni.

Mér finnst það, eins og áður hefur komið fram, of ótrúlegt til að vera satt að McCann-hjónin hafi getað beðið í heilan mánuð með að fela lík dóttur sinnar í júní, í miðju þess fjölmiðlakapphlaups sem þau voru í mánuði eftir hvarf Madeleine. Það er eiginlega of líkt atriði úr fjarstæðukenndri hasarmynd en því sem á sér stað í raunveruleikanum. Það að vafinn sé svo mikill hlýtur að hafa áhrif á stöðu málsins, enda er ekki hægt að fullyrða jafnvel að um sé að ræða blóðblett sem tengist öðrum fjölskyldumeðlimum. Ef ekki er hægt að tengja saman með afgerandi hætti er málið frekar veikbyggt.

Það er þó fyrst og fremst verulega slæmt að fjölmiðlar ýki grunn málsins og reyni að búa til fréttir áður en alvöru staðfesting kemur á því sem sett er fram. Það virðist hafa verið hugsað um uppslátt í fyrstu frétt mun frekar en það sem sannara reynist í þessu tilfelli. Fjölmiðlakapphlaupið í þessu máli er mikið. En það er mjög vont ef að hasarinn verður svo mikill að rangar upplýsingar verða forsíðuuppsláttur eins og virðist vera í þessu tilfelli. Öllu kappi á að fylgja forsjá, þetta ættu þrautreyndir breskir fréttamenn að vita.

mbl.is Lögregla segir ekki fullvíst að erfðaefni sé úr Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er engin sekur fyrr en sekt er sönnuð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.9.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband