Símaauglýsingu kippt út - hefnd af himnum ofan?

Auglýsing Símans Ég var að heyra það áðan að auglýsingu Símans hefði verið kippt úr umferð - vegna þess að þar glittir í merki Vodafone. Verulegar deilur voru um þessa auglýsingu, enda var síðasta kvöldmáltíð Jesú Krists sviðsett þar, við litla hrifningu forsvarsmanna Þjóðkirkjunnar og tekist var á um framsetningu hennar í fjölmiðlum. Síminn fékk verulega ókeypis umfjöllun og gat vel við unað, markaðsmenn fyrirtækisins slógu sannarlega í gegn.

En þetta er óneitanlega ansi fyndið; að auglýsingin sé kippt úr umferð. Væntanlega verður henni breytt eitthvað. Ég verð þó að viðurkenna að ég sé ekki þetta Vodafone-merki. Það er þá glettilega smávægilegt í auglýsingunni. Veit eiginlega ekki hvar það er. Þarf kannski að líta aftur á auglýsinguna til að sjá það, ef það þá sést nema með stækkunargleri.

Einhverjir myndu kalla þetta hefnd af himnum ofan. Þetta er allavega hlægilegt twist eftir allt sem á undan er gengið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það þarf mikla rýni til að sjá þetta merki en það er þarna.  Hrekkur að ofan?? hver veit, GUÐ hefur allavega kímnigáfu það er ég viss um.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 20:25

2 identicon

Nú hef ég ekki séð þessa auglýsingu, en mig grunar að þetta 3G þar sem búið er að hylja hluta af '3' geti staðið fyrir OG í undirvitund margra.

Fransman (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Ragnheiður

http://www.visir.is/article/20070911/FRETTIR01/70911098

Sjáðu hérna Stefán,hérna sést það greinilega.

Kveðja og takk fyrir hlý orð á síðunni minni

Ragnheiður , 11.9.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Júdas sveik Jesú og Símann líka og Vodafone fékk bestu auglýsingu ársins.Merki Vodafone var lúmskulega falið,en þó greinilegt þegar manni var á það bent.

Kristján Pétursson, 11.9.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og ábendingarnar. Það vekur sannarlega athygli að Vodafone fái pláss hjá Símanum í þessari sögulegu auglýsingu sinni. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.9.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband