Klúður hjá Símanum

Júdas notar VodafoneÞað verður ekki deilt um það að það er óttalegt klúður fyrir Símann að Vodafone sé auglýst í einhverri mest áberandi auglýsingu í sögu fyrirtækisins og það sjáist að Júdas Ískaríot hringi í Jesús á tímamótaárinu 2007. Skil ekkert í forsvarsmönnum Símans að afgreiða málið einfaldlega ekki þannig með því að segja það vera það klúður sem um er að ræða. Það blasir við öllum að þetta er vandræðalegt klúður í alla staði.

Einhverjir myndu kannski afsaka þetta með því að þar sem Júdas sé vondi kallinn að þá hljóti hann að hringja frá Vodafone í Jesús sem er hjá Símanum í viðskiptum. Hef þó ekki heyrt þessa snilldarfléttu að neinu ráði, enda varla til að bæta mikið stöðu þeirra markaðsmanna Símans. Þeir hjá Vodafone hljóta að hoppa hæð sína af gleði með þetta sjálfsmark Símans.

mbl.is Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Vegir Drottins eru órannsakanlegir!

Magnús V. Skúlason, 12.9.2007 kl. 17:03

2 identicon

Má vera að þetta sé allt með ráðum gert? Síminn hefur ekki fengið svona mikla umfjöllun síðan hann var seldur og fáar vörur jafn umtalaðar og þessi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Hafþór H Helgason

Ég þurfti að lesa fréttina nokkrum sinnum í fréttblaðinu og rýna nokkuð lengi til að átta mig á að það glitti í efst í eitthvað sem gæti hugsanlega verið Vodafone. Í alvöru hefur fólk ekkert betra við tímann að gera.

Hafþór H Helgason, 12.9.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

ég held að þetta sé alveg pottþétt viljandi. alveg eins og það að þessi auglýsing átti að "stuða" fólk, hvað sem e-r grafískir hönnuðar segja. eins og villi bendir á þá hefur síminn ekki fengið jafn mikla umfjöllun í mörg ár. verð að játa samt að þó að auglýsingin sem umtöluð og varan, þe. 3kynslóðar símtæki og allir hafi nú heyrt um 3g þá virðist ekki vera sem fólk sé að hlaupa í næstu símabúð og skipta yfir í 3g kort. ég á sjálf 3g síma og hafði ekki hugmynd um fyrr en ég leitaði upplýsinga á heimasíðu símans að ég þyrfti nýtt kort til að nýta mér þessa þjónustu. skellti mér svo loks í símann í dag og skipti um kort, veit ekki alveg til hvers samt, þar sem ég þekki engan til að tala "eye to eye" með ennþá og held ég geti ekki horft á fréttirnar í símanum..... hálftíma síðar hringdi svo maður í mig frá símanum til að bjóðast til að senda mér kort í 3g símann minn... týpískt.. hehe.. en nóg af babli, verður örugglega mjög skemmtilegt og sniðugt þegar þetta er komið almennilega á koppinn :)

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Árni Matthíasson

Síminn hefur náttúrlega séð sér leik á borði með að koma því inn hjá fólki að Júdas hafi verið viðskiptavinur Vodafone.

Árni Matthíasson , 13.9.2007 kl. 08:49

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir pælingarnar. Kannski er það bara pointið að Júdas sé það helvíti vondur að hann sé hjá Vodafone. Kannski átti ég bara kollgátuna þarna. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.9.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband