Jóhanna Vilhjálmsdóttir hættir í Kastljósi

Jóhanna og Þórhallur Það er leitt að Jóhanna Vilhjálmsdóttir, dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa, hafi ákveðið að hætta í Kastljósi. Eflaust hefur verið erfitt fyrir hana að vinna í þættinum meðan að ólga hefur verið um verk föður hennar og erfitt við að eiga.

Samt sem áður er Jóhanna ein hæfileikaríkasta sjónvarpskona landsins og staðið sig vel á þeim vettvangi, síðast í Kastljósi og þar áður í Íslandi í dag á Stöð 2. Það er vonandi að hún haldi áfram í sjónvarpi, enda tel ég að hún hafi gert góða hluti þar og verið beitt í umfjöllun um mikilvæg málefni.

Það er eflaust erfitt að vera í svona verkefnum og eiga foreldri í forystustöðu í stjórnmálum. Samt sem áður hefur Jóhönnu tekist það vel og það hefur sjaldan sést í umfjöllun hennar að hún hafi eitthvað verið að tala máli Sjálfstæðisflokksins og verið ófeimin við að taka á málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þetta ég mun sakna Jóhönnu úr Kastljósi, ég var ein af trúlega mörgum sem gladdist yfir endurkomu hennar, úr barnsburðar fríi, hún er frábær fréttamaður. Svo er hún algjört augnayndi, svona brosmild og sæt.  og dugleg að taka á málum, sem snerta flesta.  Ég vonast til að sjá hana aftur á skjánum.

björk pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður mikil eftirsjá í Jóhönnu, hún hefur kraftinn þessi stelpa,
góður spyrill og gefur ekkert eftir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2008 kl. 19:22

3 identicon

Heill og sæll, Stefán Friðrik og aðrir skrifarar !

Tek undir; með Guðrúnu Emilíu. Allsendis óverðskuldað, að Jóhanna Vilhjálmsdóttir láti af starfi sínu, fyrir sakir föður síns, sé það raunin.

Ein örfárra liðsmanna Kastljóss, hver laus er við hégómlega framkomu og sýndarmennsku, hver raunin er, um allt of margt starfsfólks Ríkissjónvarpins, síðan þeir spjátrungar; Þórhallur Gunnarsson og Páll Magnússon hófu störf, hjá þessarri ágætu stofnun. Þeir hefðu verið bezt geymdir áfram, hjá glamúrstöðinni Stöð 2, öllum að meinalausu.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhanna er frábær. Vonandi kemur hún fljótt aftur

Sigurður Þórðarson, 12.2.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóhanna er flott stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mér finst Jóhanna skemmtileg í Kastljósinu, sem ég horfi sjaldan á en sá svo mikið á eftir henni þegar hún var á stöð 2.  Frábær einstaklingur einmitt í svona spjallþætti. Vona að hún komi aftur, en skil hana vel á þessari stundu. En komdu aftur Jóhanna öll él birta upp um síðir 

Erna Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband