Mikill trúnaðarbrestur milli Þorbergs og HSÍ

Þorbergur Aðalsteinsson Það er greinilega algjör trúnaðarbrestur milli Þorbergs Aðalsteinssonar og HSÍ vegna ummæla Þorbergs á Sýn um daginn vegna þjálfaramálanna og hann fær þungan skell í yfirlýsingu Guðmundar Ingvarssonar. Enda á hann það skilið, enda fór Þorbergur algjörlega yfir strikið í orðavali sínu og afsökunarbeiðnin ein mun ekki strika það út.

Það er eðlilega spurt um hvort hann hafi stuðning í að vera áfram í stjórn HSÍ. Það sem gerir málið enn verra eru staðfestar sögusagnir um að hann hafi verið drukkinn í þættinum. Það er frekar leitt að sjá hversu mjög Þorbergur hefur skemmt fyrir sér en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum og eðlilega hlýtur hann að meta hvort sér sé sætt áfram í trúnaðarstöðum hjá HSÍ.

Þessi yfirlýsing er afgerandi í þeim efnum að HSÍ sver Þorberg og ummæli hans algjörlega af sér.

mbl.is Stjórnarmaður HSÍ brást trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

... vandamálið er hins vegar að það er allt of mikið til í því sem hann sagði. Menn eiga ekki að ganga svona langt í samningaviðræðum án þess að kanna baklandið hjá vinnuveitendum sínum.

Gummi hafði vit á því ...

Hallur Magnússon, 25.2.2008 kl. 16:35

2 identicon

Veit ekki hvers vegna sækir svo stíft að mér, sem brandari, auglýsingin fræga fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1994 þegar Þorbergur Aðalsteinsson var í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rvík.

"Þorberg Aðalsteinsson eða Ingibjörgu Sólrúnu - hvort vilt þú í borgarstjórn? Reykjavíkurlistinn."

Mér dettur þetta alltaf í hug þegar á Þorberg er minnst - á sama hátt og um einhvern biskup Íslandssögunnar var sagt: "Hann kemur ævinlega í hug þegar ég heyri góðs manns getið."

 Kveðja,

Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð kommentin.

hehe Fínt hjá þér að rifja þetta upp Sigurður Bogi. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband