Einkabarn Ledgers arflaus í gamalli erfðaskrá

Matilda og Heath LedgerMiklar deilur hafa spunnist vegna erfðaskrár leikarans Heath Ledger, sem lést fyrir tæpum tveim mánuðum, eftir að ljóst var að hún var fimm ára gömul og því gerð áður en hann tók saman við Michelle Williams og eignaðist einkabarn sitt, Matildu Rose. Dóttirin er því arflaus og fær ekkert eftir föður sinn nema þá að afi hennar og amma, sem erfa allar eigur leikarans, ákveði að veita henni einhverja peninga.

Það hefur reyndar komið í ljós að Ledger lætur ekki eftir sig digra sjóði peninga og eigna. Hann dó ungur og áður en hann náði hátindi frægðar sinnar, sem var reyndar í sjónmáli þegar að hann dó með tækifærum sem fylgja stjörnurullum í góðum kvikmyndum. Eftir að hann var tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir Brokeback Mountain tveim árum virtust honum allir vegir færir og þá fyrst öðlaðist hann virkilega stöðu í bransanum.

Það verður áhugavert að sjá hversu miklar deilur verði vegna þessarar erfðaskrár. Það er greinilegt að leikarinn hafði ekki ákveðið að breyta erfðaskrá sinni eftir að eignast barn - hefur væntanlega talið að nógur yrði tíminn til að ákveða þau mál. Hann var ungur og greinilega taldi ekki þörf á að lista upp hlutina að nýju. Eftir stendur því dóttirin arflaus í erfðaskrá sem er eldri en hún.

Efast varla um að Matilda Rose Ledger muni njóta ástúðar og frægðar þrátt fyrir að faðir hennar sé fallinn í valinn. Það er óvíst hvernig móðir hennar, sem sjálf er auðvitað fræg leikkona og þekkt fyrir sín verk eftir kvikmyndaleik og Dawson´s Creek hér forðum daga, taki þessum tíðindum og setji fram kröfur. Matilda Rose er orðin háð því að afi hennar og amma hugsi um hana þegar að talað er um föðurhlut hennar, auk þess sem móðir hennar mun ráða hennar málum í mörg ár í viðbót.

Það er jafnan svo að börn stjörnuleikara njóta allrar heimsins frægðar og peninga, þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hlutskipti Matildu Rose Ledger er annað, þó varla sé þörf á að efast um að hún muni líða skort með fræga móður sína sem þekkta leikkonu og vonandi föðurfjölskyldu sem hugsar um hennar hag, þrátt fyrir að gamla erfðaskráin geri ekki ráð fyrir tilvist hennar.


mbl.is Dóttir Ledgers arflaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru sterk rök fyrir því að skipta þessu upp á nýtt þannig að dóttirinn fái eitthvað. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta hafi verið hans vilji, eins og þú segir er líklegast að hann hafi bara ekki verið að flýta sér að breyta þessu.

 En annars er ég hrifinn af bandarísku löggjöfinni... sjálfsagt að fá að ákveða 100% hvað verður um eigin eignir og peninga eftir andlát, ekki alltaf þannig að (allir) fjölskyldumeðlimir séu þeir nánustu. Það þarf að breyta þeirri íslensku.

Geiri (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:23

2 identicon

Ætli við þurfum nokkuð að hafa áhyggjur af þessu.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband