Undarleg forgangsröðun hjá forsetanum

Ég er sammála forseta Íslands um mikilvægi 1. desember og hefja eigi hann til vegs og virðingar. Hinsvegar er ég undrandi á forgangsröðinni í málflutningi hans á þessum viðsjárverðu tímum, krónan fellur og einstaklingar og fyrirtæki eiga í miklum erfiðleikum. Mikilvægt hefði verið að forsetinn talaði til fólksins almennt og færi yfir stöðuna. Ræðan hefði öll átt að snúast um stöðuna sem blasir við.

En þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem við sjáum að forsetinn hefur færst frá þjóðinni. Mér finnst það furðulegt að forsetinn tali ekki afdráttarlaust um vandamálin hjá þeim sem hann hefur upphafið á erlendri grundu með hverri skjallræðunni á eftir annarri. En kannski kemur það ekki að óvörum.

Hér er t.d. brot úr ræðu fá árinu 2005:

"I know that the British business community, the press, the Times, the Telegraph, the Guardian and others, are perplexed by the Icelandic invasion and alliance with promising British partners, perplexed by, the success of the new generation of entrepreneurs who have set off from our country to these shores - even the Economist was hard put to explain it last week."

"We understand that these developments are indeed a mystery to our British friends and I am not going to reveal the secret here today - that would certainly harm our competitive advantage. We prefer it to be dressed in a mysterious disguise."

"The experience of Air Atlanta, now part of Avion Group, is splendid proof of how brilliantly this formula can work - and I can assure you here today, especially our British friends, that as the old Hollywood saying goes: "You ain't seen nothing yet!"."

"Somehow the airline business has suited us Icelanders well - maybe because of our Viking heritage as explorers and discoverers a thousand years ago, crossing unknown oceans and successfully arriving in virgin lands."

"With the transformation of Air Atlanta into the Avion Group and with the addition of Excel Airways the groundwork has certainly been laid for even more impressive growth, for new chapters in this extraordinary saga of global success."

"It is a pleasure and an honour for Dorrit and myself to be with you here today and to celebrate together a new landmark in your inspiring journey. The people of Iceland are profoundly proud of your achievements and I bring you here today their heartfelt congratulations and best wishes."


mbl.is Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í gamla daga sagði þingmaður nokkur að ákveðinn aðili hefið skítlegt eðli.... skyldi það vera að koma í ljós að þessi fyrrum þingmaður hafi haft hárrétt fyrir sér ???

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Dunni

Finnst þér virkilega að forsetinn hefði átt að gagnrýna Seðlabankstjóra og skósveinin hans í forsætisráðuneytinu við þetta tilfelli.  Mér finnst það bara fallega gert af Ólafi að hlífa þeim við þeirri raun.

Það er nóg að hlegið er af tvíeykinu fyrir heimskupörin í efnahgastjórnuninni eftir þjóðnýtingu Glitnins. Afleiðingin er augljós. Frá því að sá gjörningur átti sér stað og átti að tryggja stöðugleika í efnahagsmálunum hefur krónan hrunið úr 15 í 20 á móti norsku krónunni.  Lánshæfi þjóðarinnar hefur fallið neðar en það hefur verið á síðustu áratugum og vaxtaokrið færist enn í aukana.

Þetta er fín trygging fyrir bættum lífskjörum fólks á Íslandi.    

Dunni, 1.10.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Enn undarlegri er forgangsröðunin í fjárlagafrumvarpinu. Gríðarleg aukning til þróunaraðstoðar og sendiráða. Allt til að komast í öryggisráðið.

Sigurður Þórðarson, 1.10.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Stefán. Auðvitað er það svolítið undraleg forgangsröðun forseta ákkúrat í dag að tal um að færa þurfi þjóðinni 1. desemer á ný. Vel má vera að fullveldisdagurinn hafi svolítið týnst á síðustu áratugum. Brýnasta verkefnið nú er að færa þjóðinni lýðræði á ný og það að embættismenn í svörtuloftum, sem ekki eru kjörnir af þjóðinni, ráði ekki öllu. Einræði er ekki góðs viti í lýðræðisþjófélagi.

Haraldur Bjarnason, 1.10.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband