Stjórnmálasamband við Breta mjög veikburða

Ég er algjörlega sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að það er ekkert að gera með stjórnmálasamband við Bretland ef ekki er hægt að bæta samskiptin og reyna að stöðva skítlegar árásir breska forsætisráðherrans á Ísland og þjóðina alla.

Get ekki betur séð en skoðun Sigmundar sé í takt við bloggfærslu mína hér í gær, þar sem ég sagði að slíta ætti stjórnmálasambandinu ef ekki væri hægt að tala milliliðalaust við Gordon Brown og lesa honum pistilinn. Eðlilegt, enda er þetta rétta afstaðan í málinu.

Án þessa er ekkert með samskipti við Bretland að gera með bresku kratarnir ráða þar ríkjum. Ekkert er að gera með samband við ríkisstjórn sem er staðráðin í að gera út af við orðspor Íslands og sparkar endalaust í íslensku þjóðina.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég held að Össur ætti nú fyrst að banka upp á á tíunni og lesa Blinda Brún pistilinn.  Samband okkar við Breta er alveg örugglega okkur meira virði heldur en þeim.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.5.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála þér Stefán. Þetta er algjörlega óþolandi að þurfa að sitja undir þessum endalausu efnahagslegu árásum af hálfu Breta á okkar litla land. Einu diplómatísku aðgerðirnar eru að kalla varamann úr Breska sendiráðinu á Rauðarárstíginn og skamma hana aðeins. Jú annars Össur kallar líka til fjölmiðla, grettir sig og segir Breta vonda. Annað er það ekki! Á meðan sjóðbullar í almenningi sem er raunverulega miðboðið en ekkert er hægt að gera því jafnaðarmenn fara með stórn utanríkismála og vilja ekki styggja flokksbræðurna í Bretaveldi.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skorum Brown og Darling á hólm í einvígi, og sendum okkar fræknustu glímukonur til að kenna þeim vettlingatökin! ;)

Annars er ég hjartanlega sammála þér, við höfum ekkert að gera með það lengur að púkka upp á þessa brjálæðinga. Legg til að sendiráðið breta í Reykjavík verði svo þjóðnýtt upp í skaðabætur vegna þess tjóns sem þeir hafa valdið okkur. Síðan mætti t.d. breyta því í félagsmiðstöð fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín vegna efnahagshrunsins, eða nýsköpunarmiðstöð fyrir þá sem eru atvinnulausir og vantar vinnuaðstöðu til að koma aftur undir sig fótunum. Við myndum græða miklu meira á því en áframhaldandi stjórnmálasambandi við þessi glæpastjórnvöld breska heimsveldisins.

Ísland lengi lifi!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband