Skoska öskubuskuævintýrið heldur áfram



Þó að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað í Britain´s Got Talent mun frægðarsól hennar eflaust ljóma lengur. Ég man ekki eftir ein kona hafi orðið frægari en Susan Boyle fyrir það eitt að taka þátt í hæfileikakeppni. Hún varð heimsfræg á einni nóttu og var í jafn ólíkum sjónvarpsþáttum og spjallþætti Opruh Winfrey og spjallþætti Adam Boulton á Sky og allt þar á milli.

Ég held að almenningur hafi dáðst mest af einlægum hæfileikum hennar. Athyglin varð samt einum of þegar leið á og ég undrast ekki að hún hafi beygt af og misst stjórn á sér. Kannski eyðilagði það fyrir henni möguleikana að vinna og kannski varð hún of umdeild og álitin of sigurviss eftir því sem á leið. Vonlaust að meta það hvort það var eitthvað eitt sem eyðilagði sigurmöguleikana.

En hún var samt alveg yndisleg í gærkvöldi þegar hún söng aftur I Dreamed a Dream úr Les Miserables. Einlægt og traust.

Flott skopmynd Peter Brookes
Breski skopmyndateiknarinn Peter Brookes í Times náði að rissa vel upp frægð skosku öskubuskunnar og líkja henni við annan Skota, breska forsætisráðherrann Gordon Brown í vikunni. Þessi smellna skopmynd talar sínu máli. :)

mbl.is Boyle fær hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég hef hitt þessa stelpu og hún er eins og steríótípa fyrir söguna um froskinn og prinsinn. Bara "vitlaust" kyn :)

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 18:19

2 identicon

Hvenær missti hún stjórn á sér? Ég las það sama nefnilega á öðru bloggi án þess að það var neitt útskýrt. Ég man ekki eftir neinu neikvæðu í kringum hana.

Daníel (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband