Kynlífsþrælkun í átján ár - Stokkhólms-heilkenni

Samkvæmt fréttum er Jaycee Lee Dugard illa haldin af Stokkhólms-heilkenninu (Stockholm syndrome) eftir átján ára kynlífsþrælkun mannsins sem rændi henni. Þetta minnir á hina austurrísku Natöscu Kampusch, sem haldið var fanginni í áratug. Eftir prísundina vorkenndi hún allra mest þeim sem hafði rænt henni og haldið henni fanginni, eyðilagt líf hennar. Þetta er algjör heilaþvottur - sorgleg afleiðing einangrunar og yfirtöku á manneskju.

Fyrir þá sem ekki vita á nafngiftin fyrirmynd sína í bankaráninu í Kreditbanken í Stokkhólmi í ágúst 1973. Þar héldu bankaræningjar fjölda fólks sem gíslum sínum í fimm daga. Að bankaráninu loknu snerust gíslarnir til varnar fyrir þá sem héldu þeim föngnum og höfðu gjörsamlega verið heilaþvegnir. Alla tíð síðan hefur nafngiftin yfir tilfelli af þessum toga verið kennd við ránið athyglisverða í Stokkhólmi.

Natascha Kampusch var svo þungt haldin af Stokkhólms-heilkenninu að hún syrgði manninn sem hélt henni í tæpan áratug sem gísl sínum er hún vissi að hann hefði fyrirfarið sér. Hún reyndar stakk hann af en hún hafði greinilega lifað sama lífi og svo margir sem falla í faðm þeirra sem hafa eyðilagt líf þess. Hún var undir stjórn og heilaþvegin af drottnun. Þetta eru skelfileg örlög og sennilega eitt frægasta umhugsunarefni sálfræðinnar.

mbl.is Jaycee starfaði fyrir ræningjann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt. Stokkhólmseinkenni er í megindráttum mjög skiljanlegt fyrirbæri. Til að lifa svona vist að reynirðu, jafnvel ósjálfrátt, að láta þér þykja vænt um kvalarann og skilja gjörðir hans.

Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:10

2 identicon

Erum við ekki öll haldin þessu einkenni á einn eða annan hátt, það er jú það sem staðaltýpan 'landsfaðirinn' gengur út á.

... við erum öll meira og minna Eins og ellefu ára...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:34

3 identicon

Alveg merkilegt þetta Stokkhólms-heilkenni!

Viktor Blöndal (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband