7.12.2006 | 02:32
Vandræðagangur Ingibjargar Sólrúnar
Það voru mikil tímamót sem urðu hjá Samfylkingunni á fundi í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Þar viðurkenndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opinberlega og heiðarlega stærsta og augljósasta vanda flokksins: þjóðin treystir ekki flokknum fyrir völdum við landsstjórnina. Það er heiðarlegt og rétt mat hafandi farið yfir nýjustu skoðanakönnun Gallups. Þar mælist Samfylkingin með 16 þingsæti.
Eitthvað hefur þessi hreinskilni Ingibjargar Sólrúnar hitt lítið í mark hjá Össuri Skarphéðinssyni, formanni þingflokksins, og skal engan undra í sannleika sagt. Það er enda verið að reyna að brennimerkja stöðu flokksins öðrum en formanninum. Orðin eru vantraust formannsins á sitt lið, einkum þá sem þar hafa lengst verið. Það eru enda fá dæmi um það að flokksformaður hafi talað eins hreinskilið og napurt um samstarfsmenn sína. Það er því varla undur að þessi ummæli hafi níst inn að beini hjá þeim sem lengst þar hafa unnið.
Það er athyglisvert að sjá svona ræðu á galopnum fundi frammi fyrir fjölmiðlum. Vaninn er ef að þú vilt veita þeim sem næst þér standa eitthvað tiltal þá gerirðu það ekki í fjölskylduboði eða vinnustaðafögnuðinum. Vaninn er að það sé gert bakvið tjöldin og með lágstemmdum hætti. En þetta er öðruvísi þarna og vandræðagangurinn verður enn meiri. Ingibjörg Sólrún getur haldið tölu yfir þingflokknum á hverjum degi á fundum með þingmönnum en þarna var talað til þjóðarinnar. Skilaboðin voru skýr. Flokknum hefði mistekist verk sitt, en nú væri hún komin til sögunnar til að bjarga málunum. Meiri vandræðagangurinn.
Ætlar Ingibjörg að kenna þingflokknum um ef illa fer að vori? Ber hún enga ábyrgð á stöðunni nú, eftir eins og hálfs árs formennsku? Egill Helgason var hreinskilinn á Stöð 2 í kvöld. Hann sagði Ingibjörgu Sólrúnu vera orðinn laskaðan stjórnmálamann sem gæti litlu bjargað héðan af. Egill kemur á óvart í túlkun sinni og fær prik fyrir að segja það sem augljóst er. Þetta er auðvitað nokkuð rétt ályktun og mat hjá Agli.
Ingibjörg Sólrún sagði í Reykjanesbæ stöðuna eins og hún er með heiðarlegum hætti: þingflokkur Samfylkingarinnar nýtur ekki trausts landsmanna. Það er brennimerkt á enni flokksins. Kaldhæðnislegt mjög. Fyndnast af öllu var að á þriðjudaginn í þinginu var sami þingflokkur orðinn fínn og flottur að hennar mati. Þvílíkur vandræðagangur.
![]() |
Lífleg umræða um ræðu formanns Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2006 | 22:52
Öldungadeildin staðfestir skipan Robert Gates

95 þingmenn öldungadeildarinnar staðfestu skipan Gates en tveir þingmenn repúblikana; Rick Santorum og Jim Bunning greiddu atkvæði gegn honum. Gates var staðfestur af hermálanefnd öldungadeildarinnar í gær. Var ekki búist við formlegri staðfestingu þingdeildarinnar fyrr en á morgun en henni var flýtt.
Var þingmönnum beggja flokka eflaust það mjög mikið keppikefli að klára staðfestinguna af svo binda megi enda á ráðherraferil Rumsfelds, sem er einn umdeildasti ráðherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna á síðustu áratugum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 16:45
Kristján Þór þiggur biðlaunin

Það telst varla óeðlilegt að Kristján Þór þiggi biðlaunin í þeirri stöðu sem uppi var er hann allt að því neyddist vegna krafna Samfylkingarinnar til að afsala sér embætti bæjarstjóra fyrir þingkosningar. Honum var allt að því gert að láta af störfum og tók þá ákvörðun og stendur uppi án þessa embættis sem honum var falið að loknum kosningum.
Samfylkingin tók þá ákvörðun að Kristján Þór gæti ekki verið lengur bæjarstjóri, það þjónaði þeim ekki að horfa upp á það í stöðunni. Það er þeirra val. Það er því varla undrunarefni að hann láti reyna á ákvæði um biðlaun í þeim samningi sem hann hafði sem bæjarstjóri og full samstaða um milli meirihlutaflokkanna.
![]() |
Kristján Þór þiggur biðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2006 | 13:18
Styttist í ráðherraskipti í Pentagon
Flest bendir til þess að öldungadeild Bandaríkjaþings muni á morgun staðfesta Robert Gates sem nýjan varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og þá muni formlega ljúka langri ráðherratíð hins umdeilda Donalds Rumsfelds í Pentagon. Hermálanefnd Bandaríkjaþings samþykkti skipan Gates samhljóða í gær og nú fer málið fyrir þingdeildina sjálfa. Er full samstaða meðal beggja flokka um tilnefningu Bush forseta á Gates. Sérstaklega eru demókratar áfjáðir í að staðfesta Gates til að binda enda á ráðherraferil Rumsfelds.
Gates vann stuðning ólíkra afla við tilnefningu sína og hlaut aðdáun landsmanna með afdráttarlausri framkomu og hiklausum svörum í fimm tíma yfirheyrslu fyrir hermálanefndinni í gær. Þar sagði Gates að árás á Íran eða Sýrland kæmi ekki til greina, nema sem algjört neyðarúrræði. Þá sagðist hann ekki telja að Bandaríkin séu á sigurbraut í Írak og þar sé mikið verk óunnið eigi sigur að vinnast í bráð. Sagðist hann vera opinn fyrir nýjum hugmyndum varðandi málefni Íraks. Athygli vakti að hann tók undir staðhæfingar demókrata í nefndinni um að ástandið í Írak væri óásættanlegt og lagði áherslu á uppstokkun á stöðu mála.
Val Bush forseta á Robert Gates í stað Donalds Rumsfelds var til marks um uppstokkun mála og upphaf nýrra tíma, enda er Gates allt annarrar tegundar en Rumsfeld. Brotthvarf Rumsfelds veikir t.d. Dick Cheney í sessi innan ríkisstjórnarinnar, en Cheney, sem varnarmálaráðherra í forsetatíð Bush eldri 1989-1993, og Rumsfeld voru menn sömu áherslna og beittari en t.d. forsetinn sjálfur í raun. Gates hefur mikla reynslu að baki og annan bakgrunn en Rumsfeld. Hann vann innan CIA í þrjá áratugi undir stjórn sex forseta úr báðum flokkum (hann var forstjóri CIA í forsetatíð George H. W. Bush, föður núverandi forseta) og verður nú ráðherra í ríkisstjórn þess sjöunda.Það eru svo sannarlega tímamót sem verða nú í valdakerfinu í Washington við brotthvarf Donalds Rumsfelds úr ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann hefur verið varnarmálaráðherra Bandaríkjanna alla forsetatíð George W. Bush og verið við völd í Pentagon því frá 20. janúar 2001. Rumsfeld er elsti maðurinn sem hefur ráðið ríkjum í Pentagon, en jafnframt sá yngsti en hann var varnarmálaráðherra í forsetatíð Gerald Ford 1975-1977. Hann er því með þaulsetnustu varnarmálaráðherrum í sögu Bandaríkjanna.
Herská stefna hans hefur verið gríðarlega umdeild og hann er án nokkurs vafa umdeildasti ráðherrann í forsetatíð Bush og í raun síðustu áratugina í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Hefur staða hans sífellt veikst síðustu tvö árin, í aðdraganda forsetakosninganna 2004 og eftir þær, vegna Abu-Ghraib málsins og stöðunnar í Írak. Honum var ekki sætt lengur eftir þingkosningarnar í nóvember og hefði í raun átt að fara frá eftir kosningarnar 2004.
Brotthvarf hans úr ráðherraembætti og húsbóndaskipti í Pentagon breyta hiklaust mjög svipmóti ríkisstjórnar Bush forseta og tryggir að líklegra sé að repúblikanar og demókratar getið unnið saman með heilsteyptum hætti þann tíma sem þeir verða að deila völdum hið minnsta, eða fram að forsetakosningunum eftir tæp tvö ár, þar sem eftirmaður George W. Bush verður kjörinn.
![]() |
Gates telur Bandaríkin ekki á sigurbraut í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 11:37
Í minningu dr. Kristjáns Eldjárns

Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 1968. Sat hann á forsetastóli í þrjú kjörtímabil, 12 ár, eða allt til ársins 1980. Hann lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum þann 14. september 1982. Kristján vann afgerandi kosningasigur í forsetakjörinu 1968. Hann var forseti fólksins, honum auðnaðist alla tíð að tryggja samstöðu landsmanna um verk sín og naut virðingar allra landsmanna. Kristján var forseti á miklum umbrotatímum hérlendis, bæði í þjóðmálum og á vettvangi stjórnmála. Hann var mitt á milli átakalínanna í samfélaginu, en valdatími hans var átakamikill í stjórnmálum landsins.
Kristján var ólíkur því sem við kynntumst síðar í embættinu. Hann fór í langa göngutúra á Álftanesi, ferðaðist lítið og þótti vera táknmynd alþýðleika hérlendis ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn. Deilt var meira að segja um það í kosningabaráttunni 1968 að Kristján væri litlaus og kona hans hefði sést í fatnaði frá Hagkaupsverslunum, svokölluðum Hagkaupssloppi. Lægra þótti háttsettum ekki hægt að komast en að sjást í slíkum alþýðufatnaði. En Kristjáni og Halldóru auðnaðist að tryggja samstöðu um embættið og eru metin með þeim hætti í sögubókunum, nú löngu eftir að hann lét af embætti.
Kristján var mjög kraftmikill ræðumaður og rómaður fyrir innihaldsríkar og tilkomumiklar ræður sínar. Hef ég kynnt mér ítarlega ævi hans og starfsferil og skrifaði langa ritgerð um hann í skóla eitt sinn. Þegar ég kynnti mér verk hans og ævi þótti mér helst standa upp úr hversu farsællega hann vann öll sín verk. Hann var öflugur þjóðarleiðtogi og ávann sér virðingu fólks með alþýðlegri og tignarlegri framkomu, jafnt hér heima sem á erlendum vettvangi. Hann var sannkallað sameiningartákn landsmanna - eitthvað sem við höfum svo sannarlega saknað frá því að Vigdís Finnbogadóttir hætti sem forseti.
Bók Gylfa Gröndals, sem kom út árið 1991, um Kristján er stórfengleg lýsing á þessum merka manni. Merkilegast af öllu við að kynna mér hann og verk hans í gegnum þessa bók var það að honum var alla tíð illa við Bessastaði og var alltaf stressaður vegna ræðuskrifa sinna - var aldrei sáttur við neinar ræður sínar. Hann var hinsvegar talinn þá og enn í dag besti ræðumaður sinnar kynslóðar að Gunnari Thoroddsen frátöldum. Hann er eini af þeim þrem forsetum landsins sem látnir eru sem hvílir ekki að Bessastöðum, heldur hvílir hann í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.
Í fyrra kom út bók Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, Völundarhús valdsins. Byggðist bókin á ítarlegum minnispunktum og dagbókum Kristjáns frá forsetaferli hans. Var þar sjónum einkum beint að stjórnarmyndunum í forsetatíð hans og því hvernig hann hélt á þeim málum á ferli sínum. Í ítarlegum pistli í nóvember 2005 fjallaði ég um forsetatíð dr. Kristjáns Eldjárns og bendi á þau skrif hér með. Kristján leiddi átakamál á valdaferli sínum til lykta með farsælum hætti og er því farsæll í huga landsmanna í sínum verkum.
![]() |
Hátíðardagskrá á afmæli Kristjáns Eldjárns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 23:20
Kristján Þór hætti vegna þrýstings frá Samfylkingu

Orðrétt segir Kristján Þór á vef sínum: "Það að ég hætti störfum sem bæjarstjóri fyrr en samningurinn um meirihlutasamstarfið kveður á um, er sameiginleg ákvörðun meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akureyrar. Samstarfsflokkur okkar sjálfstæðismanna gerði þá kröfu að ég léti af starfi bæjarstjóra Akureyrar í kjölfar þess að ég hefði sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Samfylkingunni fannst það ekki ásættanlegt að ég gegndi starfi bæjarstjóra á sama tíma og ég leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningarnar á komandi vori.
Ég varð með öðrum orðum að afsala mér starfinu sem fyrst í kjölfar prófkjörsins svo meirihlutinn héldi í stað þess að gegna starfinu lengur. Þegar ég nú hyggst láta af störfum, eftir 9 ár í embætti bæjarstjóra er rétt að árétta að samningur minn um kaup og kjör, og þar með talin biðlaun, byggir á samningi sem var undirritaður árið 1998 en framlengdur tvívegis, 2002 og 2006. Slíkur samningur var fyrst undirritaður á Akureyri fyrir meira en 20 árum og ég er síst að fá meira í minn hlut en forverar mínir í embætti eða aðrir einstaklingar sem gegnt hafa hliðstæðu embætti í öðrum lykilsveitarfélögum landsins.
Ég mun láta af embætti sem bæjarstjóri á Akureyri þann 9. janúar n.k. Ég hef uppfyllt öll ákvæði ráðningarsamnings míns og veit að vinnuveitandi minn Akureyrarbær mun gera slíkt hið sama gagnvart mér, eins og hann hefur undantekningalaust gert gagnvart forverum mínum í starfi svo og öllum öðrum starfsmönnum sínum sem rétt hafa átt til biðlauna."
Skv. þessu má skilja sem svo að Kristján Þór muni þiggja þau sex mánaða biðlaun sem samningur hans segir til um. Í ljósi þess að Samfylkingin gerði kröfu um að hann hætti sem bæjarstjóri og hann gerði það til að tryggja að meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar gæti setið áfram með eðlilegum hætti er ekki óeðlilegt að hann þiggi þessi biðlaun að mínu mati.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 19:25
Umræðan um biðlaun Kristjáns Þórs

Um er að ræða starfslok eftir ráðningarsamningi sem báðir meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, standa að og kom til sögunnar samhliða samkomulagi þessara flokka um samstarf á kjörtímabilinu í júnímánuði að loknum sveitarstjórnarkosningum. Hafa bæði Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, sagst samþykk samningnum, enda varla furða þar sem þau sömdu við Kristján Þór fyrir hönd meirihlutans og verða sjálf bæjarstjórar hér á kjörtímabilinu, af hálfu flokka sinna.
Mér finnst merkilegt að heyra minnihluta bæjarstjórnar reyna að tortryggja biðlaunasamning af þessu tagi. Akureyrarbær er ekkert einn um það að semja um biðlaun við sinn bæjarstjóra og við erum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Ég vil nú benda á að valdataka nýs vinstrimeirihluta í Árborg tryggir að þrír bæjarstjórar verða á launum í desember; bæjarstjóri síðasta vinstrimeirihluta, fráfarandi meirihluta og nýr bæjarstjóri vinstrimeirihlutans. Svo að þeir sem nöldra hér um stöðu mála við að bæjarstjóri í tæpan áratug hætti og eigi inni nokkurra mánaða biðlaun ættu að líta til Árborgar og eða annarra sveitarfélaga, enda er hugtakið biðlaun ekki fundið upp hér.
Mér finnst minnihlutafulltrúi á borð við Odd Helga vega með ómaklegum og ódrenglyndum hætti að Kristjáni Þór og persónu hans með orðavalinu sem hann valdi að koma fram með í viðtali við Björn Þorláksson um daginn á N4. Illvild Odds Helga í garð Kristjáns Þórs Júlíussonar er ekki ný af nálinni og þeir sem með bæjarmálum hér fylgjast kippa sér varla upp við það. Skemmst er að minnast að hann var eini bæjarfulltrúinn á Akureyri sem varð fúll með landsmálaframboð Kristjáns Þórs, enda athyglisvert enda hefur Kristján Þór aldrei sótt neitt pólitískt umboð til Lista fólksins né viljað starfa með þeim.
Svona tækifærismennska er ekki ný af nálinni frá Lista fólksins og fáir kippa sér upp við það, í raun, þó vissulega séu biðlaun almennt séð umdeild. En ég endurtek að biðlaun voru ekki fundin upp hér og varla finna menn upphaf þess að sitjandi bæjarstjóri njóti biðlaunaréttar hér á þessum stað, þó einstakur sé að flestu leyti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.12.2006 | 17:25
Listi Sjálfstæðisflokksins í Kraganum samþykktur

Í kosningunum 2003 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi og er stærstur flokka þar og því er Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fráfarandi leiðtogi flokksins, fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hann leiðir nú lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin nýr leiðtogi í Kraganum í prófkjörinu.
Athygli vekur að Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður, sem hlaut sjöunda sætið í prófkjörinu er ekki í því sæti á framboðslistanum. Hún skipar 22. sætið, eitt heiðurssætanna, og er því á útleið af Alþingi að vori. Hún mun því helga sig bæjarmálum í Kópavogi. Í komandi kosningum fjölgar þingmönnum kjördæmisins um einn, úr 11 í 12, á kostnað Norðvesturkjördæmis.
Listinn er skipaður eftirtöldum:
1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Hafnarfirði.
2. Bjarni Benediktsson, alþingismaður, Garðabæ.
3. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi.
4. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, Kópavogi.
5. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Garðabæ.
6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri, Mosfellsbæ.
7. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.
8. Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, Mosfellsbæ.
9. Pétur Árni Jónsson, ráðgjafi, Seltjarnarnesi.
10. Sigríður Rósa Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Álftanesi.
11. Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri, Seltjarnarnesi.
12. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, Garðabæ.
13. Örn Tryggvi Johnsen, vélaverkfræðingur, Hafnarfirði.
14. Guðni Stefánsson, stálvirkjameistari, Kópavogi.
15. Gísli Gíslason, lífeðlisfræðingur, Álftanesi.
16. Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR, Garðabæ.
17. Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, Seltjarnarnesi.
18. Hilmar Stefánsson, nuddari, Mosfellsbæ.
19. Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona, Hafnarfirði.
20. Guðrún Edda Haraldsdóttir, markaðsstjóri, Seltjarnarnesi.
21. Almar Grímsson, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.
22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, Kópavogi.
23. Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, Kópavogi.
24. Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra, Mosfellsbæ.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn birtir framboðslista í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 14:15
Bæjarstjóraskipti - breytingar hjá Akureyrarbæ
Það er alveg óhætt að fullyrða það að nokkur þáttaskil fylgi því að Kristján Þór Júlíusson láti af embætti bæjarstjóra eftir mánuð, í upphafi nýs árs. Kristján Þór hefur verið áberandi í sveitarstjórnarmálum í tvo áratugi og leitt Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri í áratug. Eftir níu ára bæjarstjóraferil Kristjáns Þórs er vissulega margs að minnast. Þetta hefur verið líflegt tímabil í sögu Akureyrarbæjar sem hefur markast af öflugum framkvæmdum og líflegum verkefnum.
Það verður seint sagt um bæjarstjóraferil Kristjáns Þórs að þar hafi verið ládeyða og rólegheit, en framkvæmdir síðasta áratugar á valdaferli Sjálfstæðisflokksins, með samstarfsflokkum hans, tala alveg sínu máli. Það er og líka verðugt verkefni að líta á stöðu Akureyrarbæjar nú þessi níu árin og það sem var fyrir júnímánuð 1998, þar sem kyrrstaða var einkunnarmerki að mörgu leyti.
Kristján Þór heldur nú á vit nýrra verkefna hann hefur verið kjörinn eftirmaður Halldórs Blöndals sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi. Það er að verða nokkuð ljóst nú að Kristján Þór verður eini Akureyringurinn sem leiðir framboðslista af hálfu stjórnmálaaflanna í kjördæminu í komandi þingkosningum. Það er styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa tryggt vægi Akureyringa á þingi á komandi kjörtímabili.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem verður undir forystu Kristjáns Þórs, verður að teljast mjög sigurstranglegur. Hann er leiddur af Akureyringi, tvær konur að austan skipa næstu tvö sæti og baráttusætið, það fjórða, skipar Þorvaldur Ingvarsson, læknir. Þetta er sterk og öflug blanda að mínu mati. Enda sannkölluð draumauppstilling, eins og varaformaður flokksins orðaði það svo vel.
Það verða nýjir tímar hjá Akureyrarbæ. Sigrún Björk Jakobsdóttir, verðandi bæjarstjóri, er fyrsta konan á bæjarstjórastóli í sögu Akureyrarkaupstaðar. Það verður fróðlegt að sjá til verka Sigrúnar Bjarkar í embætti bæjarstjóra. Hún mun gegna embættinu í 30 mánuði, eða þar til að Hermann Jón Tómasson verður bæjarstjóri síðasta árið fyrir bæjarstjórnarkosningar. Það er vissulega nokkuð merkileg staðreynd að þrír bæjarstjórar verði hér á kjörtímabilinu.
Það er að mínu mati ekki hollt fyrir bæinn, eftir að hafa lifað við þann stöðugleika sem fylgt hefur sama bæjarstjóranum í tæplega níu ár. Ég vil stöðugleika og uppbyggingu með verkum sem skilja eitthvað eftir sig. Það eru viss hættumerki á lofti að með svo tíðum skiptum komi upp andi óstöðugleika. Vona ég að sú staða komi ekki upp, þó að sporin hræði sé litið til tíðra borgarstjóraskipta í Reykjavík.
Þær sögusagnir höfðu heyrst eftir kosningarnar í vor að Kristján Þór myndi ganga á bak orða sinna og segja skilið við bæjarmálin með væntanlegu þingframboði. Þeim hinum sömu hefur væntanlega brugðið í brún að á sömu stund og starfslok Kristjáns Þórs voru kynnt var jafnframt opinberað að Kristján Þór yrði forseti bæjarstjórnar í stað Sigrúnar Bjarkar. Verður hann fyrsti bæjarstjórinn í sögu Akureyrarkaupstaðar sem jafnframt verður forseti bæjarstjórnar.
Það er líklegt að Kristján Þór verði mun áhrifameiri og meira sýnilegur sem forseti bæjarstjórnar heldur en forverar hans í því embætti, t.d. Þóra Ákadóttir og Sigrún Björk, enda er hann kjörinn leiðtogi annars samstarfsflokksins. Greinilegt er með þessu að Kristján Þór ætlar að vera áfram áberandi á vettvangi bæjarmálanna, þó auðvitað með öðrum hætti sé en áður var.
Það hefur ekki mikið reynt, enn sem komið er, á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. Það var mitt mat strax á kosninganótt að þetta væri eina starfhæfa samstarfsmynstrið í kortunum. Sumt hefur gengið betur en annað hjá þessum meirihluta. Heilt yfir finnst mér losarabragur hafa einkennt þennan meirihluta og tel tíð bæjarstjóraskipti framundan á vegferðinni fram til næstu kosninga vorið 2010 visst áhyggjuefni.
Sigrún Björk tekur við embætti bæjarstjóra með tímamæli fyrir framan sig. Það er oft eflandi til verkefna, stundum mjög uppáþrengjandi. Sumt hjá þessum meirihluta hefur verið frekar lítt traustvekjandi. Þar vísa ég fyrst og fremst til þess að hann hefur ekki náð að slípa sig vel saman og virkar sundurlaus á tíðum, bæði í skoðunum og verklagi. Sum mál verða þar ofar á baugi en önnur.
Það er kannski eðlilegt að það taki tíma að marka þessum meirihluta grunn. Það skrifast að mörgu leyti á það að aðeins tveir bæjarfulltrúar meirihlutans, fráfarandi og verðandi bæjarstjóri, höfðu setið í bæjarstjórn fyrir kosningarnar í vor. Eins og flestir bæjarbúar vita var það eitt fyrsta verkefni nýs meirihluta flokkanna að stokka upp í nefndakerfi bæjarins. Með því var nefndum fækkað og nokkrum þeirra skeytt saman. Þar komu vissir nýjir tímar fram.
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd og áfengis- og vímuvarnarnefnd, auk tómstundamálum var skeytt saman í eina nefnd, samfélags- og mannréttindaráð, og menningarmálanefnd lögð niður. Verksvið menningarmálanefndar var færð undir önnur verkefni tengd atvinnumálum og fleiru og heitir Akureyrarstofa. Þetta voru að mörgu leyti athyglisverðar breytingar sem voru kynntar í vor.
Samhliða þessu var embætti bæjarritara endurvakið og hann skipaður ásamt fjármálastjóra og starfsmannastjóra í framkvæmdastjórn bæjarins í kjölfar þess að störf sviðsstjóra voru lögð niður. Ég er einn þeirra sem hef verið svolítið efins um þessar breytingar. Ég sé ekki þörfina á að sameina þessar nefndir og þaðan af síður að leggja niður menningarmálanefnd í þeirri mynd sem hún hefur verið.
Hún hefur verið að vinna mjög gott verk og mér finnst það nokkuð ankanalegt að breyta henni með þeim hætti sem blasir við. Ég tók að hluta þátt í störfum jafnréttis- og fjölskyldunefndar á liðnu kjörtímabili og komst að því að sú nefnd tók á mörgum mikilvægum þáttum og vann gott verk. Það var sérstaklega ánægjulegt að vinna með Katrínu jafnréttisfulltrúa bæjarins í jafnréttismálunum en hún hefur þar unnið gott verk.
Margir hafa spurt sig að því seinustu vikur hver sé þörfin á því að færa jafnréttismálin inn í aðra flokka og t.d. skeyta saman áfengis- og vímuvarnarmálum við það. Ég verð að viðurkenna að ég tel þetta umhugsunarverða ákvörðun. Í raun má segja að öll verkefni nýja ráðsins heyri undir ólík svið.
Að mínu mati hefði verið réttast að efla þær nefndir sem fyrir væru með því að láta þær starfa áfram með sama hætti. Mest undrast ég örlög menningarmálanefndarinnar, enda tel ég að hún eigi að vera áfram undir sömu formerkjum. Þetta er mín skoðun, sem vel hefur komið fram áður og rétt er að endurtaka á þessum vettvangi.
Sem flokksbundinn sjálfstæðismaður mun ég fylgjast með verkum þessa meirihluta af áhuga næstu 42 mánuðina, fram til kosninga vorið 2010. Þetta kjörtímabil er rétt að hefjast, en það markast nú þegar af miklum breytingum hjá Akureyrarbæ. Þeirra stærst eru auðvitað endalok bæjarstjóraferils Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Það verða einhverjir aðrir að skrifa sögu þess tíma, en ég tel að verkin og framkvæmdirnar á þessum árum tali sínu máli. Það er vonandi að þessum meirihluta gefist að vinna jafnvel og öflugt í þágu bæjarbúa allra undir forystu Sigrúnar Bjarkar og Hermanns Jóns á bæjarstjórastóli það sem eftir lifir kjörtímabilsins.
Farsæld þessa meirihluta og flokkanna sem skipa hann markast af verkunum og hvernig þessum flokkum gengur að vinna saman. Betur má ef duga skal eigi vel að fara, segi ég og skrifa.
Pistill eftir mig sem birtist á www.pollurinn.net í dag, 5. desember 2006.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 12:41
Suðurlandsveg verður að tvöfalda

Ég hvet alla til að smella á sudurlandsvegur.is og skrifa þar undir áskorun til samgönguráðherra um að tvöfalda Suðurlandsveg, án tafar. Árið 2006 er sorglegt í umferðinni. 27 hafa látist í umferðarslysum á árinu. Þeir voru 19 í september er átakið "Nú segjum við stopp" hófst.
Þetta er sorgleg þróun, sem okkur öllum ber skylda til að reyna að snúa við.
![]() |
2.000 undirskriftir frá laugardegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 00:32
Sápuóperan í Frjálslynda flokknum
Merkilegustu tíðindi viðtalsins var óneitanlega þau ummæli formannsins að Margrét Sverrisdóttir hefði ekki verið rekin sem framkvæmdastjóri þingflokksins, heldur hefði henni bara verið sagt upp með tilhlýðilegum uppsagnarfresti. Ekki veit ég hverju Guðjón vandist á sjónum en síðast þegar ég vissi var uppsögn sama eðlis, hvort sem fólk vinnur uppsagnarfrest eður ei. Lítill munur þar á.
Í dag var Magnús Þór Hafsteinsson að spila sig gleiðan í hádegisviðtali fréttastofu Stöðvar 2. Mesta athyglina vakti þar að honum fannst það stórtíðindi að Margrét hefði vogað sér að tilkynna um áhuga eða metnað í þá átt að annaðhvort leiða flokkinn á kosningavetri eða sparka honum sem varaformanni og taka sess hans. Það teljast engin tíðindi.
Fyrir síðustu kosningar gerðu flestir ráð fyrir því að Margrét vildi leiða flokkinn og oftar en einu sinni hefur verið rætt um að Margrét færi í varaformannsframboð. Síðast tryggði hún Magnúsi Þór endurkjör í baráttu við Gunnar Örlygsson. Magnús Þór hefur alltaf verið í hálfgerðum ribbaldahasar í sinni pólitík, svo fáum er tekið að bregða við vinnubrögð hans við að snúa stöðunni á hvolf.

Það að ætla að reyna telja fólki trú um að það að reka tryggan framkvæmdastjóra, og þar að auki dóttur stofnanda flokksins, frá störfum með hranalegum hætti og gegn hennar vilja sé góðverk í hennar þágu er enda eitthvað sem enginn skilur í raun. Það er varla furða. En valdabaráttan er að verða ansi beitt þarna og ýmsum ráðum beitt.
Þessi valdabarátta hefur grasserað greinilega mjög lengi undir niðri og er orðin verulega harðskeytt. Valdabaráttan í Framsóknarflokknum á þessari stundu verður einhvernveginn sem hin mildasta Disney-mynd miðað við þetta, enda eru þarna stofnandi flokksins og armur hans að berjast við þingflokkinn og félaga þeirra sem nýlega eru munstraðir á skipið.
Það er það merkilegasta við þetta allt að þetta fólk er á leið í kosningabaráttu og þarf að vinna saman og þá varla talast það við. Það er andi klofnings og valdaerja þarna í loftinu og varla er það efnilegt í byrjun kosningavetrar. Enda leggur enginn peningana sína undir það að þetta fólk geti unnið trúverðugt saman úr þessu.
![]() |
Sagði forseta þingsins leggja Frjálslynda flokkinn í einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2006 | 21:17
John Bolton hættir sem sendiherra hjá SÞ

Deilt var um fortíð Boltons og orð hans og gjörðir á ýmsum sviðum. Dregin var upp dökk mynd af honum og á það m.a. minnt að hann hafi til fjölda ára bæði verið andvígur Sameinuðu þjóðunum og starfi þeirra. Það sem í upphafi byrjaði sem smávægileg gagnrýni jókst jafnt og þétt og að því kom að hann var ekki öruggur um stuðning í embættið, ekki einu sinni meðal repúblikana í öldungadeildinni. Til þess kom í sumarleyfi þingsins í ágúst 2005 að Bush beitti rétti sínum að skipa Bolton án samþykkis þingsins og með flýtimeðferð og gildir sú skipun fram til 3. janúar, er nýtt þing kemur saman. Hann var því aldrei staðfestur af þinginu til verka.
Eftir þingkosningarnar benti Bush forseti á það með mildilegum hætti til fráfarandi þingmeirihluta repúblikana í öldungadeildinni að það væri lag að samþykkja Bolton fyrir lok starfstíma þingsins. Varð utanríkismálanefnd þingsins að samþykkja valið áður en það gat farið fyrir þingdeildina. Var sú von byggð á mjög veiku sandrifi enda leið ekki á löngu þar til að Lincoln Chafee, einn af þingmönnum repúblikana í öldungadeildinni, sem féll í kosningunum í nóvember í Rhode Island, sagðist ekki myndu láta það vera sitt síðasta embættisverk í þinginu að samþykkja skipan John Bolton, eftir að utanríkisstefna forsetans hefði fengið svo afgerandi skell og verið hafnað.
Örlög Boltons hafa því verið ráðin um nokkuð skeið. Repúblikanar voru ekki samstíga um Bolton og því fór sem fór. Málið festist í utanríkismáladeildinni og vonlaust að ná um það samstöðu, enda aldrei sáttatónn um skipan Boltons, sem hljóta að teljast ein mestu pólitísku mistök forsetans á valdaferlinum. Það er því ljóst að Bush forseti verður að fara að leita sér að nýju sendiherraefni í Sameinuðu þjóðirnar sem getur tekið til starfa þar þegar að umboð hins lánlausa John Bolton rennur út þann 3. janúar með umboði fráfarandi deilda Bandaríkjaþings.
![]() |
Bush samþykkir afsögn Johns Boltons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 17:09
Sviptingar í Árborg - Ragnheiður verður bæjarstjóri

Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hefur fjóra bæjarfulltrúa af níu. Hann var ótvíræður sigurvegari kosninganna þar í vor, bætti við sig tveim bæjarfulltrúum og 20% fylgi. Skilaboð kjósenda í vor voru með þeim hætti að honum skyldi falin forysta í bæjarmálunum. Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrum rektor Tækniháskólans, var ráðin bæjarstjóri í Árborg af nýjum meirihluta og tók hún við embættinu af Einari Njálssyni um mitt sumar. Það eru vonbrigði að Stefanía Katrín hafi ekki fengið lengri tíma til verka á bæjarstjórastóli. Það er mikill missir fyrir íbúa Árborgar af henni með þessum hætti og fróðlegt að sjá í hvaða átt Stefanía Katrín heldur nú.
Eins og fyrr segir verður Ragnheiður Hergeirsdóttir nú bæjarstjóri í Árborg. Hún leiddi Samfylkinguna í kosningunum í vor og hefur verið bæjarfulltrúi þar frá árinu 2002. Í kjölfar þessa hefur Ragnheiður formlega afþakkað fjórða sætið á framboðslista Samfylkingarinnar, sem hún vann í prófkjöri í nóvemberbyrjun. Aðeins 25 atkvæðum munaði að Ragnheiður hefði fellt Lúðvík Bergvinsson úr öðru sæti listans og með því komist í öruggt þingsæti. Hún hefur nú lagt drauma um landsmálaframboð á hilluna. Nú tekur við það verkefni fyrir uppstillingarnefnd að velja annan frambjóðanda í fjórða sætið, væntanlega konu. Varla verður það Guðrún Erlingsdóttir, enda ef hún yrði fjórða mundu þrír Eyjamenn verða í topp fjögur.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig meirihluta VG, Samfylkingar og Framsóknar í Árborg muni ganga. Þetta er mjög naumur meirihluti þriggja afla, þar sem væntanlega lítið má út af bera. Þetta virkar því veikburða meirihluti, fljótt á litið. Það eru mikil tíðindi að sigurvegari kosninganna í vor verði ekki lengur í meirihluta, afl sem hefur fjóra bæjarfulltrúa af níu. Eitt aðalmálið sem varð til þess að fella fyrri meirihluta voru kröfur framsóknarmanna um að hækka laun bæjarfulltrúa verulega. Sú ákvörðun sjálfstæðismanna að hafna því varð örlagarík. Það verður fróðlegt að sjá hvort launin hækka hjá vinstrimeirihlutanum.
![]() |
Nýr bæjarstjóri í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 00:20
Dýrkeypt tæknileg mistök Árna Johnsen

Mér fannst þessi könnun kristalskýr. Hún sýnir fylgistap Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi. Þar virðast fleiri vera sáttir við innkomu Árna en aðrir. Sem sjálfstæðismaður í Norðausturkjördæmi sem sér nokkurt fylgistap flokksins þar á mjög skömmum tíma birtast í þessari skoðanakönnun, að því er virðist vegna þessa máls, er erfitt annað en láta skoðanir sínar afgerandi í ljósi. Sé ég ekki eftir því. Ég lít enda svo á að þessi vefur sé lifandi vettvangur skoðana minna og ég læt hér allt flakka sem mér finnst um málefni dagsins í dag. Þessi staða er ólíðandi og á henni verður að taka.
Það hlýtur að fara um sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu við að sjá fylgistapið sem þar verður og við hér hljótum að hugsa okkar um þetta. Ályktun sjálfstæðisfélagsins á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem ég sá um daginn vegna máls Árna og beind var til hans var kjarnyrt og góð. Það er afskaplega eðlilegt að flokksmenn um allt land bregðist við eftir óásættanleg ummæli Árna Johnsen. Klúður hans í orðavali um lögbrot sín, sem hann nefndi tæknileg mistök, voru mjög alvarlegs eðlis og flestum flokksmönnum gjörsamlega ofbauð. Það sem meira var að almennum kjósendum í landinu ofbauð líka. Öllu sómakæru fólki ofbauð. Það er því ekki furða að flokkurinn verði fyrir áfalli.
Það er mjög erfitt fyrir flokksbundna sjálfstæðismenn um land allt að tala máli Árna úr þessu. Hafi fólki mislíkað árangur hans í prófkjöri ofbauð því algjörlega við fyrrnefnd ummæli hans. Það er mikilvægt að tjá sig um þetta og láta þær skoðanir í ljósi. Ég get ekki hugsað mér að mæla Árna bót og ég tel að framboð hans muni skaða Sjálfstæðisflokkinn og það gríðarlega um nær allt land. Ég sá að Árni sagði um daginn um þessa könnun að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi væru greinilega staðfastari en annarsstaðar á landinu. Mislíkuðu mér þessi ummæli. Það er með ólíkindum að hlusta á þennan mann. Það er orðið með öllu óásættanlegt fyrir flokksmenn að sætta sig við pólitíska endurkomu hans.
Sumum hefur fundist ég vera kjarnyrtur vegna þessa máls. Það er hið besta mál ef svo er. Það verður að vera. Það er enginn bættari að láta þetta mál yfir sig ganga. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í einu vetfangi beðið mikinn hnekki af. Fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu og hér í Norðausturkjördæmi hefur minnkað verulega á skömmum tíma. Fyrir því eru ástæður og á því verður að taka. Það er ekki hægt að láta klúður flokksins á einum stað verða að landsklúðri þessa stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mjög einfalt mál. Nú er kominn tími til að taka á þessum vanda áður en hann verður víðtækari og erfiðari en nú er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 20:42
Margrét útilokar ekki formannsframboð

Þær sögur Margrétar og föður hennar, Sverris Hermannssonar, fyrrum ráðherra og bankastjóra, sem stofnaði flokkinn fyrir áratug, að Jón hafi verið örlagavaldur í brottrekstrinum fengu talsverðan byr undir báða vængi í kvöldfréttum Sjónvarps. Þar birtist tölvupóstur Jóns til hóps manna sem með honum fylgdu úr Nýju afli til Frjálslynda flokksins þar sem hann boðar til fundarhalda til að ræða stöðu mála innan flokksins. Það var tíu dögum áður en Margréti var sagt upp störfum. Þar heldur Jón því fram að Margrét starfi gegn hagsmunum Frjálslynda flokksins.

Það verður reyndar ekki sagt að framganga Guðjóns Arnars í málinu hafi verið traustvekjandi, enda var reynt að láta líta svo út sem að þessi uppsögn hefði verið sett fram með hagsmuni Margrétar í huga vegna þingframboðs hennar. Það stenst enda enga skoðun að fólki sé sagt upp með velferð þess sjálfs í huga. Það virðist því vera orðið ansi kalt innan veggja Frjálslynda flokksins.
Væringarnar vegna uppsagnarinnar og tölvupóstsamskiptin segja sína sögu án annarra orða mjög vel. Það var fróðlegt að heyra hvernig Margrét talaði um samstarfsmenn sína innan flokksins og greinilegt að kuldinn hefur kraumað þar undir alllengi áður en óstarfhæft varð þar milli fólks. Greinilegt er að Margrét hefur fengið nóg af stöðunni. Þetta viðtal segir sína sögu.
Yfirlýsingar hennar um að hún gefi kost á sér til forystu í flokknum eru stóru tíðindi viðtalsins. Útilokar hún ekki að gefa kost á sér gegn Guðjóni Arnari en segir öruggt að ella gefi hún kost á sér til varaformennsku gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Virðist Sverrisarmur flokksins vera að vígbúast til þessara átaka.
![]() |
Margrét segir eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2006 | 17:38
Silfrið án Egils Helgasonar

Það var þar reyndar ágætisviðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem var að reyna að útskýra orð sín á flokksfundi Samfylkingarinnar á Reykjanesi í gær og þar voru líflegar umræður um stjórnmálaviðhorfið við Sæunni, Össur, Ögmund og Ólaf F. sem voru svo sannarlega ekki sammála um allt.
En fjarvera Egils Helgasonar var mjög áberandi. Hann mætti ekki í Ísland í dag í vikunni vegna veikinda í fjarlægri borg, að því er sagt var. En það að hann vanti í þáttinn sinn, Silfur Egils, eru mikil tíðindi, enda man ég varla eftir þættinum Silfri Egils án sjálfs Egils. Það er reyndar liðónýtt prógramm án hans, svo maður tali hreint út.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2006 | 15:25
Pólitísk hnútuköst innan Samfylkingarinnar

Össur er greinilega mjög sár yfir svipuhöggunum sem formaðurinn beindi til hans og segir svo á vef sínum í pistli í gærkvöldi: "Í morgun fór ég svo á flokksstjórnarfund í Keflavík þar sem formaður flokksins sagði að þjóðin þyrði ekki að treysta þingflokki Samfylkingarinnar. Það gerði allar helstu fréttir kvöldsins, og má lesa á tveggja hæða fjórdálka frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Í Gjálfri Egils á morgun þarf ég að mæta og útskýra orð formannsins. Sjú-En-laí var alltaf fenginn ef þurfti að skýra meininguna í orðum Maós formanns. Ég er náttúrlega einsog fiskur í því vatni. Við Ingibjörg vitum yfirleitt hvað hitt hugsar áður en það er komið á form orða."
Það þarf ekki sérfræðing í íslenskum stjórnmálum til að sjá að Ingibjörg Sólrún er að kenna þingflokknum og öflunum sem þar hafa ráðið um það hver staða flokksins er. Hún hlaut færri atkvæði innan þingflokksins en Össur í formannskjörinu milli þeirra svilanna vorið 2005 og það hafa verið hnútuköst þar innanborðs og ekki alltaf allir á eitt sáttir. Eitt af nýjustu klúðrunum var umhverfisstefnan svokallaða sem var dauð áður en hún birtist á prenti. Ekki fyrr hafði hún verið kynnt en héraðshöfðingjar flokksins um allt land komu fram opinberlega og minntu nú á að stóriðjan í þeirra nágrenni væri næst á dagskrá. Að lokum voru allir stóriðjukostirnir á borði flokksins. Vandræðalegt það.
Pólitísk framtíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur mun ráðast í þessari kosningabaráttu. Hún fær nú hið gullna tækifæri sitt til að reyna að fella ríkisstjórnina og marka Samfylkingunni sóknarfæri til stjórnarforystu. Sú staða er svo sannarlega ekki í kortunum í nýrri skoðanakönnun Gallups, sem færir flokknum aðeins 16 þingsæti, fjórum færri en síðast. Þar sést vel að flokkurinn hefur veikst á landsbyggðinni. Hér í Norðaustri mælist t.d. Samfylkingin aðeins 18% nú og annar maður listans að verða veikur inni miðað við það. Það mælist aðeins einn þingmaður í Norðvestri og svo aðeins tveir í Suðrinu, hinu gamalgróna vígi Margrétar Frímannsdóttur.
Ingibjörg Sólrún er ekki öfundsverð yfir stöðunni sem við blasir. Hún hagnast ekki á minna fylgi Sjálfstæðisflokksins vegna Árnamálsins og sér að góð ráð eru að verða dýr á hennar slóðum. Þessi nálgun hennar að skella skuldinni á Össur og þingflokkinn vekur mikla athygli. Þetta markar það að fari illa muni hún kenna þingflokknum um hvernig aflaga fór og þar sé þeim um að kenna sem eftir séu af gamla liðinu. Hún tekur engan skell af stöðunni sjálf. Það er tvíeggjað sverð. Það getur varla gengið. Fái Samfylkingin skell undir forystu Ingibjargar Sólrúnar að vori hljóta allir að horfa á formanninn, nema hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2006 | 13:25
Barátta Lúðvíks fyrir sönnun á faðerni Hermanns

Steingrímur hefur ekki viljað viðurkenna að Lúðvík sé bróðir hans og hefur neitað að afhenda DNA-sýni úr sér til rannsóknar. Lúðvík er skráður sonur Gizurar Bergsteinssonar, fyrrum forseta Hæstaréttar, en móðir Lúðvíks var lengi ritari Hermanns Jónassonar og með þeim var vinskapur. Vill Lúðvík nú reyna á að fá sannað í eitt skipti fyrir öll sannleikann í málinu.

Það vakti athygli í sumar þegar að Lúðvík sendi út frá sér fréttatilkynningu um framboð til formennsku í Framsóknarflokknum. Það var greinilega fyrst og fremst grín af hálfu Lúðvíks að gefa upp þann möguleika og reyna með því að feta í fótspor feðganna Hermanns og Steingríms. Væntanlega var Steingrími ekki hlátur í huga yfir þessu öllu saman.
En þetta er vissulega fróðlegt mál og athyglisvert að sjá hvernig því muni ljúka, en nú fer það aftur fyrir Hæstarétt.
![]() |
Fer aftur til Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 01:53
Sigur kvenna í prófkjöri vinstri grænna

Það verður að segjast alveg eins og er að þetta var velheppnað prófkjör hjá vinstri grænum. Þetta er í fyrsta skiptið hérlendis sem flokkur hefur samtímis eitt prófkjör fyrir þrjú kjördæmi, en það hefur tíðkast hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu að hafa sameiginlegt prófkjör fyrir borgarkjördæmin tvö. Þetta var því merkilegt prófkjör vissulega. Var lengi vel ekki með á hvernig að þetta færi fram en fékk svo nákvæmar útlistingar á því nú hina síðustu daga. Flokksmenn kusu þrjá í efsta sætið, þrjá í það annað og svo koll af kolli.
Það eru reyndar merkilegustu tíðindi þessa prófkjörs að kynjakvótarnir munu væntanlega hjálpa körlum til að komast ofar á lista, enda eru fléttulistar festir í sessi hjá VG umfram allt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig útreikningar taka við í þeim efnum. Það blasir við þarna að VG þarf varla fléttulista í þessari stöðu, enda eru hlutföll kynjanna með þeim hætti að konur tapa ekki á jafnri keppni við karlmenn. Svosem varla við því að búast, enda margar öflugar konur í framboði.
![]() |
Ögmundur, Katrín og Kolbrún efst í prófkjöri VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2006 | 01:04
Erfiður vetur framundan hjá Framsókn

Nú hefur Jón setið á formannsstóli í Framsóknarflokknum í rúma þrjá mánuði. Það verður seint sagt að það hafi verið fengsæll tími fyrir flokkinn, sem mælist með innan við tíu prósenta fylgi í könnun Gallups í vikunni. Það eru ekki tölur sem Framsókn á að venjast og mun minna en á sama tímapunkti fyrir kosningarnar 2003. Mér finnst lítið hafa borið á Jóni sem formanni Framsóknarflokksins. Það eru margir sem enn spyrja hvernig stjórnmálamaður hann sé.
Í nýjustu könnun Gallups mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með fimm þingsæti - hann er minnstur þingflokkanna á Alþingi skv. því, orðinn minni en Frjálslyndi flokkurinn. Skv. henni eru Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og Jón Sigurðsson öll utan þings. Framsóknarflokkurinn mælist því ekki með neinn þingmann á höfuðborgarsvæðinu og þrír ráðherrar í vondri pólitískri stöðu. Flokkurinn er að mælast með tvo þingmenn í Norðvestri og Norðaustri og einn í Suðri. Rýr uppskera það og skiljanlegt að örvænting fari að grípa um sig þarna innan veggja.
Jón hefur verið áhrifamaður í flokkskjarnanum lengi en nær alla tíð til baka í honum. Hann þekkir innviði flokksins giska vel. Það er öllum ljóst að hann mun reyna að stilla saman strengi í flokknum og tryggja að hann komi standandi og vígfimur til kosninganna að vori. Þar er mikil vinna framundan. Framsókn beið afhroð víða í vor, t.d. Akureyri og Kópavogi. Ég hef lengi verið að vasast í stjórnmálum hér og man aldrei eftir Framsókn eins illa á sig kominn hér og nú. Það verður fróðlegt að sjá hversu mikið skipbrot Framsóknar verður hér í Norðaustri.
Ég fjallaði nokkuð ítarlega um flokksstarf Jóns hjá Framsókn og bakgrunn hans þar í ítarlegri bloggfærslu skömmu eftir formannskjör hans. Ég bendi á þau skrif. En spurningar stjórnmálaáhugamanna hljóta nú enn að snúast um það hver Jón Sigurðsson sé í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst verulega lítið hafa enn reynt á þennan einn valdamesta stjórnmálamann landsins sem kom eiginlega bakdyramegin inn í forystusveit íslenskra stjórnmála í sumar. Hann kom þar óvænt inn til forystu.
Það verður athyglisvert að kynna sér pólitík hans og forystu í þessari kosningabaráttu sem senn hefst. Það verður eldskírn hans sem stjórnmálamanns. Eins og staðan er núna getur Framsókn vart vænst fleiri en 7-9 þingsæta að vori. Það verður fróðlegt að sjá hvernig samsetning verði á þingflokki Framsóknar að vori. Ég held að þetta séu örlagaríkustu kosningar Framsóknar í áratugi. Grunntilvera flokksins og staða þeirra næstu árin mun þar ráðast að mörgu leyti.
Þetta er 90 ára flokkur með langa og litríka sögu. Það mun verða mjög örlagaríkt fyrir flokkinn ef ungliðar detta af þingi (t.d. vegna innkomu Jóns í borginni) og eftir stendur gamall þingflokkur liðinna tíma úr formannstíð Halldórs Ásgrímssonar. Nú reynir væntanlega á það hvernig að nýr formaður stýrir sínu liði.
![]() |
Hafði ekki samráð við Halldór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |