Sigur kvenna í prófkjöri vinstri grænna

Katrín Jakobsdóttir Konur unnu stóra sigra í prófkjöri vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu og Ögmundur Jónasson fékk afgerandi leiðtogakjör. Stærsti sigurvegarinn telst þó varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir sem hlaut kosningu í efsta sæti í einu kjördæmanna þriggja og varð t.d. ofar en Kolbrún Halldórsdóttir. Katrín er því greinilega á leið á þing. Annar stór sigurvegari er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambandsins, sem fær kosningu í annað sætið á einum listanum. Guðfríður Lilja gekk í flokkinn fyrir prófkjörið og fékk flotta kosningu.

Það verður að segjast alveg eins og er að þetta var velheppnað prófkjör hjá vinstri grænum. Þetta er í fyrsta skiptið hérlendis sem flokkur hefur samtímis eitt prófkjör fyrir þrjú kjördæmi, en það hefur tíðkast hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu að hafa sameiginlegt prófkjör fyrir borgarkjördæmin tvö. Þetta var því merkilegt prófkjör vissulega. Var lengi vel ekki með á hvernig að þetta færi fram en fékk svo nákvæmar útlistingar á því nú hina síðustu daga. Flokksmenn kusu þrjá í efsta sætið, þrjá í það annað og svo koll af kolli. 

Það eru reyndar merkilegustu tíðindi þessa prófkjörs að kynjakvótarnir munu væntanlega hjálpa körlum til að komast ofar á lista, enda eru fléttulistar festir í sessi hjá VG umfram allt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig útreikningar taka við í þeim efnum. Það blasir við þarna að VG þarf varla fléttulista í þessari stöðu, enda eru hlutföll kynjanna með þeim hætti að konur tapa ekki á jafnri keppni við karlmenn. Svosem varla við því að búast, enda margar öflugar konur í framboði. 

mbl.is Ögmundur, Katrín og Kolbrún efst í prófkjöri VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Satt segir þú, þetta var sniðugt hjá Vinstri grænum hvernig staðið var að prófkjörinu - að hafa sameiginlegt prófkjör fyrir nokkur kjördæmi. 

 En fléttulisti getur líka virkað í hina áttina, af hverju ætti það ekki að vera þannig að það sé líka gætt þess að það sé bæði karlar og konur í efstu sætunum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.12.2006 kl. 11:20

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég held að þetta sé í sjálfu sér gott fyrir Vinstri græna, þ.e. útkoman í prófkjörinu. Þó ég verði seint talinn vinstri þá er ég sæmilega grænn og held að Katrín og Guðfríður Lilja séu báðar alls óvitlausar. En Ögmundur er tiltölulega týndur úti á túni ("sendum viðskiptabankana úr landi, þeim gengur allt of vel fyrir minn smekk og ég kann ekki við svona velgengni, sveiattan...") og Kolbrún er líka af veruleikafirrtara taginu. En þessi flokkur á efnilegt fólk í yngri kantinum, það blasir við, og vonandi greindarvísitala orðræðunnar þaðan uppávið jafnhliða nýju blóði.

Jón Agnar Ólason, 3.12.2006 kl. 14:16

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er svo sannarlega sammála þér um það að Kolbrún og Ögmundur eru frekar týnd úti á túni. Katrín og Guðfríður Lilja færa þeim ferskan blæ og innkoma þeirra í svo til örugg þingsæti (skv. könnunum núna) boðar góð tíðindi fyrir þá. Var reyndar hissa á að yngra fólkið margt færi ekki ofar, þó að formaður UVG sé vissulega þarna í topp þrjú minnir mig. En ég hef aldrei skilið það að við hægrimennirnir getum ekki verið grænir. Sjálfur er ég enginn andstæðingur umhverfisins og flokka mig með Illuga Gunnarssyni sem hægri grænn, hiklaust. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.12.2006 kl. 14:21

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Salvör: Úrslitin þýða að Álfheiður Ingadóttir þarf að fara niður í þriðja sætið, enda eru fléttulistar festir í prófkjörsreglunum. Gestur Svavarsson, sonur Svavars Gestssonar og bróðir Svandísar, tekur því annað sætið, væntanlega í Kraganum á eftir Katrínu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.12.2006 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband