18.2.2009 | 18:28
Steingrímur staðfestir hvalveiðaákvörðun Einars
Velti samt fyrir mér hvernig þessi ákvörðun fari í flokksfélaga Steingríms J. og þá Samfylkingarfélaga sem hafa verið hvað andvígastir hvalveiðum. Þetta er niðurlægjandi ákvörðun fyrir þá, en þeir verða að sætta sig við þingmeirihlutann á bakvið hvalveiðar.
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 12:53
Úrræðaleysi í ofbeldis- og eineltismálum í skólum
Slíkt getur þó gerst því miður og er málið í FSU eitt þeirra alvarlegri. Skólayfirvöld verða þá að geta tekið á málinu af festu og ábyrgð. Í raun ættu að vera einhverjar verklagsreglur og skýr vinnubrögð til staðar í svona málum, enda á að vernda rétt þeirra sem stunda nám eða verða fyrir síendurteknu eða alvarlegu ofbeldi eða einelti af einhverju tagi. Slíkt á ekki að líðast af nokkru tagi.
Gróft ofbeldi og einelti er partur af því sem vinna á gegn í skólum landsins með öllum tiltækum ráðum.
![]() |
Hópur unglinga réðist á einn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 14:22
Svandís fer fram gegn Katrínu og Kolbrúnu
Mér finnst það merkileg ákvörðun hjá Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa, að fara í landsmálin á þessum tímapunkti enda er hún þar með að fara fram gegn ráðherrunum Katrínu Jakobsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem báðar hafa mjög nýlega tekið sæti í ríkisstjórn, auk þess sem Katrín er auðvitað varaformaður VG. Flestir höfðu talið að hún færi fram í Norðvesturkjördæmi þar sem líklegt er að Jón Bjarnason dragi sig í hlé. Ákvörðun Svandísar hleypir því spennu í forval VG í Reykjavík.
Varla verður pláss fyrir allar þessar konur samkvæmt kynjakvótum í forystusætunum, séu þeir við lýði sem hlýtur að vera í flokki á borð við VG sem hefur talað mjög fyrir slíkum mörkum til að tryggja jafna aðkomu beggja kynja. Annars þarf svosem enginn að vera hissa á því að Svandís krefjist forystuhlutverks hjá VG á landsvísu. Talað hefur verið um hana sem leiðtogaefni í landsmálum alveg síðan hún varð foringi VG í borgarmálunum.
Mikið hefur verið rætt um að Steingrímur J. hætti í landsmálum á næstu árum, enda setið mjög lengi á þingi, 26 ár, og aðeins Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, verið þar lengur. Framboð Svandísar hlýtur því að teljast yfirlýsing um að hún ætli sér að taka við VG af Steingrími fyrr en síðar.
![]() |
Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2009 | 16:16
Ólafur Ragnar rúinn trausti hjá landsmönnum
Ég held að Ólafur Ragnar hljóti að sjá gríðarlega eftir því að hafa ekki hætt í lok síðasta kjörtímabils. Þar vanmat hann stöðu sína og sá ekki fyrir endanlega hnignun forsetaembættisins við fall útrásarinnar sem var svo nátengd honum persónulega. Hann mun fara stórlega skaddaður af velli þegar hann lætur loks af embætti og í raun er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort forsetaembættið verði nokkru sinni samt eftir misheppnaða forsetatíð hans.
![]() |
Flestir bera traust til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
16.2.2009 | 08:02
Í minningu Sigbjörns Gunnarssonar
Ég hafði lengi fylgst með pólitískum verkum og skoðunum Sigbjörns en í raun aldrei kynnst honum persónulega að ráði fyrr en í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir þremur árum, í febrúar 2006. Þá kom hann úr verkefnum sínum fyrir austan, sem hann hafði sinnt eftir að þingmannsferlinum lauk, og bauð sig fram í prófkjörinu. Við urðum báðir mjög ósáttir með útkomuna úr þeim slag, þó sennilega hann mun meira enda lagði hann mikið að mörkum til að komast í bæjarstjórn Akureyrar og hafði langan pólitískan feril að baki.
Hann tók sæti á framboðslista sjálfstæðismanna hér í bænum í kjölfarið, sem kom mörgum satt best að segja að óvörum eftir útkomuna, allavega mér. Ég vann á kosningaskrifstofunni í þessum kosningaslag og Sigbjörn kom reglulega í kaffispjall á skrifstofuna og við fórum yfir pólitíkina frá mörgum ólíkum hliðum og hugleiddum stöðu mála langt út fyrir Akureyri. Þetta voru notalegar hugleiðingar og skemmtilegar. Sigbjörn hafði pólitíkina í blóðinu og var baráttumaður í þeim efnum.
Ég vil að leiðarlokum þakka Bjössa vináttuna og allar hugleiðingarnar um pólitísk mál, bæði í bæjar- og landsmálum. Ég sendi honum reglulega baráttukveðjur og góðar óskir í síðustu baráttuna hans, þar sem barist var fyrir lífinu sjálfu. Þetta var erfið barátta og það er sorglegt að henni hafi lokið svona. En hann barðist meðan hægt var. Við sjáum það af vefdagbókinni hans. Þar naut ritsnilld og skemmtileg tjáning hans sín vel við erfiðar aðstæður.
Ég vil votta Guggu og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur mínar.
16.2.2009 | 00:07
Fréttastjórafarsi á Stöð 2 - hreinsanir framundan?
Ég held að breytingarnar verði þó bara hjóm af því sem tekur nú við, væntanlega með fullnaðarsigri fréttastjórans á þeim hópi sem lengst hefur unnið á Stöðinni og staðið vörð um alvöru fréttavinnslu af gamla skólanum, ábyrgar og traustar fréttir en ekki poppaðar fréttir, gul pressa í sjónvarpi. Væntanlega mun þetta verða stóra breytingin ásamt einhverjum útlitsbreytingum. Varla heldur fréttastjórinn áfram nema hafa tekið þann slag og haft betur. Væntanlega þess vegna sagði hann upp.
Þetta er spá en eitthvað segir mér að þessi málalok þýði miklar breytingar í mannskap og áherslum í fréttum Stöðvar 2.
![]() |
Óskar Hrafn dregur uppsögn sína til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2009 | 18:42
Baráttan um heimsfræga barnið
Nú er komið í ljós að pabbinn ungi er kannski ekki pabbi eftir allt. Strákar standa víst í biðröð og gera tilkall til þess að eiga hið heimsfræga barn. Þetta mál er að snúast upp í algjöran skrípaleik og vekur sennilega einmitt frekar upp siðferðilegar spurningar en annað og vekur upp vangaveltur um breskt samfélag og þróun þess.
![]() |
Hver er pabbinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2009 | 00:51
Ballaða til Moskvu - óvænt úrslit í Eurovision
Hélt fyrirfram að þetta yrði því annað hvort Hara-systur í Elektru eða Jógvan hinn færeyski. En Jóhanna Guðrún vann farseðilinn út og ég vona að henni muni ganga vel. Lagið er sætt og notalegt og gæti örugglega gert einhverja hluti úti. Vonum það besta allavega.
Hitt er svo annað mál að mér finnst keppnin hálfgert bruðl í þessari kreppu, en það er greinilegt að þjóðin hefur gaman á að horfa skv. áhorfsmælingum og nýtur þessa í botn. Svo er að vona að við tökum ekki bakföll að ergju í vor ef við komumst ekki áfram.
![]() |
Lagið Is it true til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 21:27
Hversu margir munu stinga af til Tortola?
Þeir tímar eiga að vera liðnir að þjóðin láti bjóða sér hálfkveðnar vísur og snúning í lygahringekjunni hjá þessum mönnum. Staðreyndir tala sínu máli nú þegar og í raun ljóst að þarna hefur óeðlilega verið staðið að málum og þjóðin verið höfð að fífli með ómerkilegum útúrsnúningum líkt og fyrrnefndu Silfursviðtali.
Stóra spurningin nú er hvort þessir menn muni hjálpa þjóðinni á þessum örlagatímum eða stinga af til Tortola með allan sinn auð endanlega. Velji þeir seinni kostinn verða þeir landflótta ræflar sem missa endanlega allan trúverðugleika hér heima. Þá verður Tortola þeirra föðurland.
![]() |
Skattaskjólin misnotuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 19:34
Valdatafl í Samfó - ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar
Mér finnst felast í orðum Ingibjargar Sólrúnar að hún ætlar að koma heim af sólarströnd, fara beint inn á landsfund Samfylkingarinnar og í ríkisstjórn og biðja um nýtt umboð til verka. Auðvitað er það hennar val að horfast ekki í augu við eigin mistök og endalaust klúður Samfylkingarinnar á hennar vakt, sem flokkurinn hefur enn ekki axlað ábyrgð á, enda enn við völd. En ég held að landsmenn hljóti að hugleiða ábyrgð hennar og velta fyrir sér hvort hún sé sá forystumaður sem geti leitt þjóðina betur en á meðan hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Ég held að plott Ingibjargar sé að halda áfram og tryggja Degi B. Eggertssyni varaformennskuna og segja svo af sér þegar vel hentar fyrir hana. Ergó Dagur verði formaður flokksins þegar frá dregur án kosningar beint í embættið. Þetta hljómar eins og hið fullkomna lýðræði Samfylkingarinnar sem ætlar að halda áfram með sama liðið í öllum stólum fyrir næstu kosningar og reyna að telja fólki trú um að þeir hafi axlað einhverja ábyrgð án þess þó að hafa gert það.
Þetta er frekar ódýrt lið í pólitík.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ekki að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 16:54
Jón Baldvin afskrifar ISG - hvað með unga fólkið?
Merkilegast af öllu því sem Jón Baldvin segir þó snýr að framtíðinni. Sýn hans á framtíðina er að gamla settið taki við Samfylkingunni og leiði hana á þessu umbrotaári í íslenskum stjórnmálum, Jóhanna eða hann eigi að taka við forystunni af sér yngra fólki. Þetta er dæmigert fyrir þessa kynslóð stjórnmálamanna sem kann ekki að hætta í pólitík og telur sig miðpunkt allra hluta og sé ómissandi. Við höfum séð svona fólk í öðrum flokkum, ekkert síður mínum, og alltaf verður maður jafnhissa á hrokanum og stærilátunum að það eitt sé fullkomið til verka.
Ætlar Samfylkingin virkilega að velja fólk um sjötugt til forystu þegar þarf að taka til í íslenskum stjórnmálum, fá nýja sýn og stöðumat. Er þetta breytingin sem fólk vill. Hvað segir unga fólkið í Samfylkingunni. Vill það ekki að nýtt fólk nýrra tíma leiði þessi umskipti frekar en fólk fortíðarinnar eins og Jón og Jóhanna, það gamla haturstvíeyki sem gekk frá Alþýðuflokknum?
![]() |
Jón vill að Ingibjörg víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 14:55
Valgerður Sverrisdóttir hættir í stjórnmálum

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur nú ákveðið að gefa ekki kost á sér í þingkosningunum í vor og hætta virkri pólitískri þátttöku. Mikil eftirsjá er af Valgerði úr pólitísku starfi hér, enda held ég að allir hafi virt mikils pólitíska elju hennar og góð verk fyrir Norðausturkjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra áður, þrátt fyrir að margir hafi verið ósammála henni um leiðirnar að markmiðum fyrir svæðið og í pólitískum hitamálum á landsvísu. Hún markaði söguleg skref sem kona í karlaflokki á borð við Framsóknarflokkinn og komst áfram á eigin krafti.
Valgerður vann hér á svæðinu sinn mesta pólitíska sigur, þegar hún fór inn við fjórða mann í kosningunum 2003 í Norðaustri, sem enginn átti von á enda tók Framsókn þær kosningar síðustu tíu daga baráttunnar, og mesta ósigur, þegar hún fór ein inn í gamla Norðurlandskjördæmi eystra árið 1999, sem var sögulegt afhroð. Valgerður vann svo mikinn varnarsigur hér í kjördæminu í kosningunum 2007 þegar flokkurinn náði þremur þingsætum þvert á nær allar kosningaspár. Eftir þær kosningar leiddi Valgerður kjördæmi með þrjá þingmenn af sjö hjá Framsókn á landsvísu.
Valgerður hefur alla tíð verið vinnusöm í pólitík og lagt sig alla í verkefnin sem henni er treyst fyrir - hún hefur haft traust samherja sinna til verka. Valgerður hefur alltaf verið hörkutól í pólitísku starfi. Hún þorði alltaf að láta vaða og gerði hlutina eftir sínu höfði. Þó stundum hafi oft verið harkalega að henni sótt, innanflokks sem utan, stóð hún sem sigurvegari eftir öll átökin. Ekki fyrr en kom að hruni bankanna og uppgjörinu við það varð hún að láta í minni pokann og taka þann skell á sig með sitjandi forystu frá gamla Halldórstímanum.
Valgerði tókst að ná lausu þingsæti Ingvars Gíslasonar árið 1987 er mjög var tekist á um hann og sigraði þar marga öfluga karlmenn. Sótt var að sætinu hennar fyrir kosningarnar 1995 og í aðdraganda kosninganna 1999 sóttust hún og Jakob Björnsson fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, um leiðtogastólinn er Guðmundur Bjarnason hætti (og fór í Íbúðalánasjóð). Valgerður valtaði yfir hann. Hún vann svo leiðtogasæti flokksins í Norðausturkjördæmi með glans fyrir kosningarnar 2003 og vann Jón Kristjánsson í drengilegri baráttu norðurs og austurs.
Valgerður hefur því alltaf þurft að berjast fyrir sínu og ávallt haft betur innan síns flokks. Valgerður Sverrisdóttir er mikil kjarnakona. Hún er langrækin og lætur enga, allra síst pólitíska andstæðinga, eiga eitthvað inni hjá sér. Ég verð að viðurkenna að ég hef dáðst að elju hennar, sérstaklega þegar hún var utanríkisráðherra. Þrátt fyrir annir og fundi um allan heim var hún mætt á fundi og samkomur hér í Norðaustri. Þar sást best kraftur hennar.
Í gegnum kynni mín af henni hef ég kynnst öflugri og beittri konu sem talar af krafti þegar að hún hefur skoðanir. Það er mikilvægt að svoleiðis fólk sé í stjórnmálum. Þrátt fyrir allt tel ég að hún verði metinn einn sterkasti forystumaður Framsóknarflokksins á síðustu áratugum og augljóst er að hún markaði söguleg þáttaskil fyrir konur í Framsókn með verkum sínum.
![]() |
Valgerður ekki í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 01:33
Rotin vinnubrögð og siðleysi felldu bankana
Æ betur sést að rotin vinnubrögð og blint siðleysi felldu bankana og fjármálakerfi landsins í raun. Vandinn var að stóru leyti heimatilbúinn. Þeir sem réðu för gleymdu sér í sukki og svínaríi, hættu að velta fyrir sér aðalatriðum málsins blindaðir af peningagræðgi og siðleysi á meðan allt fór á versta veg. Aukaatriðin réðu för þegar þurfti að hafa augun opin og horfa gagnrýnt og heiðarlega á stöðu þjóðarinnar. Drambið var falli næst.
Miðað við skrifin um vinnubrögðin í bönkunum er sláandi að ekkert skyldi gert og enginn hafi vaknað fyrr en úti í skurði. Enn eru sumir meira að segja að velta fyrir sér hvernig við lentum úti í skurði og vilja kenna öðrum um það. Staðreyndin var sú að örfáir menn spiluðu þjóðina út í öngstræti eymdar og skelfingar og við misstum yfirsjón á fjöregginu sjálfu, því allra mikilvægasta sem til er.
Þetta er heiðarleg umfjöllun um starfið í bönkunum og vonandi verður þetta öllum víti til varnaðar - lærdómur um að nýja Ísland verði byggt upp heiðarlega og hugleitt hvað skiptir mestu í máli í staðinn fyrir stundargræðgi og hagsmuni.
![]() |
Reynslulausir réðu í bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 17:15
Sjálfstæðisflokkurinn styrkist - VG dalar hratt
Þessar kosningar munu væntanlega fyrst og fremst einkennast af því að pólitíska litrófið stokkar sig upp og endurnýjar sig, sérstaklega á hægrivæng stjórnmálanna. Flest bendir orðið til að Bjarni Benediktsson verði formaður Sjálfstæðisflokksins og með honum verði nýtt fólk í forystusveitinni í nokkrum kjördæmum og neðar á lista. Ekki þarf að efast um endurnýjun og breytingar þar.
Vinstriflokkarnir virðast mest staðnaðir og sérstaklega virðist VG lítið sem ekkert stokka sig upp. Helst að Jón Bjarnason muni hætta á þingi en annað verða eins. Ég held að fólk muni kjósa uppstokkun í vor og vilja breyta til og fá nýtt fólk til forystu, ekki fólk sem er hokið eftir margra ára þingsetu og hefur setið í ríkisstjórn bankahrunsins.
![]() |
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 11:09
Ólöf Nordal fer í framboð í Reykjavík í vor
Ég hef fullan skilning á ákvörðun hennar og studdi hana þegar hún hafði samband við mig í gær og vildi heyra hljóðið í mér með þau mál. Hún er í sérflokki og þörf fyrir krafta hennar í forystusveitinni í Reykjavík. Þar á hún að vera. Ég var þeirrar skoðunar og var tilbúinn að leggja henni allt lið með að tryggja setu hennar ofar á framboðslistanum hér í Norðausturkjördæmi, enda mjög öflugur frambjóðandi.
Ég þekkti Ólöfu lítið sem ekkert sem flokksframbjóðanda og forystukonu í innra starfinu en þess þá meira verk hennar og afburðaþekkingu á mörgum málum, sem hafa komið sér vel fyrir hana í þingstarfinu, þegar hún hringdi í mig í aðdraganda alþingiskosninganna 2007, fyrir prófkjör okkar síðla árs 2006 og bað mig um stuðning við framboð sitt. Síðan hef ég stutt hana ötullega í pólitískri baráttu.
Ólöf er einfaldlega pólitíkus af því kaliberi að hún á að vera í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og það er full þörf fyrir krafta hennar í Reykjavík, þar sem mikil endurnýjun verður í þessum kosningum. Ég vona að hún nái leiðtogasæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu, enda þarf þar öflugt fólk til að taka við af Birni Bjarnasyni og Geir H. Haarde í efstu sætum listanna.
Brotthvarf hennar er samt mikið áfall fyrir okkur í Norðausturkjördæmi. Ég mun sakna hennar úr starfinu, en ég veit að flokkurinn mun þess í stað fá trausta konu í forystuna í Reykjavík og veit að ákvörðun hennar mun þýða að hún skipar sér þar með í frontinn hjá flokknum um land allt. Ólöf er ein okkar traustasta kona og á að vera í fremstu röð sjálfstæðiskvenna á þingi.
Ég óska henni alls góðs á nýjum vettvangi - við hér fyrir norðan vitum samt að hún fer ekki alveg af vettvangi hér. Ég mun leggja henni lið í hennar verkum hvar sem hún verður í framboði. Fram til forystu í Reykjavík, vinkona!
![]() |
Ólöf Nordal fer fram í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2009 | 22:14
IMF gengur frá Seðlabankafrumvarpinu gallaða
Vinstristjórnin ætlaði að keyra handónýtt frumvarp um Seðlabankann í gegnum þingið í þeim tilgangi að hreinsa út Davíð Oddsson og taka tvo vel menntaða og reynda hagfræðinga, sem hafa staðið sig mjög vel út, út úr bankanum án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. Málatilbúnaðurinn allur er skotinn í kaf hressilega. Málið er strandað í þinginu og blasir við að í raun verður nýtt frumvarp samið í nefndavinnunni.
Þvílíkt sleifarlag hjá vinstrimönnum. IMF stöðvar málatilbúnaðinn og dæmir hann ekki haldbæran, rétt eins og sjálfstæðismenn gerðu þegar það lá fyrir.
![]() |
Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 16:39
Laumuspil og pólitískt baktjaldamakk forsetans
Allt vinnuferlið við myndun stjórnarinnar var eins og leikrit í uppsetningu. Eina augnablikið þegar það var vandræðalegt og hikaði í meðförum leikaranna var þegar Framsókn setti vinstriflokkana í gíslingu og lét þá engjast aðeins - Jóhanna og Steingrímur voru þá orðin pínleg í að reyna að þóknast þeim en fengu sitt í gegn.
Framganga forsetans er fordæmalaus, enda á það að vera hlutverk forseta að reyna að stýra myndun starfhæfrar meirihlutastjórnar. Undarlegt er að hann hafi ekki viljað að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka, slík stjórn hefði verið besti kosturinn í þessari stöðu, enda ekki þörf á pólitísku karpi eins og raunin er.
En forsetinn er svosem fyrir löngu búinn að missa titil sinn sem sameiningartákn þjóðarinnar heldur er táknmynd hinna liðnu útrásartíma og mun daga uppi sem tákn auðmanna.
![]() |
Segir afskipti forsetans af stjórnarmyndum opinbert leyndarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 10:48
Geir biðst ekki afsökunar - uppgjörið mikla
Uppgjörið vegna bankahrunsins mun fara fram bráðlega, enda augljóst að það verður að eiga sér stað. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að biðjast afsökunar á sínum hlut og bíður niðurstöðu rannsóknarnefndar og úr vinnu saksóknarans. Mér fannst áhugavert að sjá viðtalið við Geir og afgerandi tjáningu hans, enda er greinilegt að hann stólar á að aðrir fái skellinn. Hvernig svo sem uppgjörið fer er öllum ljóst að ríkisstjórnin sem var við völd ber sína ábyrgð.
Enda hefði hún getað tekið af skarið mun fyrr en raunin varð, merkilegt nokk tókst henni þó væntanlega að bjarga því að samfélagið stöðvaðist hreinlega ekki í október. Margar rangar ákvarðanir voru þó teknar á mikilvægum tímapunkti og augljóst að samfélagið var í raun allt steinsofandi fyrir vandanum. Þegar skellurinn kom vorum við vakin af værum blundi. Ekki aðeins forystumenn þjóðarinnar voru steinsofandi heldur almenningur allur.
Eina góða við stöðuna nú er að heiðarlegt uppgjör mun fara fram. Atburðarás síðustu sex mánuðina fyrir bankahrunið hefur ekki verið dókúmenteruð nógu vel og skjalfest svo vel sé. Enn eru slitrur inn á milli sem við vitum af en atburðarásin er á reiki, nema þá í augum þeirra sem voru í lykilhlutverki. Rannsóknarskýrslan og vinna saksóknarans mun varpa ljósi á það. Hinsvegar tel ég að sagnfræði þessara umbreytingartíma samfélagsins verði áhugaverð. Enn hafa margir lykilmenn þagað um málið þó þeir búi yfir miklum upplýsingum.
Meðal þeirra er Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Geir H. Haarde. Davíð mun eflaust hugsa sér gott til glóðarinnar og opinbera marga lykilhluti atburðarásarinnar fyrr en síðar. Ekki óvarlegt að telja það vænlegt að Davíð fari út í sveit í sumarhúsið sitt og riti þessa sögu þegar hann lætur af embætti bankastjóra. Hans hluti af sögunni hefur ekki komið algjörlega fram þó hann hafi gefið margt í skyn, sumt undir rós annað ekki.
Geir H. Haarde verður eflaust í sögubókum framtíðarinnar þekktur sem forsætisráðherrann sem leiddi þjóðina í bankahrunið og eins bjargaði því sem bjargað varð við erfiðar aðstæður. Ekki er hægt að fella þann dóm nú. Sérfræðingar sem fara yfir málið fella þann dóm og um leið verður sú niðurstaða helsta uppgjörið við Geir og Ingibjörgu Sólrúnu sem saman unnu á vaktinni á þessum örlagatímum. Ábyrgð þeirra fer saman.
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 10:29
Litlu sögurnar úr kreppunni
Hið góða við að Rakel komi fram og segi sína sögu er að það opnar skoðanaskipti um stöðuna sem blasir við núna þegar allt er að fara á versta veg. Og flestir spyrja sig t.d. hvað verði um skjaldborgina um heimilin sem ríkisstjórnin hefur talað um. Ég tel að margir séu orðnir hugsi um þau og mörg önnur loforð sem gefin voru en hljóma undarlega nú og eflaust þegar frá líður miðað við það sem frá stjórnvöldum kemur núna í fjöldamörgum málum.
Sögurnar eru oft litlar og sorglegar en þær munu bráðlega verða að stórum og erfiðum kapítula að vinna úr.
![]() |
Föst í of lítilli íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 17:39
Magnús og Valur vilja ekki vera í vinstrifarsanum
Eftirsjá er því af þeim. Mun meiri sómi væri að íhuga stöðuna í Landsbankanum þar sem Ásmundur Stefánsson skipaði sjálfan sig sem bankastjóra Landsbankans með samþykkt Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, sem reyndar er líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enda greinilega svo lítið að gera í fjármálaráðuneytinu. Steingrímur J. reyndi að halda þeim Magnúsi og Val í sínu hlutverki en þeir ganga auðvitað út eftir ummæli Jóhönnu.
Þessi vinstristjórn hefur setið við völd í rúmlega tíu daga. Hún hefur ekkert gert nema hrekja menn úr störfum og standa fyrir pólitískum hreinsunum. Ekki örlar á neinni framtíðarsýn eða afgerandi verkum. Allt á að skoða og kanna, eins og forsætisráðherrann sagði í langhundi um ekki neitt í Kastljósi í síðustu viku.
![]() |
Standa við afsagnir sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |