6.3.2010 | 12:41
Forsetinn fyllir upp í pólitískt tómarúm
Nú mætir forsetinn á kjörstað meðan leiðtogar hinnar lánlausu vinstristjórnar sitja heima, fúlir yfir því að Icesave-málið var fært úr höndum þeirra og til þjóðarinar. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands. Hann hefur hlustað á þjóðina, það er mikilvægur styrkleiki fyrir forseta.
Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.
![]() |
Ólafur Ragnar búinn að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 12:23
Segjum nei við Icesave!
5.3.2010 | 12:31
Sjálfstortímingarherferð Jóhönnu og Steingríms
Með því að sitja heima gefa þau lýðræðislegu ferli fingurinn, gefa skít í þjóðina. Þetta eru alvarleg skilaboð en samt eitthvað svo týpískt. Ekki er nóg með að þau hafi unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar fyrir pólitíska hagsmuni sína, bæði til að tryggja þessa lánlausu vinstristjórn og ESB-aðildarviðræðurnar lánlausu sem voru feigar þegar í upphafi.
Ekkert pólitískt afl er lengur á bakvið aðildarviðræðurnar og þessi vinstristjórn heyrir í raun sögunni til, sem versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hvorki meira né minna. Þegar leiðtogar stjórnarflokkanna skynja ekki lengur hvað þjóðin vill, hlustar ekki, vill ekki viðurkenna augljós mistök og bæta fyrir þau er illa komið málum... fyrir þau, ekki þjóðina.
Tel reyndar að þessi lánlausa vinstristjórn hafi drepist þegar Ögmundur fór úr henni... síðan hefur hún hvorki verið fugl né fiskur... hálfgerður bastarður sem engu hefur komið í gegn og verið taktlaus og máttlaus. Öllum væri fyrir bestu ef þessu rándýra stjórnunarnámskeiði fyrir vinstriflokkana og tvö pólitísk gamalmenni myndi ljúka sem allra fyrst.
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 14:46
Mikil eftirsjá af Friðriki V
Mikil eftirsjá verður af sælkerastaðnum Friðriki V í Gilinu - dapurlegt að aðstæður verði þess valdandi að skella þurfi í lás hjá besta veitingastað landsins. Staðurinn hefur verið í sérflokki - fyrsta flokks valkostur fyrir matgæðinga um allt land.
Þar hefur líka verið unnið með norðlenskar afurðir, allur matur úr héraði og mikil fagmennska í matargerð. Nostrað við matinn og föndrað við það af tærri list. Allt eins og best verður á kosið, matur í gæðaklassa.
Fyrir okkur hér á Akureyri eru þetta mjög dapurleg tíðindi, fyrst og fremst því að Friðrik og Arnrún hafa staðið sig svo vel og verið að gera góða hluti.
Veitingastaðurinn þeirra í Gilinu var yndisleg viðbót við Gilsamfélag lista og menningar og ánægjulegt að sjá gamla húsið iða af lífi.
Vonandi mun Friðrik rísa upp úr þessu mikla áfalli, en það er svosem við fáu góðu að búast í því lánleysi sem vinstristjórn býr okkur.
![]() |
Búið að loka Friðriki V. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 01:39
Raunaleg hringavitleysa vinstristjórnarinnar
Samt heldur vitleysan áfram í London þar sem setið er yfir sömu punktunum með ólíkum fléttum frá Bretum og Hollendingum dag eftir dag... ekkert hreyfist í samkomulagsátt þó þeim sé greinilega nokkuð í mun að koma í veg fyrir að þjóðin greiði atkvæði. Mikið er jú undir.
Nóg er komið af þessari vitleysu. Þjóðin á að hafa valdið í sínum höndum, taka afstöðu til Svavars og Steingríms-samningsins um Icesave og senda þessari ríkisstjórn skilaboð um hvernig hún meti verk í hennar ábyrgð í þessu máli.
Þjóðin á að taka málin úr höndum Steingríms og Jóhönnu og senda skýr skilaboð til bæði Breta og Hollendinga og þessarar lánlausu vinstristjórnar sem gerir allt til að halda í stólana sína, sama hvað það kostar fyrir Ísland.
![]() |
Engin niðurstaða í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2010 | 15:44
Á að treysta því að fangarnir séu góðir gæjar?
Af hverju er ekki fyrir löngu búið að breyta þessu? Var kannski ákveðið að bíða með að herða reglurnar til muna þar til að þær hefðu örugglega verið brotnar? Er það alltaf segin saga að bíða þurfi eftir því að menn gangi á lagið til að breyta lélegum reglum? Er sofandagangurinn algjör í kerfinu?
Þetta er heimskulegt í meira lagi. Hvernig er hægt að treysta föngum sem hafa vegabréf og eru ekki settir í farbann fyrir því að vera góðir gæjar og reyna ekki að strjúka?
Þvílík heimska.
![]() |
Reglum breytt vegna Guðbjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 22:43
Þjóðin á að fá að kjósa um Icesave
Bretar og Hollendingar eru dauðhræddir við að kosningin fari fram, enda verður það heimsfrétt synji yfir 70% þjóðarinnar afleitum Icesave-samningi Svavars Gestssonar, sem vinstriflokkarnir lögðu allt kapítal sitt í að koma í gegnum þingið fram að áramótum.
Nú er komið að þjóðinni, hún á að fá að kjósa. Engan skrípaleik með lýðræðið, takk fyrir! Þó vinstrimenn séu við völd og sýni hversu lélegir lýðræðissinnar þeir eru í raun.
![]() |
Bretar vilja ræða málin áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 19:46
Forystulaus Samfylking að fuðra upp
Hvað varð um skjaldborgina og velferðarbrúna sem talað var um í kosningabaráttunni á síðasta ári? Fátt verður um svör hjá Jóhönnu. Samfylkingin er forystulaus. Eftirmaður Jóhönnu er ekki í sjónmáli. Samfylkingin virðist að fuðra upp í þessari lánlausu og lélegu vinstristjórn.
Gott mál!
![]() |
VG stærra en Samfylkingin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |