20.5.2009 | 14:14
Er svigrúm fyrir einhverjar launahækkanir?
Dreg ekki í efa að verkalýðsleiðtoginn sem gekk út í dag argur og sár yfir tillögum Samtaka atvinnulífsins sé óánægður með tilboðið sem honum var rétt. En er eitthvað svigrúm fyrir launahækkanir. Er ekki betra að reyna að tryggja að atvinnulífið sé virkt. Hver er framtíðarsýnin? Er eitthvað framundan nema að hjólin stöðvist nema reynt verði að stjórna þessu landi. Hver er við stýrið í þessu landi? Hvað er framundan í þessari stöðu nema lífróður?
![]() |
Þiggja ekki 7 þúsund sí-svona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 12:54
Baugsmál í nýju ljósi
Vonandi er þeim auma blekkingaleik nú lokið.
![]() |
Baugsmálinu ekki vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 23:19
Er meirihlutinn í Kópavogi að falla?
Óneitanlega yrðu það mikil tíðindi ef tveggja áratuga farsælu meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi myndi ljúka vegna viðskipta Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra. Mál af þessu tagi er vægast sagt mjög óheppilegt og í raun ótrúlegt að stjórnmálamenn komi sér í svona stöðu eða láti slíkar efasemdir vera um verk sín, enda er eðlilegt að telja vinnubrögðin siðferðislega röng.
Hef áður tjáð skoðun mína á þessu máli. Eðlilegt að minna á það. Vel má vera að þreyta sé komin í þetta meirihlutasamstarf. Tveir áratugir eru langur tími. Enginn vafi leikur þó á að Kópavogur hefur breyst gríðarlega í valdatíð þessara flokka til hins betra. Kópavogur hefur verið í fararbroddi í uppbyggingu á öllum sviðum og er eitt öflugasta sveitarfélag landsins.
En siðferði á aldrei að vera aukaatriði í pólitík. Mál af þessu tagi hlýtur að reyna á stoðirnar sem mestu skipta.
![]() |
Ræddu hugsanleg meirihlutaslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 15:09
Svipbrigðalaus afsögn í Westminster
Augljóst er að Martin, sem ætlaði að vera svo forhertur að leiða siðbótina á stofnun sem honum mistókst að stýra, hrökklaðist frá eftir að Gordon Brown kallaði hann á sinn fund og sagðist ekki styðja hann lengur. Martin gerir Brown ekki mikinn greiða með því að sitja áfram mánuð í viðbót. Ætli hann sé að stríða Brown með því, ætli sér að taka hann með sér í fallinu, viss um að Brown þraukar ekki af Evrópukosningarnar.
Ekki er undarlegt að breskir kjósendur vilji fá að fara að kjörborðinu. Rúmlega fjögurra ára gamalt þingið er umboðslaust með öllu orðið, heil pólitísk eilífð síðan þeir veittu Tony Blair umboð til að leiða bresk stjórnmál þriðja kjörtímabilið en fékk Gordon Brown í kaupbæti. Vandséð er hvernig kratarnir geta setið áfram án þess að skipta um leiðtoga og forsætisráðherra, velja einhvern sem er ekki andlit spillingarinnar.
Ósennilegt er að Bretar hafi þolinmæði í heilt ár í viðbót af Gordon Brown og lánleysi hans í Downingstræti.
![]() |
Forseti breska þingsins segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 12:59
Afsögn Martins - umboðslaust þing í Bretlandi
Afsögn Michael Martin, forseta neðri deildar breska þingsins, verður eflaust aðeins fyrsta skrefið í löngu og erfiðu ferli þar sem breskir stjórnmálamenn verða að ávinna sér traust að nýju eftir fríðindahneykslið. Breska þingið er umboðslaust að mestu eftir gjörningaveður síðustu tíu dagana þar sem þingmenn allra flokka hafa gerst sekir um að falla í pytt siðleysis og spillingar. Þreytan er algjör í þinghópnum.
Michael Martin er andlit spillingatímanna í þingstarfinu. Fjarstæða var að fela honum verkstjórn í siðbótinni og að fá allt upp á borðið. Hann hafði misst áhrifastöðu sína og var ekki sætt. Uppreisnarandinn í þinginu í gær þegar þingmenn stöppuðu og kölluðu fram í ræðu Martins eftir að hann neitaði að setja vantrauststillögu á dagskrá var táknrænn. Hann var einfaldlega púaður burt.
Verkamannaflokkurinn er í mestum vanda, enda hefur þetta gerst á vakt þeirra og fyrstu viðbrögð hins lánlausa forsætisráðherra var að reyna að komast að því hver hefði lekið í stað þess að taka á sukkinu og koma með nýja leiðsögn. Íhaldsmenn tóku á málinu fumlaust og David Cameron kom fram sem alvöru leiðtogi sem talaði gegn sukki og svínaríi. Hann náði frumkvæðinu.
Lánleysi Browns er algjört - æ líklegra að honum verði sparkað eftir Evrópukosningarnar 4. júní. Ekki er ósennilegt að Alan Johnson verði forsætisráðherra fari svo. Hann er táknmynd gömlu verkalýðshópanna í flokknum og hefur tengsl við fólkið í landinu. Bætir aðeins stöðu hans nú að hafa tapað fyrir Harriet Harman í varaleiðtogakjörinu 2007. Aðeins hann gæti bætt tapaða stöðu.
Rúm fjögur ár eru liðin frá síðustu þingkosningum í Bretlandi. Óralangur tími er liðinn í pólitískri tilveru frá því Tony Blair vann sinn þriðja kosningasigur á vinsældum Gordon Brown. Brown hefur verið við völd í tæp tvö ár og ekki séð til sólar síðan hann heyktist á að boða til nóvemberkosninga 2007.
Enn er ár til þingkosninga í Bretlandi. Brown ætlar að treina sér kjörtímabilið sem mest og klára öll fimm ár. Hann er eins og John Major - þorir ekki að láta kjósendur taka afstöðu fyrr en hann neyðist til. Enda er Brown eins og Major áður, algjört lame duck.
Sitji Brown áfram er líklegt að hann tryggi algjörlega eyðimerkurgöngu Verkamannaflokksins í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil - á svipuðum skala og í valdatíð Íhaldsflokksins 1979-1997. Næstu kosningar eru altént þegar tapaðar.
Með nýjan forsætisráðherra og flokksleiðtoga gætu breskir kratar náð einhverju frumkvæði. En það verður blóðugt fyrir þá að losa sig við Brown, enda nær útilokað að hann fari þegjandi og hljóðalaust.
![]() |
Búist við afsögn Martins síðar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 12:46
Söngur eða efnislítil smáræði í aðalhlutverki?

Fyrir Eurovision-keppnina var mikið talað um að kjóll Jóhönnu Guðrúnar gæti kostað hana mörg stig og jafnvel sætið í úrslitakeppninni. Þvert á móti náði Ísland mestum stigafjölda í 23 ára sögu sinni í keppninni og náði öðru sætinu öðru sinni á áratug. Jóhanna Guðrún stóð sig það vel, söng svo vel og tært, að fólk hugsaði einfaldlega ekkert um kjólinn hennar. Fókusinn var á lagið, söngurinn var í aðalhlutverki.
Er það ekki annars aðalatriðið? Jóhanna Guðrún sýndi það vel að kona í Eurovision þarf ekki að vera á brjóstahaldara og pínubrók til að ná árangri. Ef lagið er nógu traust og söngkonan nógu góð þarf ekki að vera í efnislitlu smáræði til að slá í gegn. Hitt er svo annað mál að kjóll Jóhönnu féll vel inn í hina notalegu bláu draumkenndu sýn sem var aðalatriðið í sviðsumgjörðinni. Allt féll vel saman.
![]() |
Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 02:01
Fær ekki Jóhanna fálkaorðuna fyrir silfrið?
Mér finnst ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort silfurstúlkan okkar, Jóhanna Guðrún, fái fálkaorðuna fyrir annað sætið í Eurovision. Hvort verði ekki verðlaunað jafnt fyrir tónlist og íþróttir. Afrek Jóhönnu er ekki lítið - sá sem fær Hollendinga og Breta til að kjósa Ísland eftir Icesave-málið er ekkert blávatn. Á hrós skilið.
En verður þá ekki Selma að fá fálkaorðuna líka? Auðvitað, enda stóð hún sig frábærlega í Ísrael árið 1999. Var 17 stigum frá því að vinna keppnina. En kannski er það bara þannig að íþróttirnar eru hærra skrifaðar hjá orðunefnd en tónlistin. Leitt er ef satt er.
Afrek Jóhönnu nú er mikils virði fyrir þjóðina eftir allt sem á undan er gengið, sérstaklega eftir þennan erfiða vetur.
![]() |
Fróðleikur um Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2009 | 22:23
Ævintýralegur lokasprettur
Ég gafst upp á að horfa á ruglið og orðablaðrið, frasana í Samfylkingunni og starfsþjálfun Borgarahreyfingarinnar í valdaplotti, á Alþingi. Sá hinsvegar vinstri grænir létu höggin dynja á Samfylkingunni í Evrópuumræðunni. Þvílík niðurlæging fyrir Jóhönnu. Ekki fer mikið fyrir hjónabandssælunni.
![]() |
Söderlund tryggði FH sætan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2009 | 21:09
Holur hljómur í vinstristjórn án framtíðarsýnar
Á þeim tímum þegar mestu skiptir fyrir Ísland og fólkið í landinu að við völd sé fólk sem hafi pólitíska stefnu, lausnir á vandanum og framtíðarsýn að leiðarljósi flutti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, eina innihaldslausustu stefnuræðu forsætisráðherra í íslenskri stjórnmálasögu. Á rúmum tuttugu mínútum tókst henni að tala án þess að hafa nokkuð nýtt fram að færa - engar eru lausninar, sofið er enn á verðinum og ekki að sjá að gegnsæi hafi fundist enn í dulkóðuðum bakherbergjum ríkisstjórnarinnar.
Helst var að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur að Evrópusambandið væri eina lausnin sem hún og Steingrímur Jóhann hafi fram að færa. Hún lét þó, sem betur fer, þau orð falla skömmu síðar að Evrópusambandið væri nú engin töfralausn á vandanum. Hver talaði þar? Var það sködduð samviska vinstri grænna sem sveik hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla og völdin eða bara prívatsamviska Steingríms Jóhanns? Varla hefur það verið Samfylkingarhluti stjórnarinnar, enda lítur hún þannig á að leiðin til Brussel sé lausnin eina.
Mikill ábyrgðarhluti er að tala til þjóðarinnar með svo holum hljómi nú þegar heimilin og atvinnulífið eru að fuðra upp í skuldabálinu sem allt sligar. Við heyrðum ekkert nema gamla frasa og almennt blaður forsætisráðherrans - blaður sem við höfum öll heyrt oftar en við kærum okkur um. Er þetta fólk steinsofandi eða ætlar það að leiða þjóðina út í algjört hrun, sem eflaust er handan við hornið bráðlega, að óbreyttu?
Við eigum betra skilið en þetta innihaldslausa kjaftæði atvinnustjórnmálamannsins á forsætisráðherrastóli, sem hefur verið á þingi í yfir þrjá áratugi og er andlit liðinna tíma. Hversu lengi getur þetta lið talað til þjóðarinnar eins og það sé allt í lagi og engin þörf á neinni framtíðarsýn eða lausnum? Hvenær mun þjóðin rísa upp aftur - fær nóg af blaðrinu?
![]() |
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2009 | 13:22
Kosningadraumur Steingríms J. rætist
Við þau tíðindi að ríkið hafi yfirtekið tæplega helming í Icelandair er ekki óeðlilegt að hugleiða mánaðargömul ummæli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á kosningafundi á Egilsstöðum. Þar sagði hann að Icelandair kæmist í hendur ríkisins brátt og þegar svo væri komið þá myndi Icelandair hefja beint millilandaflug frá Egilsstöðum.
Ummælin láku út og fóru í fjölmiðla, eðlilega. Steingrímur neitaði þeim opinberlega og lét fjármálaráðuneytið meira að segja senda út sérstaka tilkynningu til að afneita því, þó öllum væri ljóst hvað hann sagði og hver áherslan var. Steingrímur slapp ótrúlega billega frá þessu eins og fleiru undir lok kosningabaráttunnar.
Steingrímur J. nýtur sín vel núna. Flest fyrirtæki í landinu eru annað hvort að hrynja eða komin á hausinn. Ástandið er gríðarlega erfitt. Sofandagangur stjórnvalda er algjör. Ólafur Arnarson hefur hvað best orðað stöðuna á mannamáli undanfarna daga og ritað fjölda góðra greina og farið í sjónvarp til að tjá hinn kalda sannleik.
Steingrímur J. er örugglega himinlifandi með að krumla ríkisins sé að taka allt yfir. Hvað ætli verði langt í að kosningaloforðið á Egilsstöðum um millilandaflugið rætist? Þetta sem hann vildi aldrei kannast við opinberlega.
![]() |
Bréfin tekin af Nausti og Mætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 02:01
Er siðferðislega rétt að eignast börn um sjötugt?
Fyrst og fremst er réttast að vorkenna börnunum sem á táningsaldri eiga þá foreldra um eða yfir áttrætt. Eðlilega er spurt hver tilgangurinn sé með því að eignast börn svo seint á æviskeiðinu. Hvort hugsar foreldrið frekar um barnið eða sjálft sig?
Er ekki viss sjálfselska sem felst í þeirri ákvörðun að vera á sjötugsaldri og vilja eignast barn? Er þetta ekki gott dæmi um hugsunarhátt neyslusamfélagsins? Ég tel svo vera. En kannski vilja sumir einfaldlega komast í fréttirnar og í metabækurnar.
Hver er ástúðin í því að gefa börnum sínum þá vöggugjöf að vera við fermingaraldur með foreldra á níræðisaldri?
![]() |
66 ára og verðandi móðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.5.2009 | 21:21
Yndisleg Eurovision sigurstemmning á Íslandi

Þetta hefur verið alveg yndislegur dagur. Íslenska þjóðin er í sæluvímu eftir að Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti í Eurovision - okkur líður öllum eins og hún hafi unnið keppnina. Þetta eru eiginlega fyrstu góðu fréttirnar sem þjóðin fær eftir efnahagshrunið í haust og sælan er þess þá meiri. Við þurftum eitthvað jákvætt og gott til að fá þjóðina til að brosa og gleyma áhyggjum hvunndagsins.
Þessi taktíski sigur er líka alveg magnaður. Sú sem fær Hollendinga og Breta til að kjósa Ísland innan við ári eftir Icesave-málið hlýtur að verða þjóðhetja hérna heima. Stemmningin á Austurvelli var allavega notaleg og hugljúf. Góða veðrið um helgina er yndislegur plús á þetta. Þúsundföld sæla og yndislegt að öllu leyti.
![]() |
Evróvisjón á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2009 | 12:57
Íslensk þjóðhátíð á fögrum degi
Enn ein ástæðan til að efna til grillveislu í kvöld. Nú fögnum við öll.
![]() |
Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2009 | 00:33
Silfur Jóhönnu - frábær árangur í Moskvu

Við Íslendingar getum verið svo stolt af Jóhönnu Guðrúnu fyrir að ná öðru sætinu í Moskvu. Þetta var besti árangurinn sem við höfðum efni á að þessu sinni en þetta er samt svo innilega sætur sigur. Eftir margra mánaða bömmer og depurð vinna Íslendingar sætan og taktískan sigur á alþjóðavettvangi. Þetta silfur er jafn yndislegt og flott og það sem strákarnir okkar unnu á Ólympíuleikunum síðasta sumar - kvöldið var sigurstund Jóhönnu að svo mörgu leyti.... við erum ekki ein og eigum marga að. Stuðningurinn sem Ísland fékk, lagið og söngkonan, er ómetanlegur.
Fyrir áratug varð Selma Björnsdóttir líka í öðru sæti í Eurovision. Þá var munurinn minni og eiginlega mikil ergja meðal landsmanna með að hún vann ekki keppnina... töldum við annars ekki flest þá að sigurinn hafi verið tekinn af okkur konu með rangindum? Enda var skandall að Selma náði ekki sigra. Nú er það bara yndislegt að vera í öðru sæti. Árangurinn er líka svo miklu meira virði núna en þá. Eftir býsnavetur á Íslandi er þetta yndislega vorkvöld svo heitt og notalegt... við erum í sæluvímu.
Fyndnast af öllu er að árið 1999 sigraði Svíþjóð okkur en nú tíu árum síðar vinna Norðmenn. Skandinavískur sigur í Eurovision enn og aftur. Ekki amalegt svosem að tapa fyrir sjarmatröllinu Alexander. Var eiginlega alltaf viss um að hann myndi sigra og kaus þetta lag... fannst það bera algjörlega af. Átti samt ekki von á þessu rosalega bursti. Stigametið fellt og sannkölluð þjóðhátíð í Noregi á morgun, 17. maí. Tvöföld gleði.
En Jóhanna Guðrún á skilið mikið hrós. Hún hefur staðið sig frábærlega í öllu ferlinu, allt frá því hún sigraði undankeppnina hérna heima. Ég held að margir hafi þangað til litið á Jóhönnu sem barnastjörnu sem hafði hæfileika og gæti kannski slegið almennilega í gegn. Hún kom, sá og sigraði á þessum mánuðum. Lagið varð betra og betra.... hún var besta söngkona keppninnar að þessu sinni og fór alla leið, að nær öllu leyti.
Getum verið svo stolt af henni og þeim öllum sem komu nálægt þessu atriði. Við erum innst inni sigurvegarar kvöldsins. Eftir allt mótlætið og alla skellina í vetur getur íslenska þjóðin aftur borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Stórasta land í heimi, er það heillin. :)
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2009 | 17:24
Glæsilegt hjá Man Utd - 18. titillinn í höfn
Manchester United komst í sögubækur breskrar íþróttasögu í dag með því að vinna átjánda meistaratitilinn - jafnar þar með Liverpool sem átti sigursæla tíð forðum daga, en ekki unnið titilinn núna í heila tvo áratugi. Þetta var gott keppnisár hjá Man Utd og enn bætist við á afrekaskrána hjá Sir Alex Ferguson og hans lærisveinum. Enn eitt glæsilega afrekið hjá þessu frábæra knattspyrnuliði.
Þetta er reyndar mjög dapurleg endalok fyrir Liverpool. Þetta var besta tímabilið þeirra frá gullaldarárum forðum daga - samt sem áður ná þeir engum titli. Mikil vonbrigði þar eðlilega. Fróðlegt verður að sjá hversu löng sú bið verði, en þeir hafa átt mörg mögur árin, einkum á tíunda áratugnum.
Næsta verkefnið fyrir Man Utd verður að taka meistaradeildina aftur, sigra Barcelona í Róm eftir ellefu daga. Það verður spennandi og góður leikur, eflaust.
![]() |
Manchester United enskur meistari í 18. sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 13:52
Sorglegt mál
![]() |
Bænasamkoma á Fáskrúðsfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 11:50
Öskubuskuævintýri Hröfnu
Mér fannst hún eiginlega endanlega springa út sem stórstjarna þegar hún söng lagið Ég elska þig enn eftir Magnús Eiríksson og gerði algjörlega fyrirhafnarlaust að sínu. Glæsileg söngkona sem hefur allt og ætti að eiga bjarta framtíð fyrir sér. Saga hennar í keppninni er skemmtilega notaleg útfærsla af því þegar ólíklegi sigurvegarinn, dökki hesturinn, leggur keppnina að fótum sér og verður stórstjarna á eigin forsendum. Þannig á það að vera.
![]() |
Fékk tvær milljónir í verðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 00:44
Manndrápsakstur á Reykjanesbraut
Hvað er fólk að hugsa þegar að það keyrir á slíkum hraða eða hvað fer í gegnum huga þess á meðan? Eða sennilega hugsar það auðvitað ekki neitt, þeysir bara áfram hugsunarlaust. Þeir sem keyra svona bera ekki einu sinni virðingu fyrir sjálfu sér og hvað þá þeim sem það mætir á leið sinni.
Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Engin trygging er fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Skuggalegt alveg.
Er alveg sama hvað predikað er fram og aftur um ofsaakstur? Er ungt fólk tilbúið að taka áhættuna og fórna lífi sínu og annarra fyrir?
![]() |
Tekinn á 177 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2009 | 17:05
Smáralind í ríkiseigu
Nafnið á nýja eignarhaldsfélaginu er samt ansi skondið, Icarus. Kaldhæðni í þessu nafnavali. Er verið að segja að það hafi verið varhugavert að fljúga of hátt? Annars hef ég ekki notið þess að versla í Smáralindinni á síðustu árum.
Farið þangað frekar sjaldan og valið frekar Kringluna ef ég hef farið í verslunarmiðstöðvar. Annars leiðist mér fátt meira en að fara í stórar verslunarmiðstöðvar. Nýt þess meira að fara í litlar verslanir með örlítið meiri sál.
![]() |
Saxbygg í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 15:16
Brenglað siðferði klappstýru útrásarvíkinganna
Veit ekki hvort einhverjir láta glepjast af frasablaðrinu og ruglinu í þessum tækifærissinna. Byltingarandarnir beindust aldrei að þessu andliti útrásarinnar. Hann situr enn eftir á sínum stóli. Þó er ekki þar með sagt að hann hafi haldið haus í kjölfarið. Þetta er umboðslaus maður með stórlega skaddaðan sess - farandgrínisti á ofurlaunum.
![]() |
Þjóðin tók valdið í sínar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |