Brenglað siðferði klappstýru útrásarvíkinganna

Mér finnst það algjör brandari að klappstýra útrásarvíkinganna og ferðalangur þeirra í einkaþotunum sé að leggja öðrum siðareglur í kjölfar efnahagshrunsins og sé eins og hvítþveginn siðapostuli í ræðustól þingsins. Kanntu annan betri? Staðreyndin er sú að sameiningartákn þeirra sem hafa lagt þjóðina í rúst situr enn eftir á stóli sínum. Siðferði hans er brenglað. Hann er ekkert leiðarljós fyrir þjóðina í vandræðum hennar.

Veit ekki hvort einhverjir láta glepjast af frasablaðrinu og ruglinu í þessum tækifærissinna. Byltingarandarnir beindust aldrei að þessu andliti útrásarinnar. Hann situr enn eftir á sínum stóli. Þó er ekki þar með sagt að hann hafi haldið haus í kjölfarið. Þetta er umboðslaus maður með stórlega skaddaðan sess - farandgrínisti á ofurlaunum.

mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með öllu óskiljanlegt að þessi uppskafningur skuli ekki hverfa óumbeðinn úr embætti.

Hann hlýtur að snúa sér upp í vindinn þegar þjóðin vill þennan tákngerving útrásarinnar burt.

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur hélt afbragsgóða ræðu nú sem ævinlega. Og Ólafur starfar í umboði sinnar þjóðar þó sjálfstæðismönnum finnist vont að viðurkenna það. Eitt af því sem upp úr stendur í þessari ræðu hans er þó það sem hann áreiðanlega síst hefði óskað, en það er upprifjun hans á þeim pólitísku atburðum frá fyrri dögum lýðveldisins sem sundruðu þjóðinni. Nú sýnist mér að sú ríkisstjórn sem hann hefur greinilega meiri pólitískar mætur á en fyrri meirihlutastjórnum ætli að byrja sinn feril á því að sundra þjóðinni.

Nú er það skylda allra þjóðhollra alþingismanna að sameinast um að hafna þessu frumvarpi um umsókn til ESB. Og krefjast þess að þjóðin verði fyrst spurð að því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún samþykki að sú sneypuför verði farin í hennar nafni.

Þær staðhæfingar Samfylkingarinnar að þjóðin hafi í nýafstöðnum kosningum óskað eftir umsókn eru í senn óskhyggja og ódýr brenglun á staðreyndum. Og sú niðurstaða að þessi eini afdráttarlausi pólitíski kostur fyrir fygjendur umsóknar náði ekki mesta kjörfylgi og skorti bara nokkuð á sýnir mér fálæti kjósenda til þessa óskapnaðar.

En sem sagt, ný ríkisstjórn ætlar að byrja sinn feril á að kveikja hjá þjóðinni elda sem aldrei hafa að líkindum haft efnismeiri bálkesti.

Það er raunaleg byrjun og ekki skynsamlegt vegnesti í þá ferð sem flokkarnir vænta að verði löng og farsæl.

Árni Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Friðrik: Ég er vissulega flokksbundinn en ég hef alveg ófeiminn sparkað í þá forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa brugðist. Ég gagnrýndi Geir Haarde, Árna Mathiesen og Þorgerði Katrínu eftir hrunið og Guðlaug Þór í styrkjamálinu. Hef aldrei hikað við að tjá mína sannfæringu og alveg örugglega sýnt að ég hef talsverða réttlætiskennd. Þó ég styðji stjórnmálaflokk ver ég ekki allt sem frá honum kemur gagnrýnislaust.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.5.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Þjóðin kaus býsna marga tákngervinga útrásarvíkingana til setu á Alþingi. Þeir eru fulltrúar D listans, lista Sjálfstæðisflokksins!

Árni Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 15:55

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það væri fróðlegt að sjá hvaða útkomu ÓRG myndi fá í skoðanakönnunum í dag? Aðstæðurnar eru það breyttar frá því að hann var endurkjörinn að mér er efins um að hans umboð sé lengur siðferðislega gilt þó það sé það auðvita lögformlega. En eina leiðin til að sjá það er að gera almennilega skoðanakönnun um stöðu forsetans meðal þjóðarinnar.

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.5.2009 kl. 16:12

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Árni Gunnarsson !!

Ekki beina umræðunni í annan farveg:  Ef 1 er þjófur má ekki annar vera það.  Það hlýtur þú sem þokkalega vel gefinn einstaklingur að vita.

Þess vegna á þessi útrásarklappstýra að skammast sín og segja af sér hið fyrsta.

NÚNA STRAX

Sigurður Sigurðsson, 15.5.2009 kl. 16:17

7 identicon

Árni.  Hefur ekki frétt af styrkjum Baugs og Kaupþings til handa Samfylkingarinnar, frambjóðendum hennar og ráðherrum? 

Hvað með að könnunina sem leyddi í ljós að Ólafur Bessastaðaútrásartrúðurinn nýtur innan við 30% fylgis þjóðarinnar? 

Veistu hvers vegna að meira en mánuður er liðinn frá því að Samfylkingin lofaði að birta upplýsingar um styrki til einstakra frambjóðenda, þingmanna og ráðherra á árinu 2006? 

Þann 10. apríl voru gefin fögur fyrirheit um að það væri verið að safna þeim upplýsingum og þær yrðu birtar um leið og þær lægu fyrir. Ótrúlegt nokk tókst það ekki fyrir kosningarnar vegna “flókinna” bókhaldsaðferða.

Veistu verju veldur að lygaveita auðsvínanna hefur ekki tekið þetta mál upp?

Ertu að forðast að vera samferða sannleikanum þegar þú afhjúpar þínar skoðanir eins og svo margir af þínu pólitíska sauðarhúsi?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ólafur hafði ekki nægar upplýsingar um starfsemi bankanna. Ólafur hafði bara það upp eftir FME, Seðlabanka og stjórnmálamönnum að hér væri allt svo frábært, má hann ekki ætlast til þess að þeir sem eru með innherjaupplýsingar og vissu að allt var í ólægi létu hann ekki vita?

Þá tel ég það skárra að maðurinn sem hefur takmörkuð völd og litlar upplýsingar um innviði kerfisins hagi sér eins og klappstýra heldur en fólkið sem hafði aðgang að öllum upplýsingum og átti að bregðast við þeim.

Mótmælum hefur víst verið beint gegn Ólafi en hann AFVOPNAÐI mótmælendur með því að HLUSTA Á ÞÁ og tala til þeirra eins og fólks en ekki siga á þá víkingasveitinni.

Björn Halldór Björnsson, 15.5.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband