20.9.2006 | 13:07
Prófkjör í Norðausturkjördæmi

Það stefnir í spennandi tíma í stjórnmálunum í Norðausturkjördæmi. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur nú samþykkt tillögu um að leggja til að prófkjör verði haldið til að velja frambjóðendur flokksins á framboðslistanum fyrir kosningarnar að vori og sú tillaga verður lögð fyrir kjördæmisþing um miðjan október. Það er fyrir löngu kominn tími til að hér verði haldið prófkjör og ég fagna því að svo verði nú, enda blasir við að tillaga stjórnarinnar verður samþykkt. Ekki hefur verið prófkjör meðal sjálfstæðismanna í landsmálum í norðurhluta kjördæmisins frá árinu 1987. Prófkjör var í gamla Austurlandskjördæmi við kosningarnar 1999.
Nú er svo sannarlega kominn tími til að flokksmenn allir fái það vald í hendurnar að velja framboðslistann og efnt til kosningar í prófkjöri. Það stefnir í spennandi átök. Skv. frétt Ríkisútvarpsins á mánudag stefnir flest í að Halldór Blöndal muni hætta eftir langa þingsetu nú og það stefni í leiðtogaslag milli allavega Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns, og Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri. Hávær orðrómur hefur verið lengi um framboð Kristjáns Þórs. Þetta ætti því að verða spennandi prófkjör og áhugavert. Fyrst og fremst er gleðiefni að stjórnin komi með þessa tillögu og því í raun tryggt að af prófkjöri verði.
Prófkjör verður hjá Samfylkingunni í póstkosningarformi undir lok október og talið 4. nóvember á Akureyri. Framsóknarmenn munu væntanlega velja sína frambjóðendur á tvöföldu kjördæmisþingi og VG mun eflaust stilla upp, þó að ég viti það ekki. Hvað frjálslynda varðar eru þeir ósýnilegir að mestu hér og fátt af þeim að segja. En já það eru spennandi mánuðir framundan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 12:20
Dr. Hannibal Lecter snýr aftur

Það leikur ekki nokkur vafi á því að ein eftirminnilegasta sögupersóna kvikmynda og bókmennta á síðari hluta 20. aldarinnar er mannætan og geðlæknirinn Dr. Hannibal Lecter, sögupersóna Thomasar Harris. Hann varð ódauðlegur í túlkun Anthony Hopkins í kvikmyndinni The Silence of the Lambs árið 1991 og hlaut Hopkins óskarinn fyrir þann meistaralega leik. Hannibal er einhver óhugnanlegasta en um leið áhugaverðasta persóna spennubókmenntanna, þrátt fyrir sturlunina er hann enda fágaður fagurkeri. Nú er væntanleg ný skáldsaga eftir Harris vestanhafs, Hannibal Rising, sem á að gerast frá því að Hannibal er sex ára og enda er hann er um tvítugt. Í raun lýsir bókin þeim sálrænu breytingum sem urðu á honum sem mörkuðu ævi hans og örlög.
Ég á fyrri bækurnar um Hannibal, The Silence of the Lambs og Red Dragon. Báðar þessar bækur hafa verið kvikmyndaðar. Fá orð þarf að hafa um fyrrnefndu myndina. Hún sló eftirminnilega í gegn árið 1991 og hlaut óskarinn sem besta mynd ársins, fyrir leik Hopkins og Jodie Foster í hlutverki alríkiskonunnar Clarice Starling, leikstjórn og handrit. Hún er aðeins þriðja myndin í sögu Óskarsverðlaunanna sem hlaut öll fimm aðalverðlaunin. Stórfengleg kvikmynd sem fangar áhorfandann algjörlega. Samleikur Hopkins og Foster var dýnamískur og myndin er fyrir margt löngu orðin klassík. Stærsta afrek Hopkins sem leikara er að hafa tekist að færa okkur yngri Hannibal í myndinni Red Dragon árið 2002 (á að gerast mun fyrr) en þann sem hann túlkaði í Lömbunum.
Auk þessara tveggja mynda er kvikmyndin Hannibal, sem var gerð ári á undan Red Dragon. Þar er sagan sögð eftir Lömbin. Sterk mynd að mörgu leyti en stendur hinum að mörgu leyti að baki. Hún er samt gríðarlega fáguð og færir okkur aðra sýn á karakterinn. Hannibal er margflókinn karakter í lýsingu Thomas Harris, allt að því skelfilega brenglaður einstaklingur sem hefur á sér blæ fágaðs veraldarmanns. Fyndin blanda. Hopkins gerði honum alveg frábær skil í þessum myndum. Þetta er hlutverk leikferils Hopkins. Það voru merkileg örlög þessa gamalgróna Shakespeare-leikara að enda í hlutverki víðsjárverðrar mannætu. Ótrúlega sterkur karakter-leikari.
Hlakkar til að geta fengið mér þessa bók og lesa meira um ævi Hannibals. Allir sem lesið hafa bækurnar hafa séð hversu miklu meira brútal Hannibal er í bókunum en í myndunum. Ég eins og svo margir aðrir sá fyrst karakterinn í kvikmyndinni árið 1991 en las svo bókina. Það er gengið mun lengra þar og þær eru óvægnar lýsingar á sálarástandi Hannibals og hversu vægðarlaus hann var. Þessi bók mun sýna okkur betur úr hverju hann er gerður sálarlega, hverjar voru aðstæður hans í æsku og hvernig hann varð þessi sálarháski sem hann að lokum varð. Þetta er svona svipað og að reka það hvernig að Svarthöfði varð að skepnu.
...allavega það verður gaman að lesa. Fram að því er kannski ráð að rifja upp allan hryllinginn og setja Lömbin í DVD-spilarann?

![]() |
Ný bók um Hannibal Lecter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2006 | 11:52
Tekið til hendinni í borginni

Fannst þetta fyndin frétt, en hreinskilið tal barnanna er alltaf skemmtilegt. Líst vel á það hversu vel Vilhjálmur og hans fólk hefur unnið frá valdaskiptunum í júní. Þar hefur margt gott verið gert og tekið til hendinni í víðum skilningi þess orðs. Sérstaklega fínt að sjá fegrunarátak borgarinnar í hverfunum. R-listinn sálugi skildi eftir sig mörg verkefni á því sviði og enn er verið að hreinsa borgina eftir 12 ára valdaferil þeirra. Þetta er gott átak og sýnir vel góðar áherslur. Það á að vera lykilmál hvers sveitarfélags að það sé fallegt og hreinlegt, en ekki vettvangur rusls og óþrifa. Þetta er því áhersla sem skiptir alla máli og eftir henni verður munað. Alveg á hreinu. :)
Fyndnast af öllu úr kosningabaráttunni í vor fannst mér þegar að Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar, var gestur í Sjálfstæðu fólki, þætti Jóns Ársæls Þórðarsonar. Þar voru þeir á ferð um Árbæinn, hverfið hans Dags, og rákust á mikið rusl og óþrif. Dagur, fljótur til verka, greip upp gemsann sinn og hringdi og bað menn að koma nú hið snarasta og redda sér. Þetta var rosalega vandræðalegt fyrir leiðtoga Samfylkingarinnar, enda var nákvæmlega engum hægt að kenna um draslið nema þeim sjálfum, fulltrúum R-listans. En fyndnast af því er að borgarfulltrúar minnihlutans láta ekki sjá sig í sínum hverfum í fegrunarvikunum þar og taka til hendinni.
Vilhjálmur hefur allavega staðið sig vel og mætt í öll skiptin, enda skiptir máli að borgarfulltrúar, sama hvaða flokks eða fylkingar þeir eru, sinni sínum hverfum og pólitísku hlutverki. Það er ekki bara verkefni sveitarstjórnarfulltrúa að mæta á fundi harðkjarnapólitíkur: nefndarfundi og fundi sveitarstjórnar. Það er mun víðara verksviðið en það.
![]() |
"Vilhjálmur, átt þú pollagalla?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 23:27
Takk fyrir kveðjurnar - mynd með sögu
Vil þakka kærlega öllum þeim sem hafa lært að rata hingað og hafa sent mér góðar kveðjur síðustu dagana með þennan blessaða vef minn. Það er svolítið merkilegt að breyta svona til eftir öll þessi ár á sama stað. En mér líkar breytingin. Það var einu sinni sagt um mig að ég væri skelfilega íhaldssamur, jæja ætli ég sé ekki bara skemmtilega íhaldssamur.
Vonandi passar þessi banner-mynd efst vel inn í stemmninguna. Akureyri er það heillin. Gat ekki hugsað mér annað en að hafa einhverja mynd sem minnir á Akureyri. Þarna er það Strandgatan í allri sinni dýrð - yndisleg gata með góða sögu. Þessi mynd hefur sína sögu að segja í mínu lífi og við hæfi að hafa hana þarna efst. Finnst þetta flott mynd, hún er tekin líka á mörkum sumars og vetrar.
En já, Stefán Jónasson, langafi minn, og Gíslína Friðriksdóttir, langamma, bjuggu í Strandgötunni öll sín búskaparár og þarna á myndinni sést því æskuheimili ömmu minnar. Þetta hús á því sína sögu í mínu lífi og við hæfi að Strandgatan sé í aðalhlutverki á vefnum að allavega einhverju leyti. Þar hef ég átt mörg spor og margar minningar þaðan. Getur svo vel verið að ég hafi fleiri myndir frá Akureyri þarna í vetur.
Langafi rak útgerð við Strandgötuna til fjölda ára og þar var mikill rekstur í gangi í áratugi. Það minnir verulega fátt á þá tíð núna. Myndin sýnir reyndar hversu vel tókst til með að laga umhverfi götunnar fyrir um áratug og steingarðurinn er virkilega vel gerður - ásýnd götunnar er virkilega glæsileg. Það fer vel á því að hafa þessa fallegu mynd úr hjarta bæjarins á vefnum.
En já, enn og aftur þakkir fyrir að fylgja mér hingað yfir. Við eigum vonandi skemmtilegan vetur í pólitískum pælingum í vetur. Ætla þó að vona að þetta verði ekki bara beinhörð pólitík. Veriði allavega ófeimin að hafa samband við mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 20:26
Hermann Jón sver af sér græningjastefnuna

Hermann Jón Tómasson, leiðtogi Samfylkingarinnar á Akureyri, formaður bæjarráðs og verðandi bæjarstjóri á Akureyri (árin 2009-2010) var á fullri ferð í kvöldfréttunum við að afneita feik-umhverfisstefnu þeirri sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og félagar hennar í forystusveit Samfylkingarinnar hafa boðað nú nýlega. Þar segir að ekki sé pláss fyrir álver næstu fimm árin. Hermann Jón telur merkilegt nokk hugmyndir um álver við Húsavík ekki falla undir þessar hugmyndir og tekur þar með undir það sem Kristján L. Möller, leiðtogi flokksins í kjördæminu, og Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Jónsson, varaþingmaður, hafa sagt í fjölmiðlum. Þvílík afneitun!
Það leggur stæka gervilykt frá þessari umhverfisvænu stefnu. Hún virðist ekki halda vatni, enda eru Samfylkingarmenn um allt land að segja að þessi stefna sé ekki sniðin að þeim. Fulltrúar flokksins á kragasvæðinu eru lagðir á flótta frá þessari stefnu eins og félagar þeirra hérna fyrir norðan. Það er merkilegast af öllu að sjá flokksleiðtogann hérna á Akureyri segja að þessi stefna sé ekki sniðin fyrir þá hér og auðvitað séu þeir undanskildir henni. Þetta er alveg kostulega fyndið og það þarf varla Spaugstofuna í Sjónvarpið meðan að svona er ástatt fyrir Samfylkingunni, eins og allir sjá þessa dagana. Þetta er alveg óborganlegt.
Það er skiljanlegt að þessir "höfðingjar" eigi líka erfitt að verja þessa umhverfisstefnu í byggðum sínum þegar að nær dregur kosningum að vori. Ég hlakka líka til að sjá Samfylkingarframbjóðendur reyna t.d. að telja fólki í Þingeyjarsýslu trú um að stefnan gildi allsstaðar annarsstaðar en þar á meðan að fólk í kraganum segir það sama um sitt svæði. Þetta er alveg með ólíkindum klént og lélegt. En það er eiginlega ekki hægt annað en að kenna í brjósti um þessa Samfylkingarmenn að þurfa að verja þessa nýju tískustefnu leiðtogans síns í græningjadressinu.
Það verður erfitt verkefni á kosningavetri, spái ég altént.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 18:13
Sólveig Pétursdóttir gefur ekki kost á sér

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og fyrrum dómsmálaráðherra, tilkynnti fyrir stundu á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að hún ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í kosningunum að vori. Orðrómur um þessa ákvörðun Sólveigar var í umræðunni í dag, þegar að fyrir lá að hún myndi tilkynna á fundinum í Valhöll um ákvörðun sína. Fjallaði ég um málið hér fyrr í dag. Lengi vel gengu sögusagnir að hún væri ekki ákveðin í hvort hún færi fram en nú liggur semsagt ákvörðun hennar fyrir.
Það er greinilegt að Ásta Möller verður fulltrúi sjálfstæðiskvenna til framboðs í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í vor, en hún hefur tilkynnt um framboð sitt í þriðja sæti framboðslistans, annað sætið í öðru borgarkjördæmanna. Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur, hefur tilkynnt um framboð sitt í prófkjöri. Sögusagnir ganga svo um framboð fleiri kvenna: t.d. Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, sjónvarpskonu, Áslaugar Friðriksdóttur (Sophussonar), framkvæmdastjóra, og Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ.
![]() |
Sólveig Pétursdóttir býður ekki fram í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 17:27
Spenna í prófkjöri Samfylkingarinnar í kraganum
Ég sé að Árni Páll Árnason, lögmaður og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur tilkynnt um leiðtogaframboð sitt í Suðvesturkjördæmi. Árni Páll er bróðir Þórólfs Árnasonar, forstjóra Skýrr og fyrrum borgarstjóra í Reykjavík, sem tók við borgarstjóraembættinu af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við merkilegar aðstæður í ársbyrjun 2003 og neyddist til að hætta vegna olíumálsins í árslok 2004. Árni Páll hlýtur að teljast ansi sterkur frambjóðandi fyrir Samfylkinguna. Það eru miklar breytingar framundan í kraganum hjá þeim og hafa átt sér stað þegar á þessu kjörtímabili.
Guðmundur Árni Stefánsson hætti á kjörtímabilinu sem leiðtogi flokksins í kjördæminu og varð sendiherra í Svíaríki. Varamaður hans, Ásgeir Friðgeirsson, ákvað að þiggja ekki þingsæti Guðmundar Árna og var þess í stað áfram almennatengslafulltrúi Björgólfsfeðga. Rannveig Guðmundsdóttir er svo að hætta eftir langan þingferil. Þegar hafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður, og Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, tilkynnt um framboð sín í fyrsta sætið.
Verður spennandi slagur þarna um forystuna sýnist mér. Þórunn er auðvitað orðin efst þeirra þingmanna sem eftir eru í kjördæminu og því ekki undarlegt að hún vilji fara alla leið. Gunnar hefur verið einn helsti forystumaður hreins meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og er greinilega fulltrúi hópsins þar sem með völdin fer. Að auki hefur Tryggvi Harðarson gefið kost á sér, en hann var framarlega í Alþýðuflokknum í Hafnarfirði í bæjarstjóratíð Guðmundar Árna 1986-1993 og varð svo síðar bæjarstjóri á Seyðisfirði.
Svo eru auðvitað Katrín Júlíusdóttir og Valdimar Leó Friðriksson, alþingismenn í kjördæminu í framboði. Katrín og Árni Páll berjast væntanlega um þann sess að vera fulltrúi Kópavogs í fremstu sveit flokksins í kjördæminu. Það hlýtur að styrkja Árna Pál að hafa að baki sterkan feril í Evrópumálum, en hann hefur verið sérfræðingur víða í tali um alþjóðastjórnmál og Evrópumál undanfarin ár og var ráðgjafi Jóns Baldvins í utanríkisráðherratíð hans. Altént stefnir í spennandi prófkjör þarna og hressileg átök.
![]() |
Árni Páll Árnason býður fram fyrir Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2006 | 15:58
Bond snýr bráðlega aftur með stæl

Ég hef alla tíð verið gríðarlegur Bond-aðdáandi. Ég á allar myndirnar 20 sem gerðar hafa verið og er fíkill í spennu og hasar myndanna. Hraðskreiðir bílar, stórhættuleg og seiðandi glæpakvendi, banvænir bardagasnillingar og forríkir glæpamenn eru auðvitað stór þáttur í hverri Bond-mynd og við viljum auðvitað engar drastískar breytingar frá þessum höfuðreglum. James Bond, þarf varla að kynna fyrir nokkru mannsbarni. Í fjóra áratugi hefur þessi lífseigi kvennabósi skemmt bíógestum um allan heim með hnyttnum tilsvörum og fáguðu skopskyni.
007 - njósnari hennar hátignar, snýr bráðlega aftur í 21. myndinni - Casino Royale. Nú er Pierce Brosnan horfinn á braut og nýr leikari, Daniel Craig, verður bráðlega kynntur til sögunnar í hlutverkinu. Mér skilst að einhverjar breytingar séu í farvatninu í þessari mynd en margt haldi sér. Það jafnast sjaldan neitt á við það að fá sér popp og kók og hverfa inn í hugarheim sagnanna. Uppáhaldið mitt í þessum myndaflokki er og hefur alla tíð verið Goldfinger frá árinu 1964. Þvílík dúndurmynd, alveg klassi.
Hlakka til að sjá nýjustu myndina. Ég held að fullyrða megi að ég verði einn af þeim fyrstu sem skelli sér á hana. Enda held ég að þessi skothelda blanda af spennu, hasar og gríni klikki aldrei. Gæti líka bara vel verið að maður rifji upp Bond-taktana í kvöld og skelli góðri Bond-mynd í tækið. Þessar myndir klikka aldrei. Hver er uppáhaldsmyndin þín? Hafirðu skoðun á því, láttu í þér heyra hér!

![]() |
Clive Owen er ánægður með nýjan James Bond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 14:36
Síðasta þyrlan farin af varnarsvæðinu

Það var söguleg stund í morgun á Keflavíkurflugvelli þegar að síðasta þyrlan á vegum Varnarliðsins fór burt. Þessi sögulegi tími bandaríska hersins hérlendis er að líða hratt undir lok þessar vikurnar. Þar hefur fækkað hratt síðustu mánuðina. Hálft ár er liðið frá einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um vistaskipti. Þar var illa komið fram af hálfu Bandaríkjamanna og leiðinleg endalok á löngu samstarfi. Mér finnst reyndar Bandaríkjamenn hafa komið fram með býsna ómerkilegum hætti í öllu ferlinu síðustu mánuðina og sérstaklega hvað varðar ratsjármálin. Þetta er ekki vinarhugur sem kemur fram í okkar garð allavega að þeirra hálfu.
Lengi hafði ég átt mér þann draum að fara inn á varnarsvæðið og komst því miður aldrei þangað meðan að allt var í blóma síns tíma. Tækifærið gafst loksins í júní þegar að við fjöldi SUS-ara vorum á Suðurnesjum og fengum passa inn á svæðið og leiðsögn undir forystu starfsmanns Íslenskra aðalverktaka. Það var mjög merkileg stund. Þá þegar var þetta eins og eyðibýli í villta vestrinu forðum daga. Ekki sála á ferli - aðeins sálræn þögn og tómarými allsstaðar. Húsin líflaus og engin stemmning. Það var meira að segja búið að loka veitingastaðnum sem við ætluðum á þarna á svæðinu.
Dauðinn var svo sannarlega uppmálaður þarna um allt. Merkileg stund. Þetta svæði var miklu umfangsmeira en mér hafði eiginlega allt að því órað fyrir. Þarna er mikið landrými og mikil tækifæri framundan sé rétt haldið á öllum málum. Það leiðir hugann að því að við fáum litlar sem engar fréttir af samningaviðræðum um framtíð mála. Herinn er svo gott sem farinn og enn vitum við sáralítið sem ekki neitt hreinlega um stöðuna eftir 1. október, þegar að teknísk endalok alls sem heitir Varnarliðið verður hér á landi. Spurningum þarf að svara finnst mér, þögnin er orðin glymjandi alvarleg.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur reyndar sagt í fjölmiðlum í dag að svara sé að vænta og samkomulags um framtíðarstöðu mála. Það er ekki seinna vænna segi ég og við öll sennilega á þeim degi þegar að síðasti táknræni máttur Varnarliðsins yfirgefur landið og í raun tíma þess lýkur. Það er ekkert þar eftir nema tóm hús og grafarþögn. Spurningum verður að svara. Ætla að vona að bráðlega fáum við að vita eitthvað meira en það hversu mikið spurningaflóðið vex dag frá degi.
![]() |
Síðasta þyrlan fór í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 13:58
Væringarnar í Heimdalli

Í gær ræddi ég við einn góðan félaga minn um stjórnmálin í borginni. Þar er margt og mikið framundan fram að prófkjöri. Fullt af nýjum frambjóðendum að koma fram og þingmenn eru að tilkynna hvað þeir ætla að gera. Í næsta vetfangi spurði hann mig um slaginn um Heimdall. Sá tími ársins er runninn upp þegar að tekist er á um Heimdall, hafi þeir sem lesa vefinn ekki áttað sig enn á því. Ég vissi varla hvað ætti að segja, enda tel ég mig vera búinn að taka mínar rispur á að spekúlera og skrifa um Heimdall og væringarnar þar.
Ég sagði sem væri að í framboði væru tvær mjög hæfileikaríkar konur og þær væru báðar þekktar fyrir góð störf sín fyrir flokkinn. Það væri því ekki framundan neinn skaðatími þar, bæri fólki gæfa til að sætta sig við úrslitin. Þær hefðu báðar áhuga á þessu embætti og ekki óeðlilegt að fleiri en einn aðili hefði áhuga á að leiða Heimdall á þessum kosningavetri. Við fórum svo yfir allar sögurnar sem hafa heyrst þarna og ýmislegt sem er í gangi. Ég er ekki inni í öllu sem þar gerist sem betur fer og fylgist blessunarlega vel með þessu úr góðri fjarlægð og bíð bara úrslitanna.
Ég hef reyndar oft hugsað mjög mikið um ungliðapólitíkina þarna og held þeim skoðunum fyrir mig, þó kannski viti einhverjir hvar ég standi í þeim efnum og hverjar þær eru. Það er best að skipta sér ekki af því, þetta er ekki mitt félag og þetta er ekki mitt starfsvæði í stjórnmálunum, allavega ekki enn sem komið er. Ég hef metið það sem svo að mitt aðalstarfsvæði á næstu vikunum verði hérna. Hér get ég sagt það sem mér finnst og hef gaman af því að skrifa. Það er heillavænlegast fyrir mig og fleiri að svo verði.
En ég fylgist með pólitíkinni, hvort sem er í Heimdalli eða annarsstaðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 13:18
Sólveig Pétursdóttir að hætta í stjórnmálum?

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og fyrrum dómsmálaráðherra, mun í dag gefa út yfirlýsingu um framboðsmál sín. Skv. heimildum þykir líklegast að Sólveig muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs að þessu sinni og sinna því öðru en stjórnmálum í kjölfar þessa kjörtímabils. Sólveig á að baki nokkuð merkan feril í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur verið umdeild en verið kjarnakona í stjórnmálum. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1986-1990 og formaður í borgarnefndum það kjörtímabil. Hún tók sæti á Alþingi í ársbyrjun 1991 þegar að Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri og menntamálaráðherra, varð seðlabankastjóri við fráfall Geirs Hallgrímssonar.
Sólveig var formaður allsherjarnefndar árin 1991-1999 og varð dómsmálaráðherra í maílok 1999 í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sólveig varð með því fyrsta konan á stóli dómsmálaráðherra. Ráðherratíð hennar varð stormasöm og nægir að nefna málefni Falun Gong sem eitt hið erfiðasta á hennar ferli í dómsmálaráðuneytinu. Í prófkjörinu 2002 varð Sólveig í fimmta sæti og féll um sæti, en hún sóttist eftir þriðja sætinu í slag við Björn Bjarnason og Pétur H. Blöndal. Sólveig missti ráðherrastól sinn í kjölfar kosninganna 2003 og varð 3. varaforseti Alþingis. Hún var kjörin forseti Alþingis í stað Halldórs Blöndals þann 1. október 2005.
Í dag verður fulltrúaráðsfundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík haldinn í Valhöll. Þar mun tillaga um prófkjör dagana 27. og 28. október verða samþykkt væntanlega og þar munu línur skýrast verulega um hverjir gefi kost á sér til þingmennsku, utan þingmannanna, fyrir flokkinn í borgarkjördæmunum tveim.
19.9.2006 | 12:57
Bókaskrif Möggu Frímanns

Ég sá á netinu í morgun að Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, er að fara að gefa út ævisögu sína. Ég held að það verði virkilega áhugaverð bók fyrir stjórnmálaáhugamenn. Stjórnmálasaga Margrétar er samofin sögu vinstriflokkanna síðustu tvo áratugina, bæði hvað varðar vonbrigði við langa stjórnarandstöðusetu og ennfremur merka sögu við að koma vinstriöflum, sundruðum sem standandi öflum, saman í eina sæng. Margrét, sem nú hefur tilkynnt að hún sé að hætta í pólitík, hefur enda nokkuð ítarlega og merka sögu að segja, sem ég allavega hef áhuga á að lesa og mun væntanlega fara yfir hana fyrir þessi jólin.
Sérstaklega verður áhugavert að lesa um formannskjörið í Alþýðubandalaginu árið 1995, þegar að Margrét var kjörin eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, síðar forseta Íslands, á formannsstóli Alþýðubandalagsins. Sigur hennar yfir Steingrími J. Sigfússyni, þáv. varaformanni flokksins, var mjög sögulegur. Ekki aðeins varð Margrét með því fyrsta konan á formannsstóli gömlu fjórflokkanna heldur þótti merkilegt að hún gæti sigrað Steingrím J. Sigurinn varð þó súrsætur fyrir hana og hún varð síðar að horfa upp á flokkinn brotna hægt og rólega og lauk væringum þeirra tveggja síðar með því að Steingrímur og armur hans í flokknum yfirgáfu hann.
Margrét Frímannsdóttir var talsmaður Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum 1999, fyrstu kosningum Samfylkingarinnar. Þá reyndar var flokkurinn sem slíkur ekki til, enda var þetta bara kosningabandalag flokkanna, en VG hafði þá verið stofnuð undir forystu Steingríms J. Sigur vinstriaflanna varð ekki staðreynd í þessum kosningum. En það var merkileg saga sem átti sér stað í kosningunum 1999 og mér telst til að Margrét hafi verið fyrsta konan sem leiddi alvöruafl, stórt afl, í þingkosningum. Sú saga hefur ekki enn verið rituð og væntanlega mun Margrét segja hana með þeim þunga sem hún telur rétt.
Fyrst og fremst verður áhugavert að lesa um formannskjörið 1995. Það var mikill átakapunktur á vinstrivængnum. Það var líka í fyrsta skipti sem póstkosning var meðal allra flokksmanna um forystu stjórnmálaflokks hér á Íslandi. Ólafur Ragnar barðist fyrir því að arfleifð hans myndi halda sér og beitti sér mjög fyrir Margréti, sem var alla tíð einn nánasti samherji hans í stjórnmálum.
Margt má reyndar segja um Margréti, en hún er fyrst og fremst kjarnakona í stjórnmálum og hefur frá mörgu að segja, sérstaklega nú þegar að hún er að hætta í stjórnmálunum. Hún á að baki langan feril, sem verður áhugavert að lesa um í frásögn hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 01:00
Krýning eða leiðtogaslagur í kraganum?
Öllum varð ljóst við tilkynningu Árna M. Mathiesen um að gefa kost á sér til forystu framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi við næstu alþingiskosningar að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, teldist langlíklegasti eftirmaður hans í Suðvesturkjördæmi. Það duldist engum að Þorgerði Katrínu var það lítt að skapi við kosningarnar 2002 að þurfa að taka áfram fjórða sætið, sem hún vann, reyndar verulega óvænt og taldist þá gríðarlegur pólitískur sigur, í prófkjörinu 1999 í það skiptið. Þorgerður Katrín vildi þá prófkjör en varð undir með þá afstöðu. Öllum var ljóst að prófkjör þá hefði styrkt stöðu hennar gríðarlega.
Nú hefur Þorgerður Katrín þegar lýst yfir leiðtogaframboði í kraganum og hefur mjög sterka stöðu til forystu af skiljanlegum ástæðum. Flestir telja þar um krýningu að ræða, enda sé hún varaformaður og leiði öflugt ráðuneyti. En þær raddir heyrast að Bjarni Benediktsson, alþingismaður, sé enn að hugsa sitt og hvort hann eigi að stefna á fyrsta sætið eða hið annað. Bjarni kemur af Engeyjarætt eins og fleiri mætir menn. Hann hefur komið mjög sterkur til leiks í stjórnmálum. Hann tók við formennsku í allsherjarnefnd árið 2003 og hefur staðið sig þar með miklum sóma. Hann var kom t.d. mjög vel fram í hinu umdeilda fjölmiðlamáli árið 2004.
Hefur Bjarni vakið mikla athygli fyrir glæsilega frammistöðu í fjölmiðlum og hefur æ oftar verið nefndur sem einn af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins síðar meir. Hvernig sem fer nú á næstu mánuðum í aðdraganda þessara kosninga deilir enginn um sterka stöðu hans og stjörnusjarma sem stjórnmálamanns. Hann hefur algjörlega slegið í gegn sem framtíðarmaður frá innkomu sinni á þing. Síðast var hann í fimmta sæti, allir vita að hann stefnir mun ofar nú. Valið er um að gefa kost á sér í fyrsta sætið eða annað. Hægt er að slá því algjörlega föstu að hann mun ná mun ofar að þessu sinni.
Það stefnir í mikla uppstokkun í kraganum í næstu þingkosningum. Tveir þingmenn flokksins, kjörnir árið 2003, eru hættir. Árni farinn í Suðrið og Gunnar Birgisson hefur helgað sig bæjarmálunum í Kópavogi. Það er mikið talað um hvort að sveitarstjórnarmenn flokksins í kjördæminu, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, fari fram. Svo er talað um framboð Sigurrósar Þorgrímsdóttur, sem tók sæti Gunnars á þingi í fyrra og varð fullgildur þingmaður eftir kosningarnar í vor og Jóns Gunnarssonar, en bæði koma þau úr Kópavogi eins og Ármann.
Spáð er og spekúlerað líka í stöðu Sigríðar Önnu Þórðardóttur, fyrrum umhverfisráðherra. Hægt er að slá því föstu að Ragnheiður fer ekki fram gegn Sigríði Önnu, enda gæti slíkt þýtt að Mosfellingar missi þingsæti. Margar pælingar eru á döfinni, sem væntanlega verða enn meira áberandi eftir kjördæmisþingið í kraganum. Stóra spurningin nú er: Verður krýning eða leiðtogaslagur í kraganum? Þessari spurningu getur aðeins Bjarni Benediktsson í Garðabæ svarað fyrir okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 20:08
Leiðtogakreppa sænskra krata
Göran Persson gekk á fund forseta sænska þingsins í dag og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra, er hafinn myndun nýrrar stjórnar og ætlað að hún muni taka við valdataumunum eigi síðar en 6. október nk. Vinstraskeiðinu er því lokið í sænskum stjórnmálum og væntanlega verða íslenskir jafnaðarmenn að leita annað en til Svíþjóðar núna til að segja frægðarsögur af vinstrisigrum. Staðan er reyndar sú að í norðurlöndunum fimm verða jafnaðarmenn aðeins við völd í Noregi (Jens Stoltenberg) þegar að Persson hefur látið af embætti. Annarsstaðar eru miðju- eða hægrimenn við völd að þessu loknu, sem er gleðiefni.
Ég sé að sænskir fréttaskýrendur eru þegar farnir að velta vöngum yfir því hver verði eftirmaður Görans Perssonar á leiðtogastóli jafnaðarmannaflokksins. Það er ekki beint um auðugan garð að gresja þar og eins og fyrr sagði í dag er enginn augljós eftirmaður, eins og var þegar að Anna Lindh var utanríkisráðherra og afgerandi forystukona innan flokksins. Enn eru kratarnir að jafna sig á dauða hennar, en þá dó krónprinsessa flokksins og augljós eftirmaður eftir valdadaga Perssons. Sænsku spekingarnir spá konu embættinu. Þeir telja Margot Wallström, kommissar hjá ESB, vænlegasta.
Tek ég undir þá spádóma. Það var reyndar talað um það snemma ársins 2005 að Persson ætti að víkja og láta Wallström sviðið eftir. Það fór ekki. Ekki undarlegt að hennar nafn sé þarna í pottinum. Enn og aftur heyrist nafn Monu Sahlin. Hún var talin líklegasti eftirmaður Ingvars Carlssons lengi vel, en hann var leiðtogi kratanna 1986-1996 og forsætisráðherra 1986-1991 og 1994-1996. Svo fór að vegna kreditkortahneykslis varð Sahlin að segja af sér árið 1995 og hnossið féll fjármálaráðherranum Persson í skaut. Sahlin hefur verið umdeild og skandalarnir hafa elt hana uppi lengi.


Einhverjir nefna Wönju Lundby-Wedin, verkalýðskrata í flokknum, en ég tel það langsótt val. Ætli það verði ekki Wallström sem verði að teljast líklegust. Annars eru pælingarnar bara rétt að byrja svosem. Finnst það reyndar kostulega dramatískt að nefna nafn Sahlin enn og aftur, en hún er orðin frekar slitin sem stjórnmálamaður eftir sína skandala.
Reyndar fannst mér það alveg kostulegt þegar að Sahlin var valin í bakgrunni allra auglýsinga Perssons í baráttunni og eiginlega til marks um hvað yfirgangur Perssons í flokknum hefur leitt til þess að leiðtogafátækt einkennir flokkinn nú þegar að hann hrökklast frá völdum. Þar eru fáir kostir eftir ef kratarnir þarna líta á Sahlin sem rétta aðilann sem eigi að leiða þá aftur til vegs og virðingar eftir þennan ósigur.
![]() |
Persson baðst lausnar og borgaraflokkarnir hefja stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 18:16
Óskiljanlegt framboð kynnt á erlendri grundu

Skv. því sem fréttir herma er Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og framsóknarvalkyrja með meiru, nú á leiðinni úr landi og alla leiðina til New York til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Sýnist að aðaltilgangur hennar verði að reyna að sleikja upp sem flesta erlenda diplómata og utanríkisráðherra stórþjóðanna til að reyna að prómótera upp framboð Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en við erum að reyna að fikra okkur inn í þann kostulega félagsskap og ætlum okkur að reyna að vera þar árin 2009-2010. Hvorki meira né minna.
Einhver myndi nú segja að bjartsýnin ætti sér engin takmörk að berjast fyrir þessu. Sjálfur hef ég alla tíð verið afskaplega andvígur þessari málafylgju að ætla að fara þarna inn og undrast satt best að segja þann kraft og kostnað sem á að dæla til þessa verkefnis. Veit ekki hvernig að utanríkisráðherranum Valgerði Sverrisdóttur muni ganga við þessa kynningu. Ég held að þetta muni verða okkur þungur róður, enda ekki við neina aukvisa að eiga. Sjálfur hef ég fyrst og fremst aldrei skilið þessa draumóra að halda út í þetta og hef alltaf viljað henda þessu fyrir róða.
Svo verður væntanlega ekki. Þetta er víst eitt af því sem að Halldór Ásgrímsson fann upp á í sinni utanríkisráðherratíð og var látið eftir honum. Davíð Oddsson átti að slátra þessari hugmynd þegar að hann var utanríkisráðherra og það var frekar dapurlegt að Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki af skarið þegar að gerlegt var að bakka frá þessu á hentugum og diplómatískt kórréttum tíma. En svo fór sem fór. Hef svo oft farið yfir mínar skoðanir að flestir ættu að vita hvað ég er að fjalla um og hvaða skoðanir ég er að vísa til.
Þeim sem eru ekki vissir um þessi mál og afstöðu mína bendi ég á gamlan og góðan pistil frá því í febrúar 2005, þegar að við áttum að bakka frá þessari þvælu. En gangi Valgerði vel að prómótera sig úti í NY. Ég er hræddur um að þetta verði henni þungur róður og lítt áhugavert að vera í hennar sporum vafrandi á milli diplómata og utanríkispostula ýmissa misvitra þjóða.
![]() |
Utanríkisráðherra kynnir framboð Íslands í öryggisráð SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 16:37
Laufskálaviðtal við Ellu Möggu

Vinkona mín, Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, var í Laufskálaviðtali í morgun á Rás 1. Virkilega skemmtilegt viðtal og áhugavert. Bendi lesendum á viðtalið við Ellu Möggu hérmeð.
18.9.2006 | 16:14
Össur kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, var í dag kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins í Hvalfirði. Þær voru því réttar kjaftasögurnar sem ég heyrði í gærkvöldi að það yrði Össur sem yrði þingflokksformaður í stað Margrétar Frímannsdóttur, sem er að hætta í stjórnmálum eftir langt og farsælt starf fyrir Samfylkinguna. Það eru varla tíðindi að forysta Samfylkingarinnar kalli nú á Össur til verka fyrir flokkinn. Hann hefur verið gríðarlega duglegur að blogga og tjá sig um menn og málefni samtímans eftir að hann missti formannsstólinn í flokknum fyrir ári. Hann fær með þessu vissa uppreisn æru eftir að hafa misst hlutverk sitt í forystunni eftir tapið í slagnum fyrir svilkonu sinni.
Össur hefur verið líflegur í stjórnmálum og tekur nú á sig þingflokksformennskuna, væntanlega er það skýr merking þess að nota eigi krafta hans í þeirri kosningabaráttu sem brátt hefst. Hinsvegar er það væntanlega súrt í broti fyrir norðanhöfðingjann, Kristján L. Möller, að fá ekki formennskuna, en hann var varaformaður Möggu Frímanns og verður varaformaður áfram. Kristján á reyndar framundan harðvítugan slag við Benedikt Sigurðarson hér á Akureyri á næstu vikum og þarf væntanlega á öllu sínu að halda til að koma standandi frá þeirri glímu. Það yrði altént athyglisvert ef Kristjáni yrði sparkað og yrði þar með fjórði kjördæmaleiðtogi Samfylkingarinnar sem færi frá því verki fyrir kosningar.
En ég má til með að óska Össuri til hamingju með formennskuna og vona að hann verði jafnlíflegur og hress áfram í því að blogga og hann hefur verið. Það er til marks um styrk hans að Ingibjörg Sólrún endurvinni hann í forystuna með þessum hætti. Það hefur allt gengið í handaskolum hjá svilkonunni eftir að Össur missti flokksformennskuna og því varla undur að hann sé nú kallaður til verka við að leggja henni hjálparhönd á kosningavetri. Ekki veitir henni af.... nú eða flokknum, sjáiði til.
![]() |
Össur kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 15:07
Spennandi tímar í Svíþjóð
Samgleðst innilega með Svíum að hafa kosið rétt og skipt út krötunum fyrir nýja tíma undir forystu nafna míns Fredrik Reinfeldt. Svíar voru búnir að fá nóg af Göran Persson og stjórn hans og vildu stokka upp. Það var nokkuð glapræði hjá Persson að halda í enn einar kosningarnar og það fór sem fór hjá honum. Er sammála Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra og fyrrum kratahöfðingja hér heima á Íslandi, um það að þessar breytingar voru fyrirsjáanlegar. En ég held að kratar í Svíþjóð hafi haldið í vonina gríðarlega lengi að sjá sveifluna sem myndi redda þeim. Hún kom aldrei - framundan er allsherjar uppstokkun þar núna þegar að Persson hverfur af sviðinu. Þar bíður allavega enginn af kalíber Önnu Lindh eftir að taka við. Þetta verður þeim erfitt.
Mér finnst Fredrik mjög spennandi stjórnmálamaður. Hann kemur með ferska vinda nýrra tíma inn í þetta. Fyrst og fremst held ég að fólk hafi verið að kalla á nýjar áherslur og ferska vinda inn í forystu sænskra stjórnmála. Reinfeldt hefur allavega með sér blæ velvilja þegar að hann tekur við. Munurinn varð reyndar ekki mikill milli valdablokkanna en nógu mikill samt til að stokka hlutina drastískt upp. Nú reynir á Reinfeldt úr hverju hann er í raun gerður. Fólk vill væntanlega að hann byrji af krafti og efni öll fögru fyrirheitin. Ég ætla að vona að hann standi við það sem hann lofaði. Það voru falleg kosningaloforð og ef þau standast öll munu vonandi hægrimenn standa saman aðrar kosningar í röð og verða valdablokk sem getur vænst annars sigurs á eftir þessum.
Fróðlegast verður að sjá hverjir koma inn með Fredrik til valda. Sérstaklega merkilegt verður að sjá hver verði utanríkisráðherra og taki við af Jan Eliasson. Á eftir að sakna Eliasson, enda var það fagmaður í utanríkismálum sem verðskuldaði þann sess að verða utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hann var allavega betrungur þeirrar skessu sem Laila Freivalds var í utanríkismálum og í raun skandall Perssons að velja hana til að taka við af hinni gríðarsterku Önnu Lindh. Ég sé á vefum dagsins í Svíþjóð að kratar sakna Önnu. Skarð hennar er ófyllt og söknuður sænskra krata í hennar garð er ósvikinn. Ég hlakka til að sjá hver geti tekið við hlutverki Perssons við þessar aðstæður. Þar verður harður slagur.
Á meðan verða sænskir hægrimenn að taka við völdunum af krafti og standa sig vel. Það verður þolraun fyrir þá að taka við völdunum og standa undir væntingum. Ég hef fulla trú á því að sú verði raunin. En nú byrjar fjörið í Svíaríki fyrir fullt og fast, tel ég.
![]() |
Ný ríkisstjórn tekur væntanlega við í Svíþjóð 6. október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 14:41
Þrengist um á NFS
![]() |
Uppsagnir boðaðar á NFS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 13:49
Róbert Marshall biðlar til "kæra Jóns"
Í greininni fer Róbert yfir sína hlið málsins og talar með býsna opinskáum hætti og notar merkilega leið til þess að ná til eigendanna í opnu bréfi til þeirra sem fara með peningavöld og ráða för. Mikla athygli vekur í greininni að Róbert talar um að Jón Ásgeir ráði þessu öllu. Orðalagið vekur athygli fólks, enda er þarna biðlað af miklum sannfæringarkrafti fyrir því að þyrma stöðinni. Það er greinilega komin upp gríðarleg taugaveiklun yfir stöðinni, enda vita ekki einu sinni yfirmenn NFS greinilega hvort þeir verða atvinnulausir eða fréttastjórnendur í vikulok.
Þetta er merkileg staða. Það er ekki undarlegt að menn pæli yfir því að lesa svona vælugreinar til atvinnurekanda sinna yfir morgunkaffinu á venjulegum mánudegi.
![]() |
Biður um tvö ár fyrir NFS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)