Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.9.2009 | 20:22
Hvað varð um Svandísi Svavarsdóttur?
Ætli ein helsta ástæða þess sé að faðir hennar, Svavar Gestsson, var aðalmaður vinstri grænna í hinum afleita Icesave-samningi og skilaði svo afleitum árangri sem raun ber vitni? Það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnmálamann að vera sýnilegur þegar hann tengist svo mikið þeim sem stýrði hinni afleitu samningagerð. Varla hefur þátttaka hans verið góð pólitískt fyrir Svandísi.
Hún hefur enda varla lagt orð að mörkum í stjórnmálaumræðunni síðan hún var ráðherra og varla veitt viðtal... sama má reyndar segja um Katrínu Jakobsdóttur. Þær láta Steingrím rogast með byrðina væntanlega til að fá ekki kusk á sig. En þeir eru væntanlega vonsviknir sem kusu Svandísi inn á þing til að leika eitthvað lykilhlutverk.
Óskar eftir frekari upplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 14:31
Björgólfsfeðgar stefna fréttastofu Stöðvar 2
Þessi fréttaflutningur er þess eðlis að heimildir hljóta að hafa verið traustar og því greinilegt að Stöð 2 hefur treyst þeim algjörlega. Fróðlegt verður að sjá hvort þeim takist að drepa þennan orðróm og fá uppreisn æru eftir erfiða tíð að undanförnu.
Væntanlega er þetta frekar persónuleg barátta frekar en viðskiptaleg, enda varla hægt að deila um það að veldi feðganna er nær algjörlega hrunin hér heima.
Stefna fréttastjóra og fréttamanni Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 18:27
Viðræður um Icesave opinberar eða í kyrrþey?
Góðs viti er að ráðherrar sendi bréf eða tali beint við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um Icesave í stað þess að láta embættismenn um það. Ekki var það gáfulegt þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær að embættismenn myndu ræða við Breta og Hollendinga um fyrirvara Alþingis vegna Icesave-samninganna í kyrrþey!
Steingrímur vissi reyndar ekki í gær hvort hann eða forsætisráðherrann myndu taka málið beint upp í samtölum við stjórnmálamenn þar. Þvílík sorgarsaga... auðvitað eiga ráðherrar að taka málið beint upp við starfsbræður sína í stað þess að muldra bara hérna heima eða láta embættismenn um verkið.
Þessi bréfasending er gott skref... en betur má ef duga skal. Varla getur þessi stjórn setið áfram nái hún ekki að vinna fyrirvörum Alþingis stuðning í samtölum við viðsamjendur. Vilji Alþingis í Icesave-málinu er skýr og augljóst hvert verkefnið er.
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 15:10
Fégráðugur barnsfaðir nýtir sér frægð Söru Palin
Ég efast stórlega um að Sarah Palin sé fullkomin - hver er það annars? Er nokkuð okkar fullkomið? Ekki virðist frægð hennar dvína þó hún hafi látið af ríkisstjórastarfi í Alaska. Frjálslyndir líta greinilega á Söru sem ógn pólitískt... altént er síður minna talað um hana og verk hennar þó hún sé ekki lengur í pólitískt kjörnu embætti. Greinilegt er að demókratar líta á hana sem skaðlegan andstæðing í aðdraganda þingkosninga og forsetakosninga 2012.
Vissulega beinast sjónir flestra þó að 2012. Þrátt fyrir miklar vangaveltur eru þeir ekki svo margir sem eiga alvöru séns á útnefningu repúblikana þá; Mitt Romney, Mike Huckabee, Tim Pawlenty og Sarah. Sé ekki að aðrir blandi sér í það nema þá eitthvað mjög mikið muni gerast. Flest bendir til að Sarah Palin standi þar vel að vígi og muni leika lykilhlutverk í að byggja upp Repúblikanaflokkinn.
Palin á fátt sameiginlegt með ímyndinni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 02:23
Árni Helgason kjörinn formaður Heimdallar
Ég vil óska Árna Helgasyni til hamingju með sigurinn í formannskjörinu í Heimdalli, en úrslitin urðu ljós nú eftir miðnættið eftir langan aðalfund... þegar líflegri kosningabaráttu lauk í félaginu. Vissulega er það styrkleikamerki fyrir Heimdall að þar sé kosið milli frambjóðenda og þar sé mikill áhugi á að fara í stjórn. Hið allra besta mál.
Þeirra sem hlutu kjör bíður nú það verkefni að efla Sjálfstæðisflokkinn meðal ungra kjósenda og byggja hann upp til framtíðar. Ungliðahreyfingin er mikilvæg fyrir flokkinn sérstaklega nú þegar hann er í stjórnarandstöðu í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi og hefur fengið mikinn skell í alþingiskosningum. Þar er framtíðin í flokksstarfinu.
Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að eflast þurfa allir ungliðar að standa sig í uppbyggingunni og hugsa um hag flokksins ofar öðru - hafa öflugt flokksstarf og gera flokkinn að traustum valkosti fyrir ungt fólk.
2.9.2009 | 12:04
Klappstýra útrásarinnar staðfestir Icesave-lögin
Sameiningartákn útrásarvíkinganna, klappstýran á Bessastöðum, hefur nú staðfest Icesave-lögin, eins og við mátti búast. Ég átti ekki von á neinu öðru, annað hefði verið stílbrot af þeim manni sem er guðfaðir vinstristjórnarinnar sem er við völd. Hann myndi aldrei gera neitt til að taka þessa ríkisstjórn úr sambandi, allra síst með því að synja lagafrumvarpi.
Með þessu staðfestir reyndar forsetinn að afstaða hans í fjölmiðlamálinu var sýndarmennska, hann synjaði þeim lögum ekki vegna þess að gjá væri milli þings og þjóðar, heldur vegna tengsla hans við tiltekna menn í viðskiptalífinu. Enda var hann eftir það tíður farþegi í einkaflugvélum þeirra sem áttu hagsmuna að gæta.
Og ekki færi hann að fórna forsetastólnum fyrir synjun á lögunum nú með því að vitna í sömu rök og 2004. Þetta er algjörlega innihaldslaust - var aldrei annað en pólitísk flétta. En með þessari ákvörðun fer þessi forseti endanlega í sökubækurnar sem klappstýra útrásarvíkinganna.
En honum er auðvitað sama, enda fer hann ekki aftur í forsetakjör. En hvernig er það, fellur ekki þessi forseti núna sjálfur ofan í gjána margfrægu sem hann vitnaði til?
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2009 | 00:34
Ólafur Ragnar mun ekki stöðva Icesave
Ólafur Ragnar er svo tryggur Samfylkingunni, eins og sást af aumri framgöngu hans við stjórnarslitin í janúar, að hann mun ekki taka þessa vinstristjórn úr öndunarvélinni. Forðum daga sagði þó þessi forseti að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar um fjölmiðlamálið. Hvað ætli hann segi til að reyna að friða þjóðina þegar hann hleypir þessum díl í gegn?
Þessi forseti er sá lélegasti í lýðveldissögunni, verður minnst fyrir dekur sitt við auðmenn og hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna og skjalldúkka þeirra. Hann mun ekki setja þetta mál í uppnám. Örlög þessa máls réðust í þinginu. Nú er boltinn hjá Bretum og Hollendingum - munu þeir taka þessu gagntilboði eða halda áfram að búllíast á Íslendingum?
Meirihluti á móti ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 12:16
Nær Eimskip að verða hundrað ára?
Eitt af því allra ömurlegasta í sukkaðri hringrás viðskiptalífsins var hvernig rótgróin traust fyrirtæki voru sogin inn að merg uns nær ekkert var eftir nema nafnið eitt. Gott dæmi um þetta er Eimskip sem hefur riðað til falls síðustu mánuði eftir ævintýralega atburðarás í útrásarvitleysunni, skýjaborginni miklu sem var algjörlega innistæðulaust.
Eimskip var forðum daga fornt veldi í íslenskri viðskiptasögu - Björgólfsfeðgar "keyptu" fyrirtækið fyrir sex árum í ævintýralegum viðskiptum. Allir vita hvað hefur gerst síðan. Sú saga er vel þekkt og óþarfi að rekja það. En flestir vita þó að viðskiptahættir í Eimskipum og fleiri traustum fyrirtækjum hafa gert að verkum að reynt er að stofna nýjar kennitölur til að halda áfram.
Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 var það kallað óskabarn þjóðarinnar. Mikill ævintýraljómi hefur verið yfir velgengni þess - merkileg saga er að baki. Hverjum hefði dottið í hug þegar Hörður Sigurgestsson lét af forstjórastarfi í Eimskip fyrir tæpum áratug að árið 2009 yrði jafnvel ævintýrið mikla úti. Hörður skilaði mjög góðu búi þegar hann lét af störfum.
Ljóst er að margt hefur farið á verri veg og öllu hefur verið sólundað í tóma vitleysu. Strandar óskabarn þjóðarinnar á tíunda áratug starfsaldarinnar eða nær það að halda upp á aldarafmælið árið 2014? Mun kennitöluflakkið kannski halda óskabarninu ungu og fersku til ársins 2014?
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2009 | 01:00
Fær fólk eitthvað kikk út úr sprengjuhótunum?
Þetta er samt brenglaður hugsunarháttur... rétt eins og var í Borgarholtsskóla. Annars veit enginn hvað olli því, hvort það var vilji til að einhver fengi frí í skólanum eða bara vímurugl sem gekk of langt.
Ætli þetta verði nýjasta tískan í kreppunni að hringja inn sprengjuhótanir?
Sprengjuhótun í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2009 | 11:55
Þungt högg
Mikið og þungt högg er að missa eigur sínar í eldsvoða, hvort heldur sem er á heimili eða vinnustað. Tjónið er mikið og tekur oft á að byggja sig upp aftur eftir slíkt högg. Ekki er hægt annað en finna til með þeim sem misstu sín veiðarfæri, atvinnutæki og grundvöll sinnar tilveru, sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þegar íslenskt samfélag verður sífellt fyrir þungum höggum.
Vona að Pétri takist að rísa upp úr þessum öldudal og fái tjónið bætt og geti náð að sjá bjartan punkt í þessu myrkri.'
Þetta er búið spil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |