Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Læknamistök - vandmeðfarið mál

Ég sé að sumir slá upp í grín meintum læknamistökum Norðmannsins. Vissulega er þetta vandmeðfarið mál og opnar eflaust á brandara fyrir þá sem hafa húmor fyrir því. En mikilvægt er að sjúklingar geti leitað réttar síns telji þeir á sér brotið og þeir hafi orðið fyrir alvarlegum mistökum lækna og hafi orðið fyrir skaða í aðgerð eða þegar þeir leita sér lækninga, væntanlega til að bæta líðan sína.

Mannleg mistök geta allsstaðar gerst, bæði í heilbrigðisþjónustu sem og annarsstaðar. Eflaust er eðlilegt að rannsaka vel umfang þeirra mannlegu mistaka. Þetta hafa aðrar þjóðir gert. Það getur orðið að fróðleik sem leiði til þess að bæta heilbrigðisþjónustu eða taka á mögulegum mistök til framtíðar litið, leiði til betrumbóta af einhverju tagi.

Í fjöldamörg ár var hálfgert tabú að ræða læknamistök, bæði mátti varla viðurkenna að þau ættu sér stað og það væru glufur í heilbrigðisþjónustu. Eftir að Lífsvog, samtök þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir læknamistökum, voru stofnuð hefur umræðan orðið meira áberandi og náð meiri athygli en áður var.

mbl.is Sakar Landspítala um mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völdin að veði í Icesave-málinu

Augljóst er að vinstriflokkarnir lögðu völdin að veði í Icesave-málinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur rétt fyrir sér í því að verði fyrirvarar Alþingis ekki samþykktir verði það hneisa fyrir vinstristjórnina, skipbrot samninganna sem þeir lögðu fyrir þingið og pólitískt fall þeirra forystumanna vinstriflokkanna sem lögðu allt undir fyrir þá.

Þeir sem bera ábyrgð á vinnu síðustu mánaða verða að taka ábyrgð á því ef hún hefur engu skilað nema niðurlægingu Íslands á alþjóðavettvangi: þeir hafa þá brugðist algjörlega. Spilað er undir með mikið í þessu máli. Þeir sem leiddu málið ranga slóð geta ekki flúið frá ábyrgð sinni í þessu stóra máli sem hafði engan stuðning út fyrir vinstristjórnina.

Sú ríkisstjórn sem nær ekki að tryggja vilja meirihluta Alþingis í fyrirvörunum við þennan vonda samning í þessu stóra máli er í raun umboðslaus takist henni ekki það verkefni sem henni var falið.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður farið í samningaviðræður aftur?

Fyrstu viðbrögð frá Hollandi og Bretlandi gefa til kynna að engin sátt sé um fyrirvara Alþingis á Icesave. Fjölmargir hér heima sögðu fyrir samþykkt Icesave að ómögulegt væri að fara aftur í samningaviðræður, þó Svavar Gestsson og samninganefnd Steingríms J. hafi samið herfilega af sér. Fjölmörgum var talin trú um að það væri fjarstæða að tala um aðrar samningaviðræður.

Ekki er að sjá að Hollendingar líti þannig á að aðrar samningaviðræður séu fjarri, þó sumum þingmönnum vinstri grænna hafi verið talin trú um það. Allir sjá að Icesave-samningurinn hér heima er lemstraður. Hann hafði er á reyndi engan stuðning fyrir utan stjórnarflokkanna, allt brasið í sumar til að tryggja stuðning allra vinstri grænna hafði engin áhrif út fyrir það.

Auðvitað þarf að fara í aðrar samningaviðræður og reyna að ná hagstæðari samningi og taka þennan slag aftur, og þá með reyndu samningafólki en ekki pólitískum aflógum héðan frá Fróni.

mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkutólið Eva skammar Steingrím J.

Eva Joly er mikið hörkutól. Ég er ánægður með að hún tali hreint út um sýndarmennsku Steingríms J. varðandi skipun starfshópsins. Auðvitað er það rétt hjá henni að þeim eigi að treysta sem hefur verið falið verkefnið nú þegar - hví að flækja verkefnið með þessum starfshópi nema til að friða kannski þá sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með vinstristjórnina?

Þessi kjarnakona er að standa sig gríðarlega vel - mikill happafengur fyrir okkur Íslendinga að fá hana til verksins. Styrkleiki hennar verður enn meiri þegar hún þorir að skamma þá ráðamenn sem reyna með pólitískum útspilum að styrkja stöðu sína eftir vandræðaleg svik á kosningaloforðum.

Eva hefur áður þorað að tjá andstöðu sína við þá sem halda á málum í vinstristjórninni; fyrst með góðri grein í fjórum dagblöðum í fjórum löndum fyrr í þessum mánuði. Mikil óánægja var meðal vinstrimanna að Eva hefði skoðanir og varði Ísland á alþjóðavettvangi.

Gott er að hún sé vakandi yfir rannsókninni og þorir að skamma þá stjórnmálamenn sem reyna með billegum hætti að slá sig til riddara. Vel gert Eva!

mbl.is Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munum 28. ágúst 2009



mbl.is Sömdum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græni lúserinn

Ansi er það nú smekklegt hjá Steingrími J. Sigfússyni að viðurkenna að hann sé lúserinn í atburðarás síðustu mánaða. Held að það sé vægt til orða tekið. Hann hefur gleypt allar sína pólitísku sannfæringu og hugsjónir fyrir völdin á mettíma - sett Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Hvernig er hægt annað en vera lúser í atburðarásinni þegar svo aumt er orðið.

Steingrímur J. var eitt sinn þekktur sem hugsjónamaður... sá sem hafði hátt og sló sig til riddara. Karlinn á kassinum. Nú er hann lúserinn sem sveik hugsjónirnar. Smekklegt en rétt hjá Steingrími.

mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking og VG taka alla ábyrgð á Icesave

Engin breið samstaða náðist um Icesave þegar það var samþykkt á Alþingi í morgun. Stjórnarflokkarnir bera fulla ábyrgð á þeim samningi sem skrifað var undir og eðlilegt að þeir beri hana á komandi árum. Því er ekki óeðlilegt að stjórnarandstaðan hafi greitt atkvæði gegn samningnum eða setið hjá. Sú ríkisstjórn sem gerði óásættanlegan samning hafði ekki þingmeirihluta á bakvið sig í málinu í upphafi og varð að berjast við þá andstöðu frekar en við stjórnarandstöðuna.

Upphaflega átti að koma þessum "glæsilega samningi" Svavars Gestssonar í gegnum þingið nær óséðum og leynd aflétt ekki fyrr en vafinn varð áberandi í herbúðum vinstri grænna. Andstaða fjölda þingmanna þar við samninginn varð til þess að lengja ferlið og tryggja þá fyrirvara sem lagt var drög að. Alls óvíst er hvað Bretar og Hollendingar segja við þeim, þó þeir hafi verið geirnegldir. Ljóst er altént að þeir verða að taka afstöðu til þeirra - þeir fá sent gagntilboð frá Alþingi.

Ríkisstjórnin ber hina endanlegu ábyrgð. Henni mistókst að tryggja þverpólitíska samstöðu við Icesave... málið er á ábyrgð þeirra þingmanna sem samþykktu frumvarpið, allra þingmanna stjórnarflokkanna, aðrir taka hana ekki á sig. Ekkert óeðlilegt svosem.

mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimt úr helju eftir vítisvist í átján ár

Meðferðin á bandarísku stelpunni sem losnaði úr átján ára prísund minnir óhugnanlega á Fritzl-málið ógeðfellda í Austurríki. Þetta er álíka sálarmorð og eyðilegging á saklausri sál... farið með hana og börnin sem hún eignaðist í prísundinni eins og hunda í bakgarði. Óhugnanleg lýsing... en ánægjulegt að henni hafi tekist að komast úr vistinni.... sem hljómar eins og helvíti á jörðu.

Vekur svo sannarlega athygli kastljóss fjölmiðla þegar að fólk er heimt úr helju eftir áralanga vist sem fangi einhvers - skelfilegt að svona geti gerst, einkum er um er að ræða börn sem eru í haldi vitfirrtra manna. Alveg ótrúlegt til þess að hugsa að engin viðvörunarljós hafi kviknað í nágrenninu rétt eins og í austurríska málinu.

Þetta er eitt af þessum óhugnanlegu málum, sannkölluð hryllingssaga. Væntanlega munu fjölmiðlar fylgjast jafnvel með Jaycee Dugard og þeim Elísabetu Fritzl og Natöschu Kampusch áður... báðar urðu heimsfrægar fyrir að segja sögu sína úr vítisvistinni.

mbl.is Átti 2 börn með ræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði í Finnlandi

Mikil vonbrigði eru að stelpunum hafi mistekist að komast í átta liða úrslitin á EM í Finnlandi. Þær spiluðu mun betur í dag en í leiknum gegn Finnlandi en það dugði einfaldlega ekki. Auðvitað vonuðu allir að árangurinn yrði betri á þessari fyrstu úrslitakeppni íslensks knattspyrnulandsliðs. Væntingarnar voru miklar og því er áfallið eflaust meira.

En stelpurnar geta samt verið stoltar yfir því að komast á mótið. Staða kvennaboltans hefur styrkst mikið hér á Íslandi á síðustu árum vegna velgengni landsliðsins. Þær hafa byggt upp traust og gott lið og það starf heldur áfram þrátt fyrir vonbrigðin miklu í Finnlandi.

mbl.is Ísland úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnaleg orðræða er mikilvægari en ofbeldi

Ég er sammála Hannesi Hólmsteini að við eigum frekar að stunda orðræðu og málefnalega gagnrýni frekar en beita ofbeldi. Mér finnst þeir sem beita ofbeldi frekar auvirðilegir, ef það er þeirra eina leið til að tjá sig. Aðförin að Hannesi Hólmsteini dæmir sig sjálf... hún er frekar lágkúruleg. Ég skil vel að reiði sé í samfélaginu, en það er miklu heillavænlegra að beina henni í farveg málefnalegrar orðræðu og tjáskipta, heldur en að skemma eigur fólks eða ráðast að því.

Allir vita að Hannes Hólmsteinn Gissurarson er umdeildur maður, rétt eins og svo margir fleiri í þessu samfélagi. Þeir sem telja Hannes Hólmstein stóra sökudólginn í þeirri vitfirringu og brjálæði sem gekk hér á fram að hruninu eru á villigötum. Eflaust eru margir ósammála skoðunum hans, en ofbeldi gegn honum og þeim skoðunum er frekar ómerkilegt og dæmir sig eflaust sjálft.

Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir og tjá þær. Málefnaleg gagnrýni og heiðarleg skoðanaskipti eru samt miklu líklegri til árangurs en ofbeldið.

mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband