Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.7.2009 | 17:42
Virðingarverð afstaða - sannfæring og samviska
Ásmundur farinn í heyskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 14:13
Sannfæring þingmanns víkur fyrir formannaræðinu
Þetta er traust yfirlýsing og honum til fyrirmyndar. Hann kastar gegnblautri tuskunni beint framan í formann flokksins og fjármálaráðherrann, sem virðist vera að örmagnast, orðinn áttavilltur og pólitískt aumur, væntanlega að fjara pólitískt út í boði Samfylkingarinnar. Ásmundur, sem er nýliði á þingi, gerir þetta flott og þetta er honum til mikils sóma.
Hefði þýtt stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 19:08
Lágmarkskrafa að ríkisstjórnin biðjist afsökunar
Ekki er hægt að bjóða neinn afslátt á því trausti eða sætta sig við vinnubrögðin. Afsökunarbeiðni skiptir máli, þó erfitt sé að líta framhjá þessum vinnubrögðum stjórnvalda sem ekki er hægt að treysta.
Fór fram á afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 22:36
Finni hótað - ólga í samfélaginu verði afskrifað
Neiti bankinn ekki svona vinnubrögðum er varla hægt að vorkenna þeim sem ráða þar för og halda þessa slóð. Það er bara alveg einfalt mál.
Nú reynir á pólitíska forystu landsins að stöðva allt tal um afskriftadíla auðmanna strax.
Bankastjóra Kaupþings hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 10:47
Ótrúverðugt yfirklór hjá Össuri
Össur verður að skýra af hverju hann birti ekki þessi gögn, þar sem talað er mjög afgerandi fyrir hagsmunum Íslands, eða bað lögfræðistofuna að vinna frekar að málinu. Ekki er viðunandi að ráðherrann eyði málinu með svona aumu yfirklóri án þess að gera betur grein fyrir sinni hlið.
Er það virkilega svo að augljósa skýringin á hvarfi skýrslunnar sé kannski rétt? Henni hafi einfaldlega verið stungið undir stól? Af hverju annars ætti ekki að birta hana og nota hana sem vopn í deilunni? Eðlilegt að hugleiða það.
Ill eru örlög einnar þjóðar þegar ekki er hægt að treysta utanríkisráðherra hennar fyrir samskiptum við aðrar þjóðir og vinna með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Sá sem lætur svona skýrslu hverfa er ekki traustsins verður.
„Mér er sagt það sé til“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 13:15
Óheilindi og blekkingar vinstristjórnarinnar
Var þessu lögfræðiáliti vísvitandi stungið undir stól, því lögfræðistofunnar er jú getið í greinargerðinni, til að henta vissum aðilum? Engin orð henta stöðu þessara mála en óheilindi og blekkingar. Ekki er nein ástæða til að treysta vinstristjórninni fyrir þessu máli og eðlilegast að hafna samningnum, skuldabréfinu risastóra, sem samninganefnd með afdönkuðum stjórnmálamanni í forsvari og illa áttuð og örvæntingafull ríkisstjórn skrifaði upp á.
Ein stór spurning stendur eftir í flóði óheilinda og blekkinga vinstristjórnarinnar; hverrra hagsmuna unnu þeir sem eru að vinna í þessu Icesave-máli? Varla Íslands.... eru þeir að reyna að tryggja draum Samfylkingarinnar um ESB? Þetta minnir á trúaða fólkið sem trúir á ferðina til Mekka... þeim er alveg sama hverju þeir verða að fórna og hvað þeir verða að borga bara fyrir það eitt að komast þangað... allt annað víkur.
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2009 | 18:10
Heiðarleg barátta - gamall skotgrafahernaður
Mér finnst það góða við þetta viðtal og afgerandi boðskapinn gegn Icesave-samkomulaginu að þar kemur maður sem við getum treyst á að sé fremst í víglínunni, tali kjark og kraft í þjóðina og tekur um leið slaginn við þá sem vilja fórna öllu fyrir auðveldu leiðina út úr vandanum; að binda landsmenn í skuldafangelsi og gangast undir skilyrði annarra. Stóri boðskapur viðtalsins við Davíð er einmitt að við eigum að berjast meðan stætt er.
Mér finnst alveg óþarfi að leyfa hælbítum að eiga síðasta orðið og horfa á Samfylkinguna semja allt frá okkur fyrir opnar dyr til Brussel. Mun heiðarlegra er að taka slaginn og berjast... frekar en gleypa sannfæringu sína og lífsskoðanir eins og Steingrímur Jóhann gerir. Hann hlýtur að hafa vonda samvisku sá maður.
En kannski eru stóru tíðindin einmitt þau að hann rogast um með byrði sem sligar hann fljótlega. Hverjum finnst Steingrímur tala af sannfæringu og skoðanaljóma þessa dagana?
Fréttaskýring: Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 13:32
Tilvistarkreppa Steingríms - óvönduð skrif á vísi
Steingrímur J. Sigfússon er í mikilli pólitískri tilvistarkreppu - hann er búinn að selja pólitíska sálu sína fyrir völdin og hefur tekið fleiri hringi á mettíma en tölu er á komið. Skelfileg örlög fyrir þann mann sem auglýsti sig lengi vel sem hugsjónamann og baráttujaxl fyrir skoðunum sínum. Þær seldi hann fyrir slikk og tók sér sæti í hringekju Samfylkingarinnar þar sem virðist vera að líða yfir hann. Vond örlög.
En hvað er að gerast á vísi, er eðlilegt að spyrja. Í skjóli hverra skrifar Friðrik Indriðason makalausar og ómerkilegar greinar sem sumir kalla fréttaskýringar? Ætti hann ekki bara að opna bloggsíðu og dæla skítnum þar út í eigin nafni um Davíð Oddsson í stað þess að vera undir skjóli 365-veldisins.... nema þá að honum sé dælt út með góðvild og stuðningi þeirra?
Ósvífin og ódýr afgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 00:52
Heiðarlegt Icesave-uppgjör Davíðs Oddssonar
Davíð Oddsson tókst heldur betur að stuða með viðtalinu við Agnesi Bragadóttur - sannkölluð pólitísk bomba. Hann gerir þar upp við Icesave-málið traust og flott, er fyrst og fremst að standa vörð um heiður þjóðarinnar, sem sumir misvitrir stjórnmálamenn hafa valið að semja í hendur andstæðinga okkar, þjóðar sem barðist hatrammlega við okkur í þorskastríðum en tapaði alltaf. Ill örlög það.
Davíð Oddsson hefur alltaf talað í fyrirsögnum, á auðvelt með að láta skoðanir sínar í ljósi með áberandi hætti og án þess að vera pópúlisti; hann hefur alltaf staðið og fallið með skoðunum sínum - hatur vinstrimanna á honum hefur lengi þvælst fyrir þeim. Vandséð er hvað hafi breyst í Seðlabankanum síðan Davíð fór.... og reyndar hefur nýráðinn bankastjóri verið einn af arkitektum þeirrar stefnu sem Davíð vann eftir.
Í þessu viðtali sannast hið fornkveðna; Davíð hefur þá náðargáfu að hafa mikla nærveru, sem slíkur getur hann fangað athygli fólks víða að sama hvað hann er að tala um. Þar ræður miklu sterkur húmor hans og frásagnargáfa. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir vinstrimenn að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi.
Fýlan í Steingrími J. í kvöld gefur til kynna að hann á fá svör við því sem Davíð segir, enda var hann sjálfur á móti samkomulagi um Icesave allt þangað til hann varð kerfiskall í fjármálaráðuneytinu og best buddy Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Aumingja kallinn að vera kominn í þessa hringekju Samfylkingarinnar og vera svo illa áttaður að hann hefur ekkert að segja.
Ég er ánægður með það að Davíð talar hreint út og þorir að segja hlutina á íslensku, en fara ekki í hringekju þeirra sem vilja selja hagsmuni Íslands og heiður fyrir dyrnar til Brussel... en það er einmitt það sem er að gerast nú á vakt Samfylkingarinnar.
Geir Haarde: Hann tók því illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2009 | 18:52
Flott hjá Davíð - mestu afglöp Íslendinga frá 1262
Skelfileg framtíðarsýn og það er að mestu að kenna vondum ákvörðunum síðustu tvö árin - afglöpum stjórnmálamanna rétt fyrir hrun. Davíð gerir rétt í því að gera upp við þá sem hafa ráðið för og ennfremur þora að gagnrýna samninginn og tala á móti honum, enda eru þau með réttu mestu afglöp sem stjórnmálamenn hér hafa gert öldum saman.
Annars er augljóst með hverjum deginum sem líður að stjórnmálamenn sem þjóðin treysti fyrir fjöreggi sínu og mikilvægustu auðlindum hefur samið allt af sér til að opna leið til Brussel.... þetta eru auvirðilegir aumingjar.
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |