Færsluflokkur: Dægurmál
18.3.2010 | 02:19
Hjónabandssælan súrnar
Ansi er það kaldhæðnislegt að óskarsverðlaunaleikkonur í aðalhlutverki síðustu tveggja ára, konur sem lofsungu eiginmenn sína í þakkarræðunum, eigi í hjúskaparvandræðum í sömu vikunni. Sandra Bullock jafnar sig á framhjáhaldi mannsins síns sem brosti svo innilega til hennar þegar hún fékk óskarinn fyrir Blind Side í síðustu viku og Kate Winslet er skilin við eiginmann sinn, óskarsverðlaunaleikstjórann Sam Mendes (sem gerði American Beauty).
Frægðin er hverful og hamingjan ekki síður. Svolítið spes að horfa á þessa tíu daga gömlu ræðu Söndru Bullock nú þegar hjónabandi hennar virðist vera að ljúka.
Bandaríska pressan gerir þó grín að þessu með því að kalla Jesse James "the worst supporting husband of a lead actress".
Hélt framhjá Söndru Bullock | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 15:13
Egill Helgason sækir um stöðu dagskrárstjóra
Umsókn Egils ætti að vekja mun meiri athygli, enda einn af mest áberandi fjölmiðlamönnum landsins, bæði í sjónvarpinu og á netinu, en skrif hans vekja jafnan mikla athygli og hafa skrif hans og þættir verið umdeildir en notið mikilla vinsælda.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort yfirstjórnin á RÚV velji Egil til að stýra dagskrárdeildinni. Umsækjendahópurinn er reyndar úr öllum áttum og þar sækja miklir reynsluboltar úr fjölmiðlum um.
En nafn Egils vekur þar óneitanlega mesta athygli, þó lítið sé um það fjallað, merkilegt nokk. Enda kannast ekki allir við Egil Óskar Helgason. :)
37 sóttu um starf dagskrárstjóra RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 14:46
Mikil eftirsjá af Friðriki V
Mikil eftirsjá verður af sælkerastaðnum Friðriki V í Gilinu - dapurlegt að aðstæður verði þess valdandi að skella þurfi í lás hjá besta veitingastað landsins. Staðurinn hefur verið í sérflokki - fyrsta flokks valkostur fyrir matgæðinga um allt land.
Þar hefur líka verið unnið með norðlenskar afurðir, allur matur úr héraði og mikil fagmennska í matargerð. Nostrað við matinn og föndrað við það af tærri list. Allt eins og best verður á kosið, matur í gæðaklassa.
Fyrir okkur hér á Akureyri eru þetta mjög dapurleg tíðindi, fyrst og fremst því að Friðrik og Arnrún hafa staðið sig svo vel og verið að gera góða hluti.
Veitingastaðurinn þeirra í Gilinu var yndisleg viðbót við Gilsamfélag lista og menningar og ánægjulegt að sjá gamla húsið iða af lífi.
Vonandi mun Friðrik rísa upp úr þessu mikla áfalli, en það er svosem við fáu góðu að búast í því lánleysi sem vinstristjórn býr okkur.
Búið að loka Friðriki V. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 15:44
Á að treysta því að fangarnir séu góðir gæjar?
Af hverju er ekki fyrir löngu búið að breyta þessu? Var kannski ákveðið að bíða með að herða reglurnar til muna þar til að þær hefðu örugglega verið brotnar? Er það alltaf segin saga að bíða þurfi eftir því að menn gangi á lagið til að breyta lélegum reglum? Er sofandagangurinn algjör í kerfinu?
Þetta er heimskulegt í meira lagi. Hvernig er hægt að treysta föngum sem hafa vegabréf og eru ekki settir í farbann fyrir því að vera góðir gæjar og reyna ekki að strjúka?
Þvílík heimska.
Reglum breytt vegna Guðbjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 19:05
Engar brunavarnir í Sjallanum
Tvenn atriði vekja sérstaka athygli... hvað er eigandinn að hugsa þegar hann rekur stað þar sem búið er að slá bæði út brunaviðvörunarkerfi og skrúfa aftur neyðarútgangana? Getur þetta virkilega verið að menn hafi vísvitandi rekið staðinn og vitað af þessum atriðum? Þetta er þessu fólki til algjörrar skammar og á að taka á því.
Mér finnst alveg lágmark að nú reyni á viðurlög í þessu tilfelli, það á að fylgja ábyrgð því að láta fólk borga sig inn á skemmtistað sem hefur engar brunavarnir og slekkur á kerfinu og skrúfar aftur neyðarútganga. Til háborinnar skammar fyrir hlutaðeigandi!
Alvarleg brot á brunavörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 19:26
Rappstríðið mikla
Átök og blóðug læti hafa lengi loðað við rappbransann. Nú hafa íslensku rappararnir Erpur og Móri tekið þessa stæla alla leið hingað heim og verið í barnalegum leðjuslag um ágæti sitt, svo eftir hefur verið tekið. Deilt aðallega um hvor hafi nú startað rappstuðinu hérna heima á Fróni.
Þessi læti eru óskiljanleg, veit ekki hvort þetta er meira til að vekja á sér athygli eða taka þátt í furðulegri æsifréttamennsku. Og svo er þetta fyrsta frétt í kvöldfréttum... aðallega fyndið.
Móri réðist að Erpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 16:37
Blóðugur ísbjarnarblús í Þistilfirði
Ég er ánægður með að engin dramatík var vegna ísbjarnarins sem var felldur í Þistilfirði. Aumingjahrollurinn var mikill þegar stjórnmálamenn ætluðu að slá sér upp á birnunni á Skaga sumarið 2008 með tilheyrandi kostnaði og ævintýragangi. Engin þörf var á slíkri leikaramennsku eða tiktúrum að þessu sinni. Heimamenn tóku af skarið fljótt og vel, eins og eðlilegt á að vera.
Eflaust munu sömu aðilar og vildu bjarga ísbjörnunum sumarið 2008 tala um illa meðferð á dýrinu, ekki hafi átt að fella það. Þeir sem þannig tala eiga rétt á að hafa sína skoðun, en ég undrast ekki að heimamenn vilji ljúka málinu fljótt og afdráttarlaust. Engum er greiði gerður með öðrum eins leikaraskap og var t.d. á Skaga sumarið 2008.
Búið að skjóta ísbjörninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 17:59
Ljósi punkturinn í söngvakeppninni
Seint verður sagt að söngvakeppnin hafi byrjað fersk og skemmtileg um síðustu helgi, lögin frekar léleg, utan fyrsta lagið sem var allavega yfir meðallagi tónsmíð. Kynnarnir slógu einna helst í gegn og voru ljós punktur. Skemmtileg staðreynd að þær eru báðar ófrískar og eiga von á barni í sumar. Óska þeim innilega til hamingju með það.
Ætla samt rétt að vona að það lifni yfir þessari söngvakeppni á næstunni. Þó flestir viti að erfitt verði að slá við silfri Jóhönnu Guðrúnar er vonandi að lögin verði betri en þau sem voru um síðustu helgi. Svo er líka að vona að bakraddasöngvarar sem eiga að vera í aðalhlutverki syngi lögin í stað viðvaninga.
Heyrði áðan lag Hvanndalsbræðra, sem verður um helgina, og fannst það traust og gott. Spái að því muni ganga vel, allavega eitthvað að gerast í því lagi.
Ragnhildur Steinunn og Eva María óléttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 09:38
Slöpp byrjun í Eurovision - gamall smellur
Ljósi punkturinn var þó þegar Jóhanna Guðrún, silfurstjarnan okkar frá því í fyrra, og Ingó veðurguð tóku saman gamla góða smellinn It Ain´t Me Babe sem Bob Dylan á heiðurinn af, en er flottastur í túlkun hjónanna Johnny og June Carter Cash. Tær snilld þetta lag og algjört meistaraverk. Rifjum þennan flotta smell í túlkun Cash-hjónanna og þeirra Bob og Joan Baez.
Eitt að lokum, vonandi mun Eyjólfur hressast í þessari söngvakeppni eftir viku.
Lögin tvö sem komust áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 17:43
Þjóðin hugsar hlýlega til Eddu Heiðrúnar
Valið á Eddu Heiðrúnu Backman, leikkonu, sem manni ársins 2009 er traust og gott. Hún er algjör hetja og hefur leitt baráttuna fyrir því að efla Grensás með miklum sóma og vakið athygli á góðu málefni. Íslendingar sýndu með myndarlegum hætti í september að þeir standa vörð um það sem mestu skiptir með því að styðja við bakið á Grensás. Á þessum síðustu og verstu tímum sýnir þjóðin hvar hjartalagið er... þrátt fyrir stöðuna í samfélaginu styðjum við traust málefni alla leið.
Edda er sönn íslensk hvunndagshetja. Ég dáist að viljastyrk hennar og festu í baráttunni við sjúkdóminn... hún er glæsilegur fulltrúi í forystusveit þeirra sem berjast fyrir því að Grensás haldi velli í kreppunni og þar sé byggt upp en ekki rifið niður þegar mestu skiptir að verja grunngildin í þessu samfélagi.
Sómi hefði verið að því að tímaritið Nýtt líf hefði valið Eddu Heiðrúnu sem konu ársins, enda hefur afrek hennar og forysta fyrir Grensás í erfiðu veikindastríði sínu verið aðdáunarverð og hún á allt gott skilið. Þjóðin hugsar hlýlega til hennar og metur verk hennar fyrr og nú mjög mikils.
Edda Heiðrún maður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)