Færsluflokkur: Dægurmál
17.1.2009 | 01:10
Hættulegt fikt
Ég veit af nokkrum dæmum þess þar sem slíkt fikt hefur leitt til sjónmissis og álíka alvarlegra áverka. Alveg ömurlegt að sjá ungt fólk leika sér að slíku og taka áhættuna og þurfa að sjá eftir því alla tíð.
Voru að útbúa heimatilbúna sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 10:36
Íkveikja á Klapparstíg - tilræði við fólk
Hvað er að þeim sem kveikja í hjá fólki sem sefur um nótt og gerir tilraun til að brenna það inni.
Grunur um íkveikju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 21:38
Flugslys og óttinn við að fljúga
Ég hef aldrei verið flughræddur eða óttast það að fljúga. Aldrei eitt augnablik. Eiginlega er vonlaust að ferðast eða fara nokkuð um nema vita að allt getur gerst, hvar sem maður er staddur. Ég þekki fólk sem er svo flughrætt að það þorir varla í innanlandsflug. Hef aldrei skilið þessa tilfinningu en kannski er það skiljanlegt þegar fréttir berast af slíku slysi.
Flugið er ekki versti ferðamátinn en auðvitað er það alltaf sérstakt að setjast upp í flugvél og halda út í óvissuna.
Flugvél hrapaði í Hudsonfljót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2009 | 13:10
Sýndarmennska eða glamúr hjá Hefner
Yngismeyjar hafa keppst um það að fara til hans á setrið og vera í blaðinu hans, misjafnlega frægar. Sama er hversu Hefner verður gamall og slitinn, alltaf nær hann athygli út á líferni sitt og hann er ekki beint feiminn við sviðsljósið. Kyndir frekar undir eldinn gegn sér og er slétt sama um þá sem helst gagnrýna hann og Playboy-lífið á setrinu margfræga.
Meðal annars hafa verið gerðir raunveruleikaþættir um lífið þar og hafa þeir ekki síður vakið athygli fyrir hversu lífsglatt gamalmenni Hefner er fyrir húsfreyjurnar sínar. Nú er spurningin hvort Hefner deyji sæll og glaður á þessu setri eða koðnar niður í ellinni? Allavega er nokkuð öruggt að öldruðum er búið þar áhyggjulaust ævikvöld.
Líf Hefners sýndarmennska? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 02:39
Er algengt að börn séu tattúveruð eða götuð?
Kannski er hópþrýstingur ein ástæða þess að fólk undir lögaldri telur sig vera að gera hið rétta að tattúvera sig. Slíkt er þó ekki hægt að hætta við síðar þegar það fer í taugarnar á þeim eða það verður ekki lengur í tísku. Ekki er hægt að bakka með slíka ákvörðun. Þeir leika sér að því að húðflúra börn verða að hafa einhverja ábyrgðartilfinningu og reyna að hugleiða siðferðislegu hliðar málsins.
Svo er auðvitað spurningin hversu mörg börn undir lögaldri hafa verið götuð. Slík tilfelli eru ekkert síður ámælisverð en húðflúrun. Ég hef heyrt af nokkrum dæmum þar sem börn hafa tekið ákvörðun um að gera eins og einhverjir vinir þeirra eða þeir sem þau líta upp til, annað hvort þekkja vel eða úr fjölmiðlum, og vilja reyna það sama. Slík aðdáun getur oft verið hrein bölvun.
Húðflúraði hakakross á barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2009 | 15:53
Ævintýraþráin og áhætturnar
Ég hef lengi dáðst að þeim sem eru haldnir slíkri ævintýraþrá að leggja út í algjöra óvissu, aðeins til að ná settu marki og upplifa eitthvað nýtt. Veit ekki hvort þetta sé hugrekki eða fífldirfska - sennilega væn blanda að báðu. Hef aldrei skilið fyllilega í því hvað það er sem keyrir fólk í að reyna að leggja svona afrek á sig.
Sennilega er lykilatriðið að hafa kraft og kjark til að leggja í svona, hvort sem það er sund um heimsins höf, klifur á heimsins tinda, gönguferð á pólana eða hvaða annað afrek það er. Er samt viss að það þurfi mikla ævintýraþrá og virkilega löngun í að ná settu marki til að ýta fólki út í óvissuna, leggja líf sitt í hættu.
Allt fyrir það eitt að eiga smástund á toppi fjallstinds eða á pólnum. Áhættan hlýtur að vera í huga þeirra sem taka slaginn og halda af stað. Kannski kemst það upp í vana að láta líf sitt í hendur náttúrunnar. Náttúran getur verið yndisleg en hún getur líka tekið sinn toll. Ekki ná allir leiðarenda og settu marki.
Dáðist af afreki Gauntlett, þegar hann náði tindi Mount Everest, innan við tvítugt. Hann hafði þetta í blóðinu og var ævintýramaður. Nú hefur sú ævintýraþrá orðið honum að bana. Þeir sem halda í svona ferðir hljóta að vera undir það búnir að ferðin geti í hvert skipti orðið það síðasta. Hvert skref sé áhætta.
Hlýtur að vera sérstök tilfinning að vita það undir niðri. Náttúran hlýtur að hafa sterkt aðdráttarafl.
Ævintýramaður ársins 2008 látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2009 | 13:06
Umdeilt einkalíf - Harry prins skandalíserar
Um fáa hefur gustað meira innan bresku konungsfjölskyldunnar á síðustu árum en Harry, yngri son Karls og Díönu. Myndir af honum í annarlegum stellingum hafa birst í blöðum og hann þykir vera frekar laus í rásinni. Nú bætist við allsvæsið myndband þar sem hann gerir grín að ömmu sinni, kallar pakistanskan herfélaga sinn niðrandi heiti, Paki, er sakaður um kynþáttafordóma, kallar drottandi fyrirskipunum til herfélaganna og kyssir félaga sinn á kinnina og sleikir hann.
Óhætt er að segja að Harry hafi verið líflegasti fulltrúi konungsfjölskyldunnar á þessum fyrsta áratug 21. aldarinnar og hafi sýnt og sannað að konunglegt líf þarf ekki að vera hundleiðinlegt. Hann hefur líka náð að stuða allhressilega og kippir hressilega í kynið með það. Pabbi hans var ekki beint dýrlingur á sínum yngri árum. Eftir markvissa tilraun til að mýkja ímynd eftir umdeildu atvikin er allt farið á sama veg og hann úthrópaður nú um helgina fyrir heimskupör sín.
Eflaust er það eðlilegt að strákur á hans aldri lifi lífinu. Það hlýtur að vera leiðinlegt til lengdar að vera bundinn af hefðum og siðavenjum eldgamallar hirðar sífellt. Það þarf sterk bein til að þola góðu dagana eins og þá vondu. Ungir og hraustir menn hljóta að þurfa að stilla sig mjög til að geta höndlað þetta hlutskipti. Harry var ekki nema tólf ára þegar að móðir hans dó í París í skelfilegu bílslysi. Þau endalok höfðu mikil áhrif á hann, eins og hann hefur lýst sjálfur.
Hann hefur fetað í fótspor móður sinnar með mannúðarstarfi, rétt eins og bróðir hans, en þess á milli lifað hátt svo eftir hefur verið tekið. Hann hefur lifað í skugga fjölmiðla síðustu árin, rétt eins og móðir hans áður. Hún dó allt að því í myndavélablossa paparazzi-ljósmyndara eins og frægt er orðið og lifði fjölmiðlalífi. Báðir hafa bræðurnir verið hundeltir af fjölmiðlum og ágengni þeirra aukist ár frá ári eftir endalokin í París.
Þó að flestum þyki Harry Bretaprins að einhverju leyti merkilegur einstaklingur er fjölmiðlaáráttan í kringum þetta fólk farið yfir öll mörk. Það virðist ekki geta átt neitt einkalíf og varla má það hreyfa sig án þess að það sé dekkað í fjölmiðlum. Þetta hlýtur að vera þrúgandi og leiðigjarnt líf. Enda held ég að Harry sé ekkert villtari en margir aðrir jafnaldrar hans, þó breska pressan lýsi honum sem villtum ungum manni.
Prins Harry biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 13:27
Álitshnekkir fyrirliðans Gerrard
Miðað við ákæruna og aðra dóma er ólíklegt Gerrard missi af mörgum leikjum vegna þessarar framkomu, en verði hinsvegar helst að horfast í augu við skaddað mannorð. Kannski er það eitt og sér mikil refsing fyrir mann sem talinn hefur verið strangheiðarlegur.
Gerrard gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2008 | 15:28
Fótboltastjarna fellur af stallinum
En kannski er boltatilveran og sportið ekki fullkomið. Menn eru mannlegir þar eins og annars staðar þó reynt sé að draga upp mynd af því að hraustir menn þar séu hálfgoð.
Steven Gerrard handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2008 | 14:10
Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni
Fannst mjög skemmtilegt að sjá klippuna á YouTube þar sem fjögurra ára snáði syngur Hey Jude af innlifun og áhuga. Og fólk fylgist með honum syngja þennan fjögurra áratuga tónlistarsmell sem Paul McCartney gerði ódauðlegan. Bítlalögin eru auðvitað einstök. Fannst það samt með því dapurlegra þegar að yfirráð yfir þessum tónlistarfjársjóði fór til söngvarans Micheals Jacksons og ég held að fleirum Bítlaaðdáendum en mér sárni það. Held þó að yfirráðum hans yfir lögunum ljúki brátt. Vona það allavega.
En snilldin minnkar ekki við það hver á þessi lög, enda eru þau hluti af sögunni og bera vitni mikilli snilld þeirra sem skipuðu hljómsveitina. Eitt er víst; Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni. Þessi fjögurra ára snáði frá Kóreu er gott dæmi um það.
Heimsfrægð á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)