Færsluflokkur: Dægurmál
13.5.2008 | 00:40
Morðaldan í London heldur áfram

Eins og ég sagði hér í færslu fyrir rétt um sólarhring lagði Boris Johnson, borgarstjóri, mikla áherslu á að berjast gegn morðöldunni í borginni í kosningabaráttu sinni fyrir nokkrum vikum og hefur talið mjög afgerandi í þá átt síðustu dagana. Nú reynir mjög á hvaða forystu Boris mun færa borgarbúum og hvort hægt verði að taka á þessum skelfilega vanda.
Þetta er svolítið sláandi fyrir okkur hér á Íslandi að heyra af þessari stöðu svo nálægt okkur. Þrettán unglingar hafa verið myrtir í borginni aðeins á þessu ári. Algengast er að framin séu stungumorð og oft ekki af miklu tilefni, annað hvort eru þetta slagsmál sem lýkur með að lagt er til einhvers eða að gengi ráðist á einhvern af handahófi. Mörg morðmál að undanförnu bera merki sérstaklega merki hins síðarnefnda.
Hef horft á umfjöllun um þetta á bresku fréttastöðvunum. Er alltaf jafn sorglegt, sérstaklega þegar að birtar eru myndir af börnum og unglingum sem hafa verið stungin til bana, myrt með hrottalegum hætti. Aðdáunarvert fannst mér að sjá viðbrögð móður drengsins sem myrtur var í gær, en hún var ótrúlega sterk og talaði af stillingu og tilfinningu um þennan mikla harmleik.
Þessi morðalda hvílir sem mara yfir heimsborginni London. Vonandi mun takast að vinna bug á þessu mikla meini.
![]() |
Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 22:58
Hefner vill fá eina fimmtán ára á forsíðuna sína

Ekki er hægt að segja að Hefner sé að segja eða gera eitthvað nýtt með þessu umdeilda boði til hinnar ungu og saklausu sjónvarpsstjörnu sem komst reyndar í fréttirnar um daginn fyrir umdeilda mynd í Vanity Fair sem gerði húsbændur hennar hjá Disney alveg snarkandi illa. En sennilega bliknar það í samanburðinum við þetta boð Hefner sem greinilega vill með því bæði stuða þá sem hafa haft horn í síðu hans og ennfremur vekja athygli á sér og sínum bissness.
Reyndar keppast yngismeyjar um að fara til hans á setrið og vera í blaðinu hans, misjafnlega frægar. Sá frétt af því um helgina að hin tæplega þrítuga Holly Madison, sem er víst aðalhúsfreyjan á Playboy-setrinu, sé að reyna allt til að fá hinn hálfníræða glaumgosa til að giftast sér en hann hafnar á þeirri forsendu að hjónaband sé partur af fortíðinni hans. Fröken Madison er víst tilbúin til að gera gamla karlinum allt til geðs til að verða frú Hefner og hljóta góðan bita af ríkidæminu sem hann hefur safnað að sér á ferlinum.
Sama er hversu Hefner verður gamall og slitinn, alltaf nær hann athygli út á líferni sitt og hann er ekki beint feiminn við sviðsljósið. Kyndir frekar undir eldinn gegn sér og er slétt sama um þá sem helst gagnrýna hann og Playboy-lífið á setrinu margfræga. Meðal annars hafa verið gerðir raunveruleikaþættir um lífið þar og hafa þeir ekki síður vakið athygli fyrir hversu lífsglatt gamalmenni Hefner er fyrir húsfreyjurnar sínar.
Ætli að Hefner deyji ekki ekki sæll og glaður á þessu setri? Allavega er nokkuð öruggt að öldruðum er búið þar áhyggjulaust ævikvöld.
![]() |
Hefner vill nektarmynd af Cyrus í Playboy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 15:01
Leyndarmál fortíðarinnar

Áhugavert verður að sjá hver niðurstaða verður í rannsókninni, hver séu svörin við leyndarmálum gömlu konunnar í þessu húsi.
![]() |
Barnslík fundust í kassa á Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 15:22
Íslendingar elska að dýrka og hata Eurovision
Þátturinn þar sem Eurovision-lagið var valið varð vinsælasti sjónvarpsþáttur vetrarins og margir kusu í kosningunni um sigurlagið í febrúar. Þó að við höfum farið upp og niður í keppninni; hlotið sæti í topp tíu-hlutanum, fengið ekkert stig, orðið þrisvar í röð í 16. sæti eða mistekist að komast á úrslitakvöldið þrjú ár í röð er áhuginn ekkert minni.
Og allir hafa sínar skoðanir á því hvað Eurovision sé. Enda sást það vel af þeim lögum sem kepptu í keppninni heima, mjög ólík voru þau og enginn ekta Eurovision-keimur af þeim öllum svosem. Enda á að þora að gera eitthvað spennandi og prófa eitthvað nýtt. Gillz má nú ekki gleyma því að aðeins eru tvö ár síðan að við sendum Silvíu Nótt, karakterfígúru skapaða af góðri leikkonu og söngkonu, í keppnina og flippuðum vel út. Það flipp skilaði okkur ekki sæti á úrslitakvöldið.
Þannig að við höfðum prófað mjög margt í tilraunum okkar til að komast alla leið og þurfum ekkert að kvarta yfir því. Sennilega er Gillz bara sár yfir því að ná ekki að koma Merzedes Club til Serbíu. En val þjóðarinnar var afgerandi í febrúar. Eurobandið fékk helmingi fleiri atkvæði en þau og unnu heiðarlega og vel fyrir sínum farmiða. Og auðvitað eigum við öll að styðja okkar fólk.
Hef heyrt svo marga segja í gegnum árin að þeir fylgist nú ekki með Eurovision og hafi engan áhuga á þessu. Það er venjulegast fyrst að skjánum þegar að keppnin fer fram og fylgist með. Þarf svosem ekkert að skammast sín fyrir það. Tónlist er stór hluti af tilveru okkar og þetta keppnisform lifir í gegnum allar hremmingar okkar í keppninni fyrr og nú.
Við vorum mjög nálægt því að vinna keppnina fyrir tæpum áratug þegar að Selma Björnsdóttir söng All Out Of Luck, besta Eurovision-lag okkar fyrr og síðar. Höfum upplifað hæðir og lægðir í keppninni, flestir hafa gert það. Finnst ekkert aðalatriðið endilega að vinna. Finnst aðalatriðið að lagið okkar í ár komist í úrslitakeppnina. Hálfur sigur næst með því.
![]() |
Skilja ekki Júróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2008 | 17:38
Hver segir satt í handtökumáli Jóns Ásgeirs?

Eflaust munu fylkingar þeirra sem takast á í þessu máli vera eftir þeim sem dýrka Baug og þola ekki Baug. Þetta er eins og að fylgjast með knattspyrnuleik á milli Vals og KR; stuðningsmennirnir halda með sínu "liði" út í eitt og gefa aldrei eftir sama hvað er. Sumar umræðurnar um Baug hljóma eins og keppni um hver geti verið bestur í að upphefja einhvern og tala niður til annarra. Gjörsamlega óþolandi, enda kemur ekkert vitrænt út úr þessu.
Þetta mál er þess eðlis að mikilvægt er að úr því fái skorið hver fer með ósannindi og hver segir satt í þessu yfirlýsingaflóði síðasta sólarhringinn. Skiptir þar engu hver elskar mest að dýrka Baug eða hata það.
![]() |
DV stendur við frásögn sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2008 | 14:42
Eru erlendar konur að koma hingað í vændi?
Löngu þekkt staðreynd er að vændi, sem margir nefna elstu atvinnugreinina, sé til staðar á Íslandi, við erum hvorki fullkomnari né öðruvísi í þeim efnum en aðrar þjóðir að þar eru til skuggahliðar. Þær hafa verið að koma æ betur fram á síðustu árum. Það hefur ekki komið vel fram hversu útbreitt vændi er hér á Íslandi, en það virðist vera að flestir kenni það við félagslega erfiðleika eða fátækt af einhverju tagi. Vændi gefur af sér peninga og það blasir við að það hefst einkum til að geta safnað saman peningum.
Jafnan hefur verið skilningur flestra að íslenskar konur hafi yfirleitt um betri kosti að velja en fara út í vændi. Samt virðist það viðgangast hér. Flestir virðast tala um vændi til að afla sér peninga fyrir eiturlyfjum og einhverjum nauðsynjavörum. Viðskipti sem geta tryggt viðurværi fólks. Það er dapurlegt að svo illa sé komið fyrir fólki að það sé tilbúið að selja sig fyrir peninga en sá veruleiki er er ekki bara bundinn við önnur lönd, þó sumir hafi viljað horfa framhjá vanda hér heima.
Nú er því velt fyrir sér hversu algengt sé að erlendar konur komi einmitt hingað til að selja þjónustu sína. Athygli vakti fyrir ári þegar að rússnesk kona kom hingað til lands gagngert til að stunda vændi, dvaldist á hóteli í Reykjavík þar sem blíða hennar var seld. Man vel eftir því þegar að fréttamaðurinn Guðjón Helgason bankaði á herbergishurðina hennar og hún opnaði og bandaði út höndunum í allar áttir þegar að hún sá myndavélina, ekki mjög áfjáð í viðtal.
Vændi er ólöglegt en refsilaust á Íslandi nema þriðji aðili tengist málinu. Ljóst er að einstaklingur sem selur líkama sinn á bágt að einhverju leyti. Oft er deilt um hvort að vændi og mansal sé eitt og hið sama. Um fátt hefur verið deilt meira en um það hvernig eigi að taka á vændi, þær deilur hafa verið þvert á stjórnmálalínur.
Nú er allavega komið nýtt álitaefni í þessu, hvort að erlendar konur komi hingað sérstaklega til að veita sína þjónustu eins og sú rússneska fyrir ári.
![]() |
Til Íslands til að veita kynlífsþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2008 | 11:52
Landsbankaræninginn í Hafnarfirði játar

Skil reyndar ekki af hverju reynt er að ræna banka nú til dags. Ekki er mikið af peningum aðgengilegir hjá gjaldkerum nú til dags og því harla tilgangslaust að reyna að ná háum upphæðum með því að taka þátt í slíku ráni.
Mikla athygli vakti að ræninginn var klæddur í hettupeysu merktri bandaríska íshokkíliðinu Pittsburgh Penguins. Fróðlegt að vita hvort að hann er íshokkíáhugamaður eða þetta hafi verið bara gervi.
![]() |
Bankaræningi handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2008 | 05:10
Opinská uppljóstrun stjörnu sem er stolt af sínu

Myndin af Mischu sýnir unga konu sem er stolt af sínu útliti og er slétt sama þó að það sé ekki blessað af öllum þeim sem vilja hafa allar stjörnurnar eins og í einhverju kapphlaupi við að þóknast öðrum. Nú til dags heyrum við svo mikið af krassandi lýsingum þar sem stjörnurnar vilja verða fullkomnari en allt að þessi tjáning hennar kemur sem ferskur vindblær, þar sem allt háfleyga blaðrið er tónað niður.
Enda er það fréttaefni að fræg kona tali svo opinskátt einmitt um að vera sátt við sitt og að hún geri sig ánægða með lífið sem hún á, er ekki að toppa alla aðra með því að beygja sig fyrir tali hinna sjálfskipuðu álitsgjafa á lífsstandard stjarnanna. Vonandi er kominn tími til að stjörnurnar átti sig á því að það þurfa ekki allir að vera fastir í sama móti sérvalinna sérfræðinga um líf og framkomu fræga fólksins.
Þarna kemur kona sem er stolt með sitt og hikar ekki við að segja það. Ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir svona þrusukonu.
![]() |
Alsæl með líkamann þrátt fyrir appelsínuhúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 00:36
Kópavogur með Íslandsmetið í Útsvari

Hef fylgst með Útsvari af miklum áhuga í vetur. Þetta er ágætis spurningaþáttur, í og með svolítið dreifaralegur og skemmtilega hallærislegur í einfaldri umgjörð sinni. Litasamsetningin í settinu og kynningarstiklunni, auk hins einfalda en smellna stefs er hallærisleg en flottur heildarpakki utan um pottþétt form á sjónvarpsefni sem allir fylgjast með, allavega með öðru auganu þó þeir vilji ekki viðurkenni það og stundum þeim báðum.
Alltaf er gaman að horfa á spurningaþætti og stemmningin var hin besta í þessum pakka. Þóra og Sigmar hafa staðið sig vel að halda utan um þáttinn. Liðin oftast nær verið mjög góð og fókusinn er hraður og góður. Sumir ekki tekið sig alvarlega, sem er mjög gott í og með. Enda á þetta að vera mest til gamans gert og baráttuhugurinn í keppninni á að vera að standa vörð um heiður sinnar heimabyggðar. Flott líka að hafa fólk með ættartengsl en sem býr ekki lengur þar, auk þess sem nýbúar taka þátt að auki.
Þetta voru þættir sem renna vel í gegn og þeir sem hafa virkilega gaman af spurningaþáttum áttu mjög auðvelt með að falla inn í stemmninguna í þessum, hvort sem fylgst var með frá upphafi eða bara til að fylgjast með keppni þar sem heimabyggðin tók þátt. Gott að vita að þátturinn muni halda áfram næsta vetur. Þóra var sérstaklega flott í kvöld, en ég taldi á tímabili að hún myndi kannski eiga barnið sitt í þættinum, eða kannski í einhverju auglýsingahléinu, þó stutt séu.
Fannst samt spes að enginn skyldi þekkja matarmenninguna sem mæld er í Sæmundi og Eyvindi. Sko, þetta er ekki flókið. Sæmundur í vinnugallanum er mjólkurkexið frá Frón og Sæmundur í sparigallanum er kremkexið frá Frón. Spurt var um hið síðarnefnda í lokaspurningunni, sem reyndar var bara metin á fimm stig. Reykvíkingarnir horfðu þess í stað til Eyvindar og giskuðu á kjöt í karrý.
Eyvindur er nafn yfir súpukjöt í hinum ýmsu myndum. Kjöt í karrý, sem nota bene er uppáhaldsmaturinn minn, er nefnt hjá gárungunum því miður geðslega nafni Eyvindur með hor. Kjötsúpa er nefnd bara Eyvindur og kubbasteik, steikt súpukjöt, er auðvitað Eyvindur í sparifötunum.
Viðeigandi lokaspurning að taka fyrir þessa skemmtilegu matarmenningu og orðalag tengd henni. Verst af öllu að enginn landsbyggðarbær komst í úrslitin. Auðvitað vorum við ósátt hér með að Pálmi, Erlingur og Arnbjörg Hlíf komust ekki í úrslitin, en hey, það gengur bara betur næst!
![]() |
Kópavogur vann Útsvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2008 | 14:08
Guðmundur í Byrginu með dýflissu í Hafnarfirði

Mun meðal annars Guðmundur hafa sagt við einn sjúklinginn að hann hafi hannað dýflissuna sína sérstaklega fyrir hana. Þetta mál verður sífellt ógeðslegra og eiginlega ótrúlegt hvað þetta gat gengið lengi, bæði að Guðmundur misnotaði sjúklingana og brotið hugarástand þeirra og auk þess fékk peninga úr ríkissjóði.
Í ljósi þess að Byrgið átti að reka sem meðferðarheimili fyrir langt leidda fikla og drykkjusjúklinga, rekið á kristilegum grunni og dýrkunin í kringum Guðmund var rekin á trúarlegum nótum, er þetta hæfileg refsing og góður endapunktur á þessu sorglega máli.
![]() |
Ósáttur við dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)