Færsluflokkur: Dægurmál
18.5.2008 | 14:50
Elisabeth Fritzl selur sögu sína hæstbjóðanda

Natascha Kampusch endurbyggði sitt líf með því að segja sögu sína af átta ára einangraðri tilveru og fékk vænar fúlgur fyrir frásögnina. Elisabeth hefur enn sterkari sögu fram að færa og mun verða fylgst með hverju orði sem frá henni kemur. Barist verður um fyrsta viðtalið og væntanlega munu upphæðirnar sem Elisabeth bjóðast verða mun hærri en það sem Natöschu bauðst. Þetta verður hennar leið til að tjá sig um málið og byggja sig upp sem persónu aftur.
Eðlilegt er að sú spurning vakni hvernig hægt sé að bæta fólki upp að vera lokað í vítisholu í hálfan þriðja áratug án dagsljóss og frelsis. Þær sálir sem það upplifa hljóta að vera brotnar og þurfa allsherjar uppbyggingu, til þess eins að horfast í augu við hversdaginn og mannlífið, sem það hefur farið algjörlega á mis við. Verkefnið sem blasir við í Austurríki er að byggja upp líf í hinum brotnu sálum fórnarlamba blóðskammar Fritzl-fjölskyldunnar. Viðtalið er ein leiðin út úr því, gera upp málið og segja söguna.
Ef marka má fréttir er Elisabeth merkilega sterk eftir svo langa einangrun og misnotkun föður síns. Teikningarnar sem hún gerði með börnunum sínum og voru sýndar opinberlega voru sterkt merki þess að þeim tókst að komast í gegnum þessa skelfingu og halda geðheilsunni, sem er ekki sjálfgefið þegar að fólk er brotið kerfisbundið niður.
Held að þetta viðtal verði heimsviðburður. Hvað sem fólki finnst um að selja sögu sína hæstbjóðanda er þetta saga sem verður að heyrast, hennar hlið verður að vera opinber. Það er jákvætt og gott ef að henni tekst að byggja nýtt líf með því að veita öðrum aðgang að raunum sínum og getur nýtt peningana fyrir sig og börnin sín.
![]() |
Elisabeth Fritzl ætlar að veita sjónvarpsviðtal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2008 | 09:47
Blóðugt uppgjör í Þverholtinu
Lýsingarnar af þessu máli í Þverholti minna einna helst á blóðugt uppgjör þar sem einhver hefnd eða óuppgerðar sakir er miðpunkturinn, einn er tekinn fyrir. Vopnin sem eru notuð í árásarmálum verða sífellt hættulegri. Í Keilufellsmálinu fyrir nokkrum vikum vakti athygli að notuð voru steypustyrktarjárn, gaddakylfur og rörbútar svo fátt eitt sé nefnt. Þegar að svona bareflum er beitt og barið í höfuðið er það ekkert nema hreint tilræði.
Finnst þetta minna helst á bandarískan veruleika, sem við sjáum helst í kvikmyndunum. Kannski er þetta veruleiki 21. aldarinnar, má vera. En hann er ógeðfelldur og hlýtur að vekja spurningar um hvort að svo muni jafnvel fara fyrr en síðar að lögreglan verði vopnuð rafbyssum - ofbeldið verði það mikið að lögreglan fái sterkari vopn til að taka á málum.
![]() |
Ráðist á mann í Þverholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2008 | 02:36
Hressileg kynlífsráðgjöf hjá áttræðri sexbombu

Dr. Ruth Westerheimer komin til landsins. Þessi áttræða kynlífsráðgjafadrottning er hvergi nærri hætt í bransanum, en hefur aldrei haft meira að gera og ferðast enn um heiminn. Hún hefur verið umdeildari en flestar konur árum saman og sagt og gert fleira en mörgum konum af hennar kynslóð hefur órað fyrir að gera. Hefur líka aldrei verið feimin við að tala hreint út og stuða og heilla í senn karla og konur, bæði af sinni kynslóð og líka þeim yngri.
Fannst alveg virkilega gaman að hlusta á skemmtilegt viðtal Brynju Þorgeirsdóttur við dr. Ruth um daginn. Ekki beinlínis að gefast upp í sínu fagi og hefur sennilega aldrei notið sín meira en nú. Þetta er allavega kjarnakona sem kengur er í. Ekki eru margar konur um áttrætt að tala svona eða þora öllu heldur að vera svona einbeitt í tali.
Hvet alla til að hlusta á dr. Ruth. Það er heldur betur kraftur í kerlu.
![]() |
Kynlífsgjörningur í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 03:20
11 ára drengur sem lítur út eins og varúlfur

Patil er eitt af undrum læknissögunnar. Mér skilst að fimmtíu manns hafi fengið þennan sjúkdóm og er ekkert hægt að gera nema laser-meðferð en hún stöðvar ekki hárvöxtinn nema í örfáar vikur, þá fer allt aftur á sömu leið. Hefur honum verið strítt mjög og er eins og sýningardýr í dýragarði hvar sem hann fer, þar sem allir vilja skoða hann og þreifa á andliti hans sem þakið er hárum. Eitt er að sjá ljósmyndirnar af honum en enn meira sláandi að sjá fréttamyndirnar.
Alltaf heyrir maður svosem eitthvað nýtt, en það hlýtur að vera skelfilegt að vera ellefu ára gamall fastur í viðjum þessa sjúkdóms. Þvílík örlög. Vonandi verður hægt að gera eitthvað fyrir hann.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 22:27
10 ára stúlku nauðgað - algjör óhugnaður
Sumar fréttir eru sorglegri en aðrar. Þessi frétt um að tveir franskir drengir, rétt rúmlega tíu ára gamlir, hafi nauðgað stúlku á sama aldri er svakaleg, vægast sagt. Eðlilegt er að spurt sé hvaða refsing sé til staðar í þessu máli. Fangelsisvist er auðvitað ekki á dagskrá og eflaust er erfitt að hugsa sér einhverja alvöru refsingu þegar að svo ungir drengir brjóta svo alvarlega af sér.
Talað er um samfélagsþjónustu sem einn lið í refsingunni, kannski þann eina. Varla margt annað hægt að nefna. Held að enginn geti metið það sem hæfilega refsingu, enda hvernig getur það verið alvöru refsing við þessu broti. Nema þá að loka eigi þá inni á stofnun og taka út refsingu þar. Þetta er flókið og erfitt mál, þar sem varla kemur til nein alvöru refsing.
Nauðgun er hræðilegur glæpur sem þarf að refsa fyrir. Þegar í hlut eiga börn er vonlaust að taka á málinu, eins og um fullorðna væri að ræða. Þetta leiðir þó til þess að allir hugsi á hvaða leið heimurinn er eiginlega, þar sem rúmlega tíu ára börn sjá ekki rétt eða rangt og vilja gera það sem þau sjá og upplifa í forboðnu efni.
En þetta er fyrst og fremst dapurlegt. Eðlilegt að fyrstu viðbrögð allra séu undrun, en ekki dómharka og refsingagleði.
![]() |
Nauðguðu 10 ára stúlku og mynduðu árásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2008 | 19:00
Álftadramað mikla á Seltjarnarnesi

En hvað með það. Trúi því ekki að mávar hafi fælt burtu álftaparið eða gert það svo hrætt að það hafi stungið af. Álftirnar eru miklu sterkari og eiga ekki erfitt með að taka mávana fyrir, eins og þessi fuglafræðingur benti á. Sá einu sinni fyrir nokkuð mörgum árum þegar að mávar ætluðu að gera atlögu að álft við Dalvík. Álftin ekki erfitt með að leggja mávinn að velli.
Veit ekki hversvegna sérfræðingar í fuglamálum koma með það sem valkost að mávurinn geti hrætt álftir og tekið yfir hreiðrið þetta. Hljómar fjarstæðukennt, enda ættu allir sem hafa séð atlögu að álftunum hversu miklir yfirburðir þeirra eru, enda verja þau sitt með öllum sínum mætti, sem er allnokkur. Þær eru ekki sko feimnar að berja frá sér, enda með mikið vænghaf og beita sínu afli án hiks ef að er sótt.
Álftadramað á Seltjarnarnesi náði allavega að komast í fjölmiðlana. Sjálfsagt að velta þessu fyrir sér, en það að ætla að mávar leggi álftir að velli og hræði þær er ekki sannfærandi, þvert á móti.
![]() |
Sílamávarnir sýknaðir" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 11:23
Leikið sér með tilfinningar viðkvæms fólks
Tölvuheimurinn er því miður orðinn þannig að þegar að einstaklingur skráir sig á myspace getur það endað í tengslum við fólk sem það þekkir ekki og engin trygging er fyrir því að sá sem skrifar sé raunveruleikapersóna eða uppspuni út í gegn. Í þeim nútíma sem við lifum í er afgerandi skuggahliðar á Netinu. Kannski er þetta eitt sorglegasta dæmið, en þau eru mjög mörg alvarleg.
Auðvitað er það ábyrgðarhluti að leika sér að tilfinningum annarra, við vitum heldur ekki hvort sá sem skrifar á öðrum endanum er viðkvæmur eður ei. Ekki er hægt annað en hafa samúð með foreldrum hennar, sem verða að lifa með þeirri staðreynd að dóttir þeirra dó vegna þess að nágrannafólk þeirra ætlaði að hrekkja hana og hafa af því stundargaman.
En viðkvæmasti strengurinn brást á örlagastundu. Þetta er sorgarsaga sem er skólabókardæmi um napran nútimaveruleika.
![]() |
Ákærð fyrir aðild að MySpace-gabbi sem leiddi til sjálfsvígs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 00:24
Flipp á unglingavef verður að fúlustu alvöru
Svona skrif á að taka alvarlega og rannsaka uppruna þeirra, enda mikilvægt að orðum fylgi ábyrgð. Mér fannst reyndar merkilegast við afsökunarbréfin sem birt voru síðdegis hvað þau voru sláandi lík. Þessi tvö ungmenni læra vonandi sína lexíu á þessu.
Má vera að þetta hafi bara átt að vera eitthvað flipp hjá unglingum, en þetta er í sjálfu sér ekkert gamanmál og ég efast um að þau sem skrifuðu þetta hafi átt von á því að tekið yrði á málum þeirra með þessum hætti.
Framvegis vonandi sennilega tónninn á þessum samskiptavef eitthvað breytast og dempast niður. Enda vilja sennilega ekki allir að löggan rekji það svona og birtist svo heima hjá því.
![]() |
Bloggarinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 15:44
Bloggarar biðjast afsökunar á upplognum sögum
Bloggið er fjölmiðill. Það sem er skrifað þar getur haft mikil áhrif, einkum þegar skrifað er með þessum hætti. Hægt er að rekja skrifin þó ekki fylgi nafn. Það sést mjög vel í þessu tilfelli. Eflaust verður þetta mál lexía fyrir þá sem telja að hægt sé að skrifa hvað sem er án þess að láta nafnið fylgja með.
Held að þau sem skrifuðu þessar færslur eigi eftir að sjá eftir því. Má vera að þau hafi viljað kanna viðbrögðin og reyna að stuða þá sem lesa. En þetta verður sennilega ekki sú athygli sem þau vildu ná.
Lesa má afsökunarbréfin á blabla.is
![]() |
Lögregla rekur slóð bloggara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2008 | 14:28
Unglingadrykkjan og samræmdu prófin
Þegar að ég kláraði tíunda bekk var mikil gleði og ég held að flestir sem hafi upplifað þessi tímamót hafi viljað upplifa eitthvað virkilega skemmtilegt. Varla er til sá tíundi bekkur landsins þar sem ekki var pressa í hópnum fyrir því að gera þetta svona, nema þá í seinni tíð þar sem tekið hefur verið á málum sérstaklega af foreldrunum fyrirfram með dagskrá til að fagna tímamótunum án áfengis.
Greinilegt er að æska landsins lifir hátt. Veit ekki hvort það er of hátt, má vera. Freistandi er að vera á þeirri skoðun eftir umfjöllunina um þessa Skagagleði í próflokatíð. Foreldrarnir verða að hugsa um afkomendur sína þar til þeir hafa vit og aldur til samkvæmt landslögum. Það getur enginn gert betur en foreldrarnir í að hugsa um börnin sín.
Þeirra er hlutverkið að hafa vit á hvað sé rétt og rangt. Þess vegna er svolítið sorglegt að heyra sögur af því að sumir foreldrar reddi börnunum sínum víni. Sumir gera það að sögn til að þau fari ekki í ógeð eins og landa hreinlega. Vilja að þau fái alvöru vín frekar en vont sull. Taka því að sér að redda börnunum veigum.
Besta leiðin til að koma í veg fyrir unglingadrykkju próflokanna er að vera með óvissuferð og einhverja skipulagða dagskrá á vegum foreldranna. Sé það ekki gert fer það auðvitað svo að krakkarnir slái upp partý með léttum veigum.
![]() |
Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)