Opinská uppljóstrun stjörnu sem er stolt af sínu

Mischa Barton Á tímum fullkomnunaráráttunnar í sviðsljósi nútímans, þar sem stjörnurnar eiga allar að falla í sama mót æsku, þokka og baráttunnar fyrir því að vera varla með fituörðu utan á sér eða tanaðan kroppinn vekur sannarlega athygli að heyra hvað leikkonan Mischa Barton segir um sögusagnir fjölmiðlanna um að hún sé með appelsínuhúð.

Myndin af Mischu sýnir unga konu sem er stolt af sínu útliti og er slétt sama þó að það sé ekki blessað af öllum þeim sem vilja hafa allar stjörnurnar eins og í einhverju kapphlaupi við að þóknast öðrum. Nú til dags heyrum við svo mikið af krassandi lýsingum þar sem stjörnurnar vilja verða fullkomnari en allt að þessi tjáning hennar kemur sem ferskur vindblær, þar sem allt háfleyga blaðrið er tónað niður.

Enda er það fréttaefni að fræg kona tali svo opinskátt einmitt um að vera sátt við sitt og að hún geri sig ánægða með lífið sem hún á, er ekki að toppa alla aðra með því að beygja sig fyrir tali hinna sjálfskipuðu álitsgjafa á lífsstandard stjarnanna. Vonandi er kominn tími til að stjörnurnar átti sig á því að það þurfa ekki allir að vera fastir í sama móti sérvalinna sérfræðinga um líf og framkomu fræga fólksins.

Þarna kemur kona sem er stolt með sitt og hikar ekki við að segja það. Ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir svona þrusukonu.

mbl.is Alsæl með líkamann þrátt fyrir appelsínuhúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband