Færsluflokkur: Dægurmál
9.5.2008 | 14:08
Guðmundur í Byrginu með dýflissu í Hafnarfirði

Mun meðal annars Guðmundur hafa sagt við einn sjúklinginn að hann hafi hannað dýflissuna sína sérstaklega fyrir hana. Þetta mál verður sífellt ógeðslegra og eiginlega ótrúlegt hvað þetta gat gengið lengi, bæði að Guðmundur misnotaði sjúklingana og brotið hugarástand þeirra og auk þess fékk peninga úr ríkissjóði.
Í ljósi þess að Byrgið átti að reka sem meðferðarheimili fyrir langt leidda fikla og drykkjusjúklinga, rekið á kristilegum grunni og dýrkunin í kringum Guðmund var rekin á trúarlegum nótum, er þetta hæfileg refsing og góður endapunktur á þessu sorglega máli.
![]() |
Ósáttur við dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 16:01
Sálfræðileg álitaefni í sorglegu máli

Sálfræðilega er mál Fritzl-fjölskyldunnar mjög mikilvægt. Um er að ræða stórfrétt, enda er þetta mál harmleikur í alla staði og merkilegt rannsóknarefni. Ekki eru mörg dæmi um svo skelfilega misnotkun innan fjölskyldu á síðustu áratugum og jafnvel alla tíð, einkum vegna þess hversu lengi það stóð. Allavega er þetta mál sem hefur vakið heimsathygli og spurningar um hversu lengi það taki að byggja upp svo mikinn skaða.
Pressan lýsir Fritzl sem djöfli í mannsmynd. Eðlilega. Hann hefur verið dæmdur af allri heimsbyggðinni vegna sinna viðurstyggilegu verka. Ekki munu næstu skref aðeins snúast um að koma fjölskyldu hans, dóttur og börnunum sem hún eignaðist í kynlífsdrottnun undir stjórn föður síns, út í samfélagið, heldur líka að sálgreina gerandann.
Sálfræðilega er mikilvægt að skyggnast inn í svo sýktan huga; fá svör við spurningunum áleitnu og átta sig á því afli sem knúði hann í þennan blekkingarleik og misnotkun á eigin barni. Fyrir nokkrum dögum var rætt við sálfræðing um þessi mál í bresku viðtali. Hann talaði um mörg mál sem viðmiðun en hafði samt ekkert mál sem dæmi um nákvæmlega þetta.
Sennilega verður það stóra málið þegar að róast yfir málinu að fara yfir sálfræðilegu hliðarnar. Eftir hálfan þriðja áratug án dagsljóssins hlýtur að þurfa mikið verk til að gefa fólki úr svo sorglegri vítiseinangrun annað líf. Við tekur annað líf, enda fer konan brotin út í annað samfélag en hún upplifði fyrir löngu síðan.
Og hvernig er hægt að færa afkomendur blóðskammarinnar lífið, sum eru um tvítugt fyrst að upplifa lífið. Áleitin viðfangsefni blasa við til að gefa þolendum tækifæri til að upplifa það líf sem við teljum sjálfsagðast af öllu í veröldinni.
Finnst samt verst af öllu að yfirvöld sváfu á verðinum og veittu Fritzl tækifæri til að gera sín ógeðslegu verk án þess að kanna aðstæður á heimilinu. Þau mistök voru mikil og mér sýnist yfirvöld hafa staðfest þau nú.
![]() |
Fritzl: Vissi að þetta var rangt af mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 02:20
Áhugaverður Kompásþáttur
Mér finnst afleitt að reynt sé að fela gögn málsins og ekki megi kanna það sem þar stendur. Skil mjög vel baráttu ættingjanna, enda er mikill munur á hvort að fólk taki eigið líf eða sé myrt og ekki hægt að lifa við þá óvissu. Auk þess virðist vera sem málið hafi aldrei verið klárað og þar hefði mátt kanna mun betur og fara yfir málavöxtu.
Eftirmálar nú vegna framleiðslu þessa þáttar og yfirlýsingar sem ganga á milli aðila vekja mjög margar spurningar um þetta mál, sem aldrei hefur verið klárað með sómasamlegum hætti. Grunnkrafa er að mál séu könnuð almennilega og reynt að ganga úr skugga um að allt sé reynt til að upplýsa svo dapurleg mál.
Eftir því sem meira er litið á málið verða spurningarnar fleiri en nokkru sinni svör yfirvalda í rannsókn á sínum tíma. Sérstaklega er athyglisvert að þeir sem komu fyrstir að vettvangi eru aldrei spurðir um aðstæður og leitað eftir viðbrögðum þeirra. Vinnubrögðin þarna vekja margar spurningar.
Vonandi mun spurningum fortíðarinnar verða svarað.
Kompásþátturinn
![]() |
Yfirlýsing frá Kompási |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 19:19
Bankaræninginn er íshokkíáhugamaður
Enn er ekki búið að finna bankaræningjann, en margar vísbendingar borist um hann skv. fréttum. Eitt er þó vitað um hann með vissu. Þar fer þó greinilega íshokkíáhugamaður, ef marka má klæðaburðinn. Enda var hann klæddur í hettupeysu merktri bandaríska íshokkíliðinu Pittsburgh Penguins.
Eitthvað vita þeir þó allavega og vonandi færast þeir nærri lausn. Hvað ætli það séu margir sérstakir áhugamenn um Pittsburgh Penguins á höfuðborgarsvæðinu? Ekki nema von að spurt sé. Nema þá að þetta hafi bara verið gervi?
![]() |
Ræninginn ófundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 14:24
Myndir af bankaræningjanum í Hafnarfirði

Þá er lögreglan búin að birta myndir af bankaræningjanum í Hafnarfirði í morgun. Vonandi mun verða hægt að rekja slóð hans með því, enda sést nokkuð vel framan í ræningjann, þó neðri hluti andlitsins sé hulinn með klúti. Þó ræninginn hafi ekki hafi náð að komast undan með háar peningaupphæðir er mikilvægt að birta þessar myndir og upplýsa málið.
Þeir sem kannast við manninn ættu að hringja í Lögguna í númerið 444-1111.
![]() |
Myndir birtar af bankaræningja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 10:56
Bankarán í Hafnarfirði

Þetta minnir mun frekar á erlendan veruleika í kvikmyndunum en það sem gerist í okkar litla og rólega samfélagi. En samhliða öllum verslunarránunum í skjóli nætur má eiga von á því að skipulögð séu stærri rán þar sem reynt er að ná slatta af peningum. Vonandi mun ganga vel að finna þennan ræningja.
![]() |
Leitað að bankaræningja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 11:33
Háskólakennari grunaður um kynferðisbrot
Eflaust eru fleiri mál gerð upp með þögninni en þau sem verða opinber, því miður. Þetta mál er þess eðlis að eðlilegt er að velta fyrir sér hversvegna maður gerir þetta við börnin sín. Um leið vekur þetta spurningar um hversu mörg slík mál hafi verið þögguð niður. Þetta er mjög alvarlegt mál og sérstaklega sláandi hvað það var lengi hjúpað þögn og leynd.
![]() |
Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2008 | 00:33
Kynferðisbrotamál og úrræði innan þjóðkirkjunnar
Fyrr en nú hefur þó mál ekki farið þaðan til lögreglu. Vona sannarlega að ekki hafi neitt komið þar á borð en eðlilegt er að spyrja sig að þessu. Eina sem formaður fagráðsins vildi þó nefna var að málin væru færri en tíu. Man ekki eftir mörgum svona málum, með svo alvarlegri kæru, allavega árum saman hjá þjóðkirkjunni. Man þó auðvitað, eins og flestir, eftir því þegar að Ólafur Skúlason, biskup, var sakaður um kynferðisbrot um miðjan tíunda áratuginn. Nokkrar konur komu þá fram með gamlar sögur af slíkum málum, elsta var orðið allavega 20 ára gamalt.
Þessi mál sköðuðu biskupinn og kirkjuna, eins og nærri má geta, og Ólafur sat ekki lengi á biskupstóli eftir þetta og hætti tveim árum áður en hann þurfti vegna ásakana í þessum efnum. Veit ekki hvort fagráðið er eldra en þetta mál en það væri fróðlegt að vita hvað það hafi lengi starfað.
Svona dapurleg mál vekja athygli og skaða það starf sem unnið er hjá kirkjunni að mínu mati. En mikilvægt að úrræði séu til staðar til að taka á málum innan kirkjunnar sem stofnunar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 20:05
Organistinn í Selfosskirkju talar um Gunnarsmálið
Þetta mál verður sífellt sorglegra eftir því sem meira heyrist af því í fjölmiðlum. Fjölmiðlavörn prestsins í DV í dag var fljótlega slegin út af borðinu af réttargæslumanni stelpnanna og nú hefur organistinn tjáð sig með nokkuð áberandi hætti í fréttum um þetta viðkvæma mál.
Þetta er mjög dapurlegt í alla staði fyrir þjóðkirkjuna, svo vægt sé til orða tekið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2008 | 11:13
Sr. Gunnar faðmaði stelpurnar og kyssti þær á kinn
Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, hefur vörn sína vegna hins umdeilda kynferðisbrotamáls með viðtali í DV í dag. Þar segist hann aðeins hafa faðmað og kysst á kinn þær tvær stelpur, sextán og sautján ára, sem hafa kært hann, og telur málið á misskilningi byggt. Ekkert ósiðlegra hafi farið fram. Telur hann málið allt á misskilningi byggt en fari sína leið í kerfinu.
Mikla athygli vekur að séra Gunnar hefji vörn sína á opinberum vettvangi vegna málsins í DV, sem óhjákvæmilega fylgir vegna starfa hans í þjóðkirkjunni, en hann lét Fréttablaðið ekki ná í sig um helgina, eins og fram kemur í netfréttum á vísi.is. Gunnar er í þeirri stöðu vegna starfa sinna að fjallað er um mál af þessu tagi, enda er þögn varla heldur hið rétta í málinu, þó það sé í rannsókn. Maður í þessari stöðu sem fær slíka kæru á sig þarf að taka á sig hita almennrar umræðu.
Rétt er af Gunnari að koma í fjölmiðla og segja sína hlið málsins á þessu stigi, enda mjög sótt að honum skiljanlega vegna þessara ásakana um kynferðisbrot. Málið er áfall fyrir þjóðkirkjuna hvernig sem á er litið og mikilvægt að fram komi hlið prestsins áður en niðurstaða er ljós í rannsókn og réttarkerfinu vegna málsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)