Myndir af bankaræningjanum í Hafnarfirði

Bankaræninginn í Hafnarfirði

Þá er lögreglan búin að birta myndir af bankaræningjanum í Hafnarfirði í morgun. Vonandi mun verða hægt að rekja slóð hans með því, enda sést nokkuð vel framan í ræningjann, þó neðri hluti andlitsins sé hulinn með klúti. Þó ræninginn hafi ekki hafi náð að komast undan með háar peningaupphæðir er mikilvægt að birta þessar myndir og upplýsa málið.

Þeir sem kannast við manninn ættu að hringja í Lögguna í númerið 444-1111.

mbl.is Myndir birtar af bankaræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Það er náttúrulega bara heimska að halda að það sé í lagi að ræna banka af því bankinn hefur rænt almenning.  Hafú það í huga Þorvaldur.

En það er að sjálfsögðu í góðu lagi að velta því fyrir sér hverjir eru helstu bankaræningjarnir á Íslandi. Eru þeir í Seðlankanum sem ræna alþýðuna miklum fjármunum í formi ofur-stýrivaxta í skjóli löglegs ofbeldis.  Eða er það náunginn í Hafnarfirði og hans líkir sem næla sér í nokkrar krónur með hótun um líkamlegt ofbeldi. 

Dunni, 7.5.2008 kl. 17:20

2 identicon

Þorvaldur.. ertu þrolli eða ? Bankar eru bara fyrirtæki einsog t.d. 10-11 og Adidas. Þú ræður alfarið hvort þú stundir viðskipti við landsbankan eða ekki, enginn er að neyða þig til þess. Ef þér finnst óréttlátt hvað 10-11 er að rukka mikið fyrir Lion Bar, er þá réttlátt að stela því bara eða ?

Jóhann Ingi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband